Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 28

Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 28
Árni Gautur Arason, landsliðs- markvörður Íslands í knatt- spyrnu og atvinnumaður hjá norska liðinu Vålerenga, er þrí- tugur í dag en hefur lítinn tíma til að halda upp á stórafmælið þar sem hann verður í eldlínunni gegn Bodø-Glimt í norsku úrvals- deildinni á morgun. „Ég ætlaði mér ekki að gera neitt sérstakt en síðan komu mínir nánustu í heim- sókn mjög óvænt á fimmtudag- inn. Það er nokkuð sem þau höfðu skipulagt án minnar vitundar og auðvitað mjög skemmtilegt. En það er leikur á morgun svo að það verður eitthvað rólegt upp á ten- ingnum í kvöld,“ sagði Árni Gaut- ur í léttum dúr þegar Fréttablað- ið ræddi við hann í gær að tilefni af tímamótunum. Árni Gautur kveðst lítið hafa gert af því í gegnum tíðina að halda upp á afmælið en hann sló þó upp veislu þegar hann varð 25 ára. „Það var engin stór veisla þegar ég var tvítugur og það verður heldur ekki núna þegar ég er þrítugur. Ætli ég láti ekki verða af þessu þegar ég verð fer- tugur. Þá verð ég örugglega hætt- ur í boltanum og hef þar af leið- andi tíma til að standa í þessu,“ segir Árni. Hann kveðst ekki vera farinn að kvíða fertugsaldrinum. „Þetta er nú bara eitt ár en engu að síður er það talsverð breyting að sjá fyrst töluna þrjá í aldrinum sínum. Kannski kemur einhver krísa um helgina, en ég býst nú ekki við henni,“ segir Árni og hlær. Hann segist ekkert vita hvað hann langi mest í í afmælis- gjöf. „Kærastan mín er einmitt búin að spyrja mig mikið þessar- ar spurningar en það er fátt um svör,“ segir Árni, sem býst þó ekki við öðru en að hún færi hon- um pakka í dag. „Hún verður að gefa mér eitthvað. Annars verð ég svekktur.“ ■ 28 7. maí 2005 LAUGARDAGUR GARY COOPER (1901-1961) fæddist á þessum degi. Fjölskyldan óvænt í heimsókn TÍMAMÓT: ÁRNI GAUTUR ARASON ÞRÍTUGUR „Þar til ég kom til sögunnar voru öll aðalhlut- verkin leikin af myndarlegum mönnum, en sem betur fer er til nóg af sögum um meðaljóninn.“ Bandaríski leikarinn Gary Cooper er ein skærasta kvikmyndastjarna allra tíma og vann meðal annars Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í vestranum sígilda High Noon. timamot@frettabladid.is ÁRNI GAUTUR ARASON Árni leggur það ekki í vana sinn að fagna stórafmælum en ætlar að bæta úr því eftir áratug þegar farið verður að hægjast um. MERKISATBURÐIR 1824 Níunda sinfónía Beethov- ens er frumflutt í Vín. 1832 Grikkland verður sjálfstætt ríki. 1912 Columbia-háskóli í New York kemur Pulitzer-verð- laununum á laggirnar. 1915 Þýskur kafbátur grandar farþegaskipinu Lusitaniu. Tólf hundruð fórust. 1940 Winston Churchill verður forsætisráðherra Bretlands. 1951 Bandaríska varnarliðið kemur til landsins en varn- arsamningurinn var undir- ritaður tveimur dögum áður. 1957 Helen Keller kemur í heim- sókn til Íslands. 1978 Jarðgöngin í Oddsskarði eru vígð. Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér á sí›unni má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Veit einhver deili á Álfheiði Guðlaugu Briem, sem bjó með eiginmanni sín- um Valdimar Sigurði Briem kennara á Laufásvegi 6 í Reykjavík árið 1930? Hver var Álfhei›ur Gu›laug? Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um viðkomandi eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við starfsfólk Íslendingabókar með tölvupósti á netfangið islendingabok@islendingabok.is, í síma 540 7496 eða með því að skrifa bréf til Íslendingabókar, Þverholti 18, 105 Reykjavík. Í manntalinu 1930 kemur fram að þau hafi gift sig árið 1928. Álfheiður er sögð fædd 29. júní árið 1896 í Ólafsvík en finnst ekki þar í kirkjubók og heldur ekki í sóknarmannatalinu í Ólafsvík 1897. Samkvæmt manntalsskrá Reykjavíkur kom hún frá Kaupmannahöfn í maí 1930 og fór aftur utan árið 1932. Í Kennaratalinu er Valdimar Sigurður Briem hins vegar sagður ókvæntur og barnlaus. