Fréttablaðið - 29.04.2005, Side 52
Síðdegis í dag leggja meira en
fjögur hundruð konur leið sína til
Hafnarfjarðar þar sem þær taka
þátt í sjötta landsmóti íslenskra
kvennakóra núna um helgina.
„Þetta mót er haldið á þriggja
ára fresti. Síðast var það Kvenna-
kór Suðurnesja sem hélt þetta
mót, en það hefur aldrei verið fjöl-
mennara en núna,“ segir Sigrún
Óskarsdóttir, sem hefur unnið
baki brotnu undanfarið við að und-
irbúa þetta glæsilega mót ásamt
nokkrum kórfélögum sínum í
Kvennakór Hafnarfjarðar.
„Það er Kvennakór Hafnar-
fjarðar sem heldur mótið í ár. Það
eru til kvennakórar úti um allt
land, á stöðum eins og Bolungar-
vík, Hólmavík, Siglufirði, Horna-
firði og Selfossi. Alls staðar. Svo
kemur Íslenski kvennakórinn í
Kaupmannahöfn líka á mótið og
verður með okkur.“
Sérstakir gestir mótsins verða
Björgvin Þ. Valdimarsson tón-
skáld, Edit Molnár, kórstjórnandi
og organisti, Elín Ósk Óskarsdótt-
ir, söngkona og kórstjóri,
Gabriella Thész kórstjórnandi frá
Ungverjalandi og Óskar Einars-
son, tónlistarmaður og kórstjórn-
andi.
„Þetta byrjar allt saman með
skráningu og afhendingu móts-
gagna, en svo verður farið í
óvissuferð á átta rútum og í fram-
haldi af því verður mótið formlega
sett. Á laugardagskvöldinu verður
hátíðarkvöldverður, með
skemmtiatriðum og balli. Svo
verða tvennir tónleikar.“
Fyrri tónleikarnir verða á
morgun klukkan 16 í Víðistaða-
kirkju þar sem kórarnir syngja
hver fyrir sig. Seinni tónleikarnir
verða haldnir á sunnudaginn í
Íþróttahúsinu við Strandgötu þar
sem kórarnir syngja allir saman
fjögur lög auk þess sem fyrrnefnd-
ir fjórir hópar láta ljós sitt skína.
Báðir tónleikarnir standa öllum
opnir og er aðgangur ókeypis.
„Á tónleikunum í Víðistaða-
kirkju ætlar Kvennakór Hafnar-
fjarðar að frumflytja afmælislag
sem Hildigunnur Rúnarsdóttir
samdi fyrir okkur í tilefni þess að
kórinn varð tíu ára á þriðjudag-
inn.“ ■
40 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
29. apríl kl. 20 - Frumsýning
1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn
8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
Ath. Aðgangur ókeypis
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands
Laugardaginn 30. apríl kl.14.00-17.30. Sýningin er á hliðarsvölum
Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang).
Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis
DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar
Otello eftir Verdi
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Fö 6/5 kl 20
Fö 20/5 kl 20
Fö 27/5 kl 20
Síðustu sýningar
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20
- Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20, Lau 21/5 kl 20
- Síðustu sýningar
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 1/5 kl 14 - UPPSELT
Su 1/5 kl 17 - UPPSELT, Fi 5/5 kl 14,
Lau 7/5 kl 14, Su 8/5 kl 14, Lau 14/5 kl 14
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
TERRORISMI
e. Presnyakov bræður
Fi 5/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20.
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Í kvöld kl 20 - UPPS., Lau 30/4 kl 20
Su 1/5 kl 20 - UPPS., Mi 4/5 kl 20 - UPPS.,
Fi 5/5 kl 20 - UPPS., Fö 6/5 kl 20 - UPPS.,
Lau 7/6 kl 20 - UPPS., Su 8/5 kl 20 - UPPS.,
Fi 12/5 kl 20 - UPPS., Fö 13/5 kl 20
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds.
Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS.
Lau 30/4 kl 20, Fö 6/5 kl 20, Lau 7/5 kl 20
DANSLEIKHÚSIÐ
AUGNABLIKIÐ FANGAÐ
fjögur tímabundin dansverk
Su 1/5 kl 19:09 Síðasta sýning
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
Þrestir
á vortónleikum
með Erni Árnasyni
Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði
heldur vortónleika
laugardaginn 30. apríl
kl. 16.00 í Neskirkju.
Einsöngvari með kórnum
er Örn Árnason
Söngstjóri Jón Kristinn Cortez
og undirleikari Jónas Þórir.
Á efnisskrá er fjölbreytt úrval laga
eftir innlenda og erlenda höfunda.
Konur streyma til Hafnarfjarðar
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/E.Ó
L.
■ KVENNAKÓRAR
FJÓRAR AF FJÖGUR HUNDRUÐ Þær Ragna J. Helgadóttir, Margrét Þórðardóttir, Anna B. Brandsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir hafa
undanfarið verið að skipuleggja fjögur hundruð kvenna kóramót sem haldið verður í Hafnarfirði nú um helgina.
» BETRI
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
UM HELGAR