Fréttablaðið - 29.04.2005, Page 13

Fréttablaðið - 29.04.2005, Page 13
ALÞINGI „Ég óttast að það sé verið að tefja málið, fyrst í allsherjar- nefnd og síðar uppi í ráðuneyti,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson al- þingismaður um frumvarp sem hann hefur lagt fram um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Frumvarpið er nú í allsherjarnefnd. Formaður hennar, Bjarni Benediktsson, úti- lokar ekki að það verði afgreitt frá þessu þingi, en telur einnig koma til álita að vísa því til dómsmála- ráðuneytis, þar sem er að hefjast vinna við aðgerðaáætlun gegn kyn- bundnu ofbeldi. „Það er jákvætt að endurskoða hegningarlögin,“ sagði Ágúst Ólaf- ur. „En samþykki þessa frumvarps breytir engu í því efni. Hvað varð- ar afnám fyrningarfrestsins þá er óvíst hvað kemur út úr þeirri end- urskoðun í ráðuneytinu. Ég sé enga þörf á að vísa jafn einföldu frum- varpi, þar sem engar alvarlegar at- hugasemdir hafa borist, til ráðu- neytisins. Ég skil ekki af hverju meiri hluti allsherjarnefndar vill ekki leyfa öðrum þingmönnum að taka afstöðu til málsins með því að afgreiða það úr nefndinni“. -jss FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005 13 Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður: Óttast töf á frumvarpi um kynferðisbrot ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Vill frumvarpið úr nefnd og í umfjöllun þingsins. ÁFANGI Á LANGRI LEIÐ Georgí Parvanov, forseti Búlgaríu, til vinstri, og forsætisráðherrann Simeon af Sachsen- Coburg-Gotha munda lindarpennana. Rúmenía og Búlgaría: Samningar undirritaðir LÚXEMBORG, AP Ríkisstjórnarleiðtog- ar Rúmeníu og Búlgaríu undirrit- uðu aðildarsamninga landa sinna að Evrópusambandinu við athöfn í Lúxemborg á mánudag. Gert er ráð fyrir að samningarnir gangi í gildi á árinu 2007, standi stjórnvöld við að koma í framkvæmd umsömdum umbótum fyrir þann tíma. Samningamenn ESB stóðu fast á því að í samningunum yrði ákvæði um að fresta mætti gildistöku hvors þeirra sem er um eitt ár ef mis- brestur yrði á umbótunum. Viðræður um aðildarsamninga Rúmena og Búlgara hófust árið 2000. Því var undirritun þeirra fagnað í löndunum tveimur sem miklum áfanga. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Maður í ársfangelsi: Byssa gerð upptæk DÓMSMÁL Maður frá Ólafsfirði hlaut í síðustu viku árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir aðild að innbrotum, fyrir að hafa átt óskráða loftskammbyssu og fyrir handrukkun á hálfri milljón fyrir þriðja aðila. Maðurinn hefur frá árinu 1996 hlotið fjölda dóma, þar á meðal fyrir fíkniefnabrot, ölv- unarakstur, auðgunarbrot og þjófn- að. Tveir voru ákærðir með mannin- um og var annar sýknaður af kröf- um ákæruvaldsins, en hinn dæmdur til að greiða 120 þúsund króna sekt. Loftskammbyssan var gerð upp- tæk. - óká Viðbygging við ME: Tilboð ná- lægt áætlun FRAMKVÆMDIR Fimm tilboð, frá fjór- um verktökum, bárust í viðbygg- ingu við Menntaskólann á Egilsstöð- um. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 157,5 milljónir króna og átti Viðhald fasteigna lægsta tilboðið, 164,5 milljónir króna. Framkvæmdin var boðin út í tvígang en í fyrra skiptið var öllum tilboðum hafnað þar sem þau þóttu of há. Ríkiskaup önnuðust útboðið, fyr- ir hönd Fljótsdalshéraðs, og verða tilboðin skoðuð og metin áður en ákveðið verður hverju þeirra verð- ur tekið. - kk NÝ ALPAGÖNG Verkamenn og verkfræðingar sem unnið hafa að gerð svonefndra Lötschberg-ganga í gegnum svissnesku Alpana fögnuðu í gær eftir að síðasta haftið var sprengt í hinum 34,6 kílómtera löngu göngum. Um þau munu bruna járnbrautarlestir hlaðnar vörubílum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.