Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.04.2005, Qupperneq 10
10 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Impregilo: 20 prósenta bónus 1. maí KÁRAHNJÚKAR Starfsmenn Impregilo, sem starfa við að reisa stífluna á Kárahnjúkum, fá 19,46 prósenta bónusgreiðsl- ur ofan á öll laun um næstu mánaðamót. Þetta er í samræmi við aukin afköst við stíflugerð- ina. Starfsmennirnir fengu 8 prósenta bónus um síðustu mán- aðamót. Skúli Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins, segir að rúmur helm- ingur starfsmanna Impregilo fái bónusgreiðslurnar, um 600-700. Hinir starfi í göngunum. Þar hafi verið mikill vatnselgur og verkið gengið hægt. Nú sjái hinsvegar fyrir endann á því og verður þá samið um bónus til handa þessu fólki. Sett var á laggirnar nefnd verkalýðsfélaganna og Impreg- ilo í vetur og hefur hún tekið á aðstöðu starfsmanna og bónus- greiðslum. Skúli segir að starfs- menn á Kárahnjúkum hafi kvartað yfir því að bónuskerfið hafi ekki virkað og því hafi ver- ið gerðar breytingar sem nú séu að skila sér. Þá eru komnir 500 Kínverjar að Kárahnjúkum sem Skúli seg- ir að séu greinilega mjög vanir. Það hafi kannski líka áhrif. -ghs Ólga í Tógó: Mannskæð átök í Lomé LOMÉ, AP Ófremdarástand hefur ríkt í Afríkuríkinu Tógó í kjölfar vafasamra kosninga um síðustu helgi þar sem Faure Gnassinbe, sonur fyrrum einræðisherra landsins, bar sigur úr býtum. Sex manns, þar af þrír borgarar, hafa látist í átökum í höfuðborginni Lomé undanfarna daga. Leiðtogar stjórnarandstöðunn- ar hafa hvatt til frekara andófs enda segjast þeir hafa sannanir fyrir víðtæku kosningasvindli. Ní- geríumenn hafa haft forgöngu um að stilla til friðar í Tógó en erind- reki þeirra þar sagði hins vegar að ekkert hefði verið athugavert við framkvæmd kjörfundarins. ■ Atlantshafsbandalagið: Mun hjálpa til í Darfur NATO Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að hefja viðræður við bandalag Afríkuríkja um mögu- lega aðstoð við hjálparstarf í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði í Súd- an eftir að beiðni þess efnis hafði borist NATO. Það var Alpha Oumar Konare, forseti bandalags Afríkuríkja sem óskaði eftir aðstoðinni á þriðjudag. Ekki er þó talið líklegt að her- menn aðildarríkja NATO verði sendir á vettvang heldur verður einungis um aðstoð við skipulag á liðsflutningum og aðdráttum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NATO tekur þátt í aðgerðum í Afríku. 2.300 friðargæsluliðar frá 53 Afríkuríkjum eru í Darfur en sá fjöldi verður í það minnsta tvö- faldaður á næstu misserum. ■ TIL Í SLAGINN Mótmælendur köstuðu grjóti og bensín- sprengjum á lögreglu. M YN D /A P BRUNAMÁL Nýja Jórvík ehf. sem á húsið að Mýrargötu 26 í Reykjavík hefur fengið Securitas til að annast þar sérstaka öryggisgæslu. „Óvið- komandi umferð um húsið – gömlu Hraðfrystistöðina – verður kærð til lögreglu,“ segir fyrirtækið í til- kynningu, en gripið er til þessara ráðstafana vegna síendurtekinna bruna og íkveikjutilrauna í húsinu. Fram kemur að hreinsun húss- ins sé hafin og tilheyrandi öryggis- ráðstafanir hafi þegar verið gerð- ar. „Áætlanir félagsins um endur- byggingu hússins eru óbreyttar,“ segir í tilkynningunni sem Magnús Ingi Erlingsson framkvæmdastjóri skrifar undir. - óká Mýrargata 26 í Reykjavík: Óviðkomandi bönnuð umferð KÍNVERJI AÐ STÖRFUM Á KÁRAHNJÚKUM Starfsmenn við stíflugerðina á Kárahnjúk- um fá tæplega 20 prósenta bónus um næstu mánaðamót. UNGVERSKUR JAGÚARUNGI