Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 45

Fréttablaðið - 29.04.2005, Síða 45
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 1 2 Föstudagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  19.00 Fylkir og Víðir/Höttur mætast í Egilshöll í C-deild deildarbikars kvenna.  20.15 Fjölnir og Fjarðarbyggð mætast í Boganum í úrslitum B- deildar deildarbikars karla í fótbolta.  21.00 ÍR og Haukar mætast í Egilshöll í C-deild deildarbikars kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Þú ert í beinni! á Sýn.  17.45 Olíssport á Sýn.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.  19.00 Motorworld á Sýn.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deildina í fótbolta.  20.00 World Supercross á Sýn.  21.00 World Series of Poker á Sýn.  00.15 K-1 á Sýn. FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005 33 Áskriftarsími: 515-5558 Fljótlegt og fyrirhafnarlítið matur og vín 5.tbl.2005,verð 899 kr.m.vsk. fl jótlegt 5 690691 1600 05 uppskriftir – fl jótlegt og fl ott 86 matur og menning á Norðurlandi – eyfirskir sælkera r hvað á að hafa í kvöldmatinn? snarl í Evróvisjónpa rtíið lundaball í Eyjum kryddjurta- ræktun hversdagskræsing ar Gestgjafinn er kominn út! HELOSAN RAKAKREM fyrir alla fjölskylduna Mýkjandi og rakagefandi Jón Arnór Evrópumeistari Rússeska liðið Dynamo St. Petersburg vann alla 20 leiki sína í Evrópudeildinni og vann úrslitaleikinn gegn BC Kyiv með 11 stigum í Istanbul í gær, 85-74. KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson varð í gær fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna til að verða Evrópumeistari þegar hann ásamt félögum sínum í rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg vann úkraínska liðið BC Kyiv í úrslita- leik Evrópudeildar FIBA, 85-74. Jón Arnór lék í 29 mínútur í leikn- um og skoraði 9 stig, þar af komu sjö þeirra í fyrri hálfleik. Jón Arn- ór og liðsmenn Dynamo töpuðu ekki leik í allri keppninni en sig- urinn í Istanbul í gær var númer tuttugu á tímabilinu. Leikmenn Dynamo byrjuðu leikinn ekki vel og voru tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 18-28, en tóku sig heldur betur á, unnu annan leikhlutann 23-5 og náðu átta stiga forskoti, 41-33, fyrir hlé. Dynamo hélt síðan velli í seinni hálfleik, leikmenn Kiev náðu að minnka muninn í sjö stig en nær komust þeir ekki og Dynamo vann að lokum með 11 stiga mun. Jón Arnór hefur oft leikið bet- ur í sókninni í vetur en í gær en hann var þó margoft að taka af skarið og þrátt fyrir að aðeins 3 af 12 skotum hans hafi farið rétta leið þá voru félagar hans í liðinu hvað eftir annað að fylgja þeim eftir og skora ódýrar körfur eftir sóknarfráköst. Jón Arnór lék alls í 29 mínútur í leiknum. Jón Arnóri hefur átt frábært tímabil með Dynamo St. Peters- burg þótt að hann hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu í leiknum í gær. Bandaríkjamaðurinn Kelly McCarthy var bestur í liði Dyna- mo en hann skoraði 24 stig og tók 7 fráköst. Ed Cota sýndi líka styrk sinn í lokin og skoraði fimm af 15 stigum sínum á lokamínútum leiksins, en þessi snjalli leik- stjórnandi tók einnig 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 bolt- um. ooj@frettabladid.is JÓN ARNÓR FAGNAR Jón Arnór Stefánsson fagnar ásamt félögum sínum þegar Ed Cota lyftir bikarnum ásamt félögum sínum í Dynamo St. Petersburg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.