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, tengdaföður, afa og langafa, Jörundar Kristinssonar skipstjóra, Foldasmára 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á krabbameinsdeild 11E, LSH Hringbraut og á líknardeild LSH Kópavogi fyrir mjög góða umönnun og mikinn hlýhug. Auður Waagfjörd Jónsdóttir Kristinn Jörundsson Steinunn Helgadóttir Kristín Bára Jörundsdóttir Eiríkur Mikkaelsson Jón Sævar Jörundsson Rita Sigurgarðsdóttir Alda Guðrún Jörundsdóttir Jóhann G. Hlöðversson Anna Sigríður Jörundsdóttir Bjarni Kr. Jóhannsson Jörundur Jörundsson Áslaug Hreiðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, Helgi Hermannsson stýrimaður, Heiðarbraut 1c, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 4. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Valdís Þórarinsdóttir Hermann Helgason Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir Jóhann Þór Helgason Særún Rósa Ástþórsdóttir Pétur Örn Helgason Hrafnhildur Gunnarsdóttir Jón Halldór Soffía Axelsdóttir Áslaug Ólafsdóttir Hermann Helgason Jóhanna Valtýsdóttir Þórarinn Brynjar Þórðarson og barnabörn Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigurlaugar Arnórsdóttur Smárahvammi 16, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun. Guðrún Axelsdóttir Solveig Axelsdóttir Svavar Haraldsson Hrönn Axelsdóttir Guillermo Rito Axel Kristján Axelsson Anna Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabarn. ANDLÁT Haraldur Eggertsson, rafverktaki, lést sunnudaginn 24. apríl. Bálför hans fór fram í kyrrþey. Jochum Magnússon lést í Svíþjóð sunnudaginn 1. maí. Aðalsteinn Janus Sveinjónsson, Sól- heimum 25, Reykjavík, lést miðvikudag- inn 4. maí. JAR‹ARFARIR 13.00 Aðalsteinn Grétar Guðmunds- son, Aðalstræti 71a, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreks- fjarðarkirkju. 13.30 Ingólfur Pálsson, rafvirkjameist- ari, Réttarheiði 4, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerð- iskirkju. 14.00 Helga Friðrika Stígsdóttir, Hlíf 1, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju. 14.00 Jóhanna Jóhannsdóttir, Marar- götu 2, Vogum, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju. 14.00 Kristín Stefánsdóttir, Hnappa- völlum, Öræfum, verður jarðsung- in frá Hofskirkju í Öræfum. 14.00 Ragnar Þór Jörundsson , frá Hellu, Steingrímsfirði, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju. Vínarbrau› í Öskjuhlí› Útvarpsþátturinn Út um græna grundu á Rás 1 fagnar tíu ára af- mæli í dag. „Þetta er þáttur sem fjallar um útivist, náttúru og ferðalög í víðum skilningi,“ segir Steinunn Harðardóttir, sem hefur haft umsjón með þættinum frá upphafi. „Við fjöllum um stað- hætti, landslag, mannlíf og hvað- eina sem rekur á fjörur okkar tengt ferðalögum.“ Í tilefni dagsins verður þáttur- inn sendur út beint frá Öskjuhlíð. „Bjarki Steingrímsson, félagi minn í þættinum, ætlar að leika á harmóníku og það verður í fyrsta sinn sem stef þáttarins er ekki leikið af Stefáni Jökulssyni. Við ætlum að virða fyrir okkur þær breytingar sem hafa orðið á Öskjuhlíðinni undanfarinn áratug, tala um fugla, sögulegar minjar og auðvitað skipulag.“ Þátturinn hefst eftir níufréttir. Borðum og stólum verður komið fyrir í Öskjuhlíðinni og þeim sem vilja er velkomið að líta við og þiggja kaffisopa eða vínarbrauð. ■ STEINUNN HARÐARDÓTTIR Hefur haft umsjón með þættinum frá upphafi og ætlar að beina sjónum að Öskjuhlíðinni í tilefni dagsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.