Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 33
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Við í Ljósheimum bjóðum ykkur velkomin á Ljósheimadag – Opið hús sunnudaginn 8 maí kl. 13-18 Í Ljósheimum starfa heilarar, nuddarar, nálastungufræðingur, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnarar og hómópati. Fjöldi áhugaverðra námskeiða allan ársins hring. Á Ljósheimadegi er boðið upp á prufutíma hjá þeim er starfa í Ljósheimum gegn vægu gjaldi auk þess sem heilunarpýramídi er uppi. Ávalt er áhugaverð dagskrá í sal, tehúsið okkar sneisafullt og kristallasýning að venju. Nánari upplýsingar má finna á www.ljosheimar.is Verið öll hjartanlega velkomin Ljósheimar Brautarholti 8, 2.hæð t.v. www.ljosheimar.is síma 551-0148 Góðan dag! Í dag er laugardagur 7. maí, 127. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.39 13.24 22.12 AKUREYRI 4.09 13.09 22.12 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Sólrún Dröfn Helgadóttir ekur um á brjálæðislega flottum sportbíl með blæju. Fólk rekur upp stór augu þegar það sér stelpu undir stýri. „Já, það er eins og fólki finnist einkennilegt að stelpa keyri svona bíl,“ segir Sólrún Dröfn og finnst það auðvitað alveg fárán- legt. „Ég hef alltaf verið hálfgerð stráka- stelpa með bíladellu og finnst æðislegt að vera á flottum bíl. Ég er líka löggiltur bíla- sali og kannski finnst fólki það líka skrýt- ið.“ Bíll Sólrúnar Drafnar er af gerðinni Chevrolet Camaro árgerð ‘95. „Þetta er einn með öllu, mótorhjólagrár og eini bíll- inn í þessum lit. Vélin er 350 LT1 og hásing- in 10 bolta Chevy-hásing með diskalæsingu og drifhlutföllin 3.40:1. Svo er hann leður- klæddur að innan og græjurnar eru meiri- háttar, Pioneer-geislaspilari, 700 W Boss- magnari og 12“ TypeR-keilur frá Alpine.“ Sólrún segist ekki vera mikið ofan í vél- arhlífinni á bílnum þótt hún geti gert það helsta eins og að skipta um bremsuklossa, olíu og dekk. „Aðalkikkið er að keyra bílinn, hann er svo ljúfur og þýður að maður finn- ur ekkert fyrir hraðanum.“ Sólrún er ekki óvön því að vekja athygli á bílnum sínum því Skodinn sem hún átti vakti alls staðar óskipta athygli. „Hann var fyrsti sportarinn sem ég átti en ég lét sprauta hann í mjög sérstökum grænum lit. Hann var líka einn af fyrstu „kittuðu“ bíl- unum.“ Þótt skammt sé liðið á sumar er Sól- rún þegar farin að hafa blæjuna niðri. „Það er langt í frá kalt, maður situr í skjóli og það er bara hlýtt og notalegt.“ Sólrún er á kafi í hestamennsku og er að temja fyrir fólk. „Ég hef alltaf verið í hesta- mennsku og er að temja eftir vinnu. Svo er ég ofsalega áhugasöm um nýstofnaðan bíla- klúbb sem heitir Bling Bling og vona að ég hafi fljótlega tíma til að sinna því áhuga- máli.“ edda@frettabladid.is Strákastelpa á blæjubíl bilar@frettabladid.is Nýr Skoda Octavia Combi skutbíll verður frumsýndur hjá Heklu í dag. Nýi bíllinn er stærri og rúmbetri en fyrirrenn- ari hans. Hann er búinn öflug- um 1.6 og 2.0 FSI vélum og 1.9 og 2.0 TDI dísilvélum. Verð- ið á bílnum er frá 1.980.000 krónum. 100 ára afmæli Skoda verður fagnað á sérstökum Skoda-degi í Heklu í dag, laugardaginn 7. maí en fyrsti Skoda bíllinn var framleiddur árið 1905. Boðið verður upp á afmælistertu og ís og er öllum Skoda-eigendum boðinn ókeypis bílaþvottur. Opið verður í Heklu, Laugavegi 174, frá kl. 11 til 16. Toyota er vinsælasta bílateg- undin í heiminum í dag sam- kvæmt nýlegri könnun. Þar á eftir koma Volkswagen og Hyundai. Hérlendis er mál- um svipað háttað þar sem Toyota hefur lengi verið söluhæsta bíltegundin á Íslandi. Á vef bílgreina- sambandsins getur að líta á sölutölur fyrir þetta ár og þar ber Toyota höfuð og herðar yfir keppinauta sína, með 22,95% nýskráðra bifreiða. Sólrún Dröfn á einstaklega flottan bíl sem vekur alls staðar athygli. LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég fór í stafsetningar- próf í gær og nú get ég sko leiðrétt allt sem pabbi og mamma segja. Nýr BMW 3 frumsýndur BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.