Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 16
Einn af grunnþáttum mann- skepnunnar er sannfæring um að hún eigi ekkert gott skilið. Eða í það minnsta ekki of mikið gott skilið. Þegar hún lendir í þeim aðstæðum að allt virðist ganga henni í haginn læðist að henni sá grunur að þarna sé komið lognið á undan stormin- um. Og ef stormurinn lætur á sér standa segir mannskepnan við sjálfan sig að þetta sé nú of gott til að vera satt. Að baki þeirri hugmynd býr sannfæring um sannleikurinn sé á einhvern hátt slæmur fyrir mannskepn- una. Sannleikurinn geri hana ekki frjálsa til annars en að sætta sig við að lífið er á endan- um skítt. Það er því líklega af einhverj- um djúpsálfræðilegum meinlok- um sem læstar eru í arfgengt minni okkar að við Íslendingar viljum ekki læra af frábærum árangri af einkavæðingu ríkis- fyrirtækja og tilflutningi á ýms- um verkefnum frá ríkisvaldinu til hins frjálsa markaðar – sem er annað heiti á fólki eins og mér og þér. Bankarnir eru ágætt dæmi. Rúmu korteri eftir að þeir sluppu frá ríkinu fóru þeir að veita almennilega þjónustu, hærri vexti handa þeim sem áttu pening og lægri til þeirra sem skorti hann en ríkinu hafði tekist á þeirri öld sem það var að vasast í bankarekstri. Og eins ótrúlegt og það hljómar hafa þessar fyrrum eymdarlegu betlikerlingar á almannasjóðum farið út í heim og gert okkur stolt af löndum okkar – kannski ekki eins stolt og þegar Hófí varð ungfrú Heimur en svipað og þegar íslenska fótboltalands- liðið tapaði bara með einu marki gegn Þýskalandi í Hamborg. Ef mannskepnan væri ekki eins gölluð og hún er hefðum við Ís- lendingar nýtt okkur fordæmið af bankasölunni og hafist strax handa við að skófla verkefnum frá ríkinu og til almennings. Minnugir spakmæla Páls post- ula: reynið allt og haldið því sem gott er. En því miður. Endurnærandi áhrif bankafrelsunarinnar á ís- lenskt samfélag eru of góð til vera sönn. Og því augljósari sem hún er öllum mönnum því meiri hljómgrunn fá varnaðar- orð þeirra sem vilja halda í það sem vont er. Það má þegar sjá merki þess að mörg okkar vilja snúa aftur – draga í land – ef það mætti friða guðina og draga úr ofsa stormsins sem hlýtur að skella á fyrr en seinna. Líklega var það þess vegna sem Samtök atvinnulífsins gerðu forstjóra Íslandspóst að formanni sínum; þann ríkisforstjóra sem sannar- lega enginn er með ráðagerðir um að frelsa frá ríkinu. Svipuð hvöt liggur líklega að baki þeirri hugmynd að stórefla Ríkisútvarpið með álögum á al- menning svo það megi bjóða upp á afþreyingarefni við allra hæfi – eins og það er orðað í frumvarpi sem þingmennirnir okkar þykjast vera að fjalla um en hefur fyrir löngu verið ákveðið að gera að lögum af allt öðru fólki. Þetta var ágætt markmið við upphaf löngu kreppu árið 1930. Þá veitti landsmönnum ekki af því að gleyma um stund fábreytileika og bjargarleysi samfélagsins. Nú, 75 árum síðar, eiga stjórn- málamenn svefnlausar nætur yfir því hvað yrði um fjölmiðlun og afþreyingu landsmanna ef ríkið sjálft er þar ekki virkur og fyrirferðarmikill þátttakandi. Auðvitað vita þeir að ekkert annað myndi henda en eitthvað svipað því og gerðist í banka- viðskiptum landsmanna. Allt myndi færast til betri vegar. Og