Maya, doppóttur jagúarungi sem fæddist í Nyiregyhaza-dýragarðinum í Ungverjalandi, horfir forvitinn út í heiminn í gær. Foreldr- ar Mayu eru með svartan feld en talið er að afkvæmið haldi doppótta feldinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Þjófur á Kleppsvegi: Braust inn um glugga LÖGREGLA Brotist var inn í blokkaríbúð á Kleppsvegi aðfara- nótt fimmtudags og þaðan stolið farsíma, skartgripum og lítilræði af peningum. Þjófurinn braust inn um glugga en hvarf á brott þegar húsráðendur urðu hans varir. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík sást til dökkklædds manns á hlaupum frá húsinu. Til- kynnt var um innbrotið um klukk- an fjögur um nóttina. Þjófurinn er enn ófundinn en lögregla segir ekki ólíklegt að haft verði uppi á honum og þýf- inu, jafnvel þótt síðar verði. - óká Stjórnarkreppan í Írak á enda Stjórnarkreppunni í Írak lauk í gær þegar þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista al-Jaafari forsætisráðherra. Enn á þó eftir að skipa í nokkur veigamikil embætti. ÍRAK, AP Stjórnlagaþing Íraka sam- þykkti í gær ráðherralista al-Jaaf- ari forsætisráðherra. Þar með hafa Írakar eignast sína fyrstu lýðræðis- lega kjörnu ríkisstjórn í hartnær hálfa öld. Frá því að Írakar gengu að kjör- borðinu í janúarlok hefur gengið af- leitlega að mynda nýja ríkisstjórn. Atburðarásin hefur hins vegar ver- ið hröð síðustu daga eftir að Ibra- him al-Jaafari tilkynnti á þriðjudag- inn að honum hefði tekist að setja saman ráðherralista. Jalal Talabani forseti lagði blessun sína yfir til- lögu al-Jaafari í gær og síðan greiddi þingið atkvæði um listann. 180 af þeim 185 þingmönnum sem voru viðstaddir studdu listann en níutíu þingmenn voru fjarverandi. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að nýju Írak,“ sagði al-Jaafari eftir at- kvæðagreiðsluna í gær, glaður í bragði. Sautján sjíar sitja í stjórninni, átta Kúrdar, sex súnníar og einn kristinn maður. Sex ráðherranna eru konur. Stjórnin mun taka við völdum af bráðabirgðastjórn Allawi eftir nokkra daga. Ekki er þó kálið sopið þótt í aus- una sé komið. Enn á eftir að manna tvö embætti og sum ráðuneytin eru í höndum settra ráðherra. Þannig hefur al-Jaafari sjálfur tekið að sér embætti varnarmálaráðherra, stöðu sem hafði verið eyrnamerkt súnn- íum, og Ahmed Chalabi, einn vara- forsætisráðherranna, gegnir jafn- framt embætti olíumálaráðherra. Ekki verður séð að súnníum hafi verið tryggð völd í samræmi við fjölda þeirra og sú staðreynd mun eflaust verða olía á eld uppreisnar- manna. Ghazi al-Yawher, varafor- seti og súnníi, gat ekki leynt gremju sinni yfir því hversu fáa trúbræður hans var að finna í stjórninni. Hvað sem stjórnarmynduninni líður þá heldur vargöldin í landinu áfram. Ráðist var inn á heimili ír- askrar þingkonu í Bagdad á þriðju- dagskvöldið og hún skotin til bana. Í bænum Musayyib reyndu uppreisn- armenn að varpa sprengjum að bandarískri herstöð en ekki vildi betur til en svo að þær lentu á strætisvagnabiðstöð. Fjórir Írakar dóu og 21 særðist. ■ NÝI FORSÆTISRÁÐHERRANN Ibrahim al-Jaafari var greinilega létt þegar hann ræddi við fréttamenn að lokinni atkvæða- greiðslunni í þinginu. M YN D A P HELSTU RÁÐHERRAR: Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra Ahmed Chalabi varaforsætisráðherra og starfandi olíumálaráðherra Hoshyar Zibari utanríkisráðherra Bayan Jabr innanríkisráðherra Ali Abdel-Amir Allawi fjármálaráðherra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.