það þarf ekki einu sinni að taka dæmi af bönkum. Innkoma einkaaðila endurnærði útvarps- og sjónvarpsrekstur á Íslandi – stóð meira að segja fyrir sjón- varpsútsendingum á fimmudög- um, sem ríkisvaldið hafði fram að því talið hreint glapræði. Ríkisútvarpið er álíka vond hugmynd og ef stjórnvöld hefðu selt Búnaðarbankann en ákveðið að halda Landsbankanum eftir. Og til að tryggja ríkisrekstur í bankarekstri hefði sett það í lög að allir fjárráða landsmenn skyldu leggja þrjú þúsund kall af launum sínum inn í Lands- bankann um hver mánaðamót til að tryggja þau öryggis- og menningarsjónarmið sem felast í því að í hverju samfélagi sé ávallt til einn ríkisbanki til mót- vægis við banka í eigu almenn- ings. ■ O fbeldi virðist færast í vöxt í íslensku samfélagi. Þegar talaðer um ofbeldi er yfirleitt átt við barsmíðar, en ofbeldi tekurþó á sig ýmsar aðrar myndir. Nauðgun er gróft ofbeldisverk, að ekki sé minnst á misnotkun á börnum. Einelti er ekkert annað en ofbeldi og andlegt ofbeldi er víða ástundað í samskiptum. Ástæða er til að ætla að aukin umræða og markviss viðbrögð við ofbeldi af þessu tagi muni skila sér í því að úr því dragi þótt þess sjáist enn ekki merki nema hugsanlega varðandi einelti. Slagsmál og ofbeldi hafa lengi verið fylgifiskar áfengisneyslu. En þessi slagsmál eru ekki bara stympingar. Þau hafa þróast út í að verða grófar líkamsmeiðingar og allt of oft berast fréttir af óhugn- anlegum ofbeldisverkum sem eru unnin af fólki sem er undir áhrif- um áfengis, jafnvel á fólki sem er einfaldlega svo óheppið að verða á vegi ofbeldismannanna. Þess háttar ofbeldisverk hafa í alvarleg- ustu tilvikum valdið dauða. Að undanförnu hefur sjónum verið beint að ofbeldi í tengslum við fíkniefnaheiminn og ekki að ástæðulausu. Gróft ofbeldi í tengslum við innheimtu fíkniefnaskulda virðist vera nærri því daglegt brauð. Nú hefur ungt fólk tekið sig saman og stofnað félagsskapinn Birt- ingu, sem hefur það markmið að gefa ofbeldinu rauða spjaldið eins og hópurinn orðar það sjálfur. Í síðustu viku var efnt til fjölmennra mótmæla á Akureyri. Seinni partinn í gær var röðin komin að Reykjavík og efnt til svipaðra mótmæla á Ingólfstorgi. Þátttaka í þessum mótmælum var ekki eins mikil og á Akureyri enda Birting sprottin upp úr ofbeldisöldu sem gengið hefur yfir þar. Það gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni að ungt fólk skuli af þeim myndarskap sem raun ber vitni sýna fram á að það hafni al- farið ofbeldi. Þessu unga fólki finnst einfaldlega nóg vera komið. Markmiðið með mótmælastöðunni er að senda skýr skilaboð út í samfélagið, bæði til stjórnvalda og almennings, og vekja fólk til um- hugsunar um hversu mikið ofbeldi þrífst í samfélaginu. Unga fólk- inu er misboðið vegna þess að menn sem ítrekað gerast sekir um líkamsmeiðingar komast upp með að halda því áfram án þess að nokkuð sé að gert. En vandinn liggur ekki bara í því að ekki sé brugðist við ofbeldi með afgerandi hætti. Rót vandans liggur hjá ofbeldismönnunum sjálfum og í því samfélagi sem þeir alast upp í. Ungt fólk sem fer út og ber mann og annan hefur yfirleitt sjálft orðið fyrir einhvers kon- ar ofbeldi, andlegu eða líkamlegu. Við brjótum ekki ofbeldið á bak aftur fyrr en við tryggjum hverju einasta barni góð og örugg upp- eldisskilyrði. Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á foreldrum en einnig á því samfélagslega öryggisneti sem er í kringum hverja fjölskyldu, ættingjum, vinum og þeim opinberu stofnunum sem hafa það hlut- verk að grípa inn í þegar foreldrar og fjölskylda ráða ekki við hlut- verk sitt. Á tyllidögum tala valdhafar iðulega um að hlúa þurfi að fjölskyld- unni. Þó er hvergi á Norðurlöndum búið verr að barnafjölskyldum en hér. Til dæmis er hér styttra fæðingarorlof en í nágrannalöndunum og mun þrengri skilyrði til að taka orlof og minnka við sig vinnu meðan ungum börnum er sinnt. Hvergi meðal siðmenntaðra þjóða er vinnudagur foreldra jafnlangur og hér. Barátta fyrir því að þetta breytist er líka barátta gegn ofbeldi. 7. maí 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Framtak ungs fólks í baráttunni gegn ofbeldi er aðdáunarvert. Ofbeldinu gefi› rau›a spjaldi› FRÁ DEGI TIL DAGS fia› gó›a er satt Framsóknarvika veldur leiða Framsóknarmenn eru ekki allir alls kostar sáttir við Framsóknarviku Deigl- unnar, sem áður hefur verið sagt frá í þessum dálki. G. Valdimar Valdemars- son ritar grein í Tímann í gær þar sem hann er allt annað en sáttur við fram- tak Deiglupenna og hefur augljóslega orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hann segir Deigluna bjóða upp á „greinaröð illa end- urunnins nöldurs, tuðs, hálfsannleika, gróu- sagna og jafnvel hreinna leiðinda. Deiglunni er haldið úti af sjálfstæðis- mönnum í yngri kantinum, mest úr því sem kalla má Geirs armi flokksins en auðvitað er það ekki opinbert málgagn Sjálfstæðis- flokksins. Auðvitað ekki.“ Skotið á Davíð? „Á pappírnum er þetta sjálfsagt fram- bærilegasta fólk sem er að skrifa þarna, en ef punkturinn með „Fram- sóknarvikunni“ var að „dissa“ sam- starfsflokkinn í ríkisstjórn, gátu þeir þá virkilega ekki komið upp með eitthvað betra?“ spyr G. Valdimar og er sann- færður um að raunverulegur tilgangur með Framsóknarvikunni sé ekki að gagnrýna Framsókn heldur sé skotið á Davíð Oddsson. „Það hjólar enginn innanflokksmaður beint í Davíð. Því gera menn „the next best thing“ og nöldra yfir samstarfsflokknum. Kannski eins og Sovétmenn nöldruðu í Albaníu í eina tíð til að skamma Kína.“ Opið bókhald? Össur Skarphéðinsson birti fyrir nokkru milliuppgjör um fjármögnun og útgjöld í kosningabaráttu sinni í Samfylking- unni þar sem hann tilgreinir hversu háa styrki hann hefur fengið í barátt- unni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt í að minnsta tveimur fjölmiðlum að hún sjái ekki ástæðu til að birta slíkt milliuppgjör í svo stuttri kosninga- baráttu. Hvorugt hefur þó sagst ætla að greina frá því hver styrki þau, ekki frek- ar en birt er hver styrkir flokk þeirra eða annarra. Spurning hvort það væri ekki öllu áhugaverðara. brynjolfur@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG AÐ GERA MEIRA AF ÞVÍ GÓÐA GUNNAR SMÁRI EGILSSON Líklega var fla› fless vegna sem Samtök atvinnulífsins ger›u forstjóra Íslandspóst a› formanni sínum; flann ríkisfor- stjóra sem sannarlega enginn er me› rá›ager›ir um a› frelsa frá ríkinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.