Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 34
Sjúkrakassi Sjúkrakassi ætti að vera í hverjum bíl, sérstaklega þegar fólk er á ferðalög- um. Hægt er að kaupa tilbúna kassa eða litlar sjúkratöskur í apótekum og víðar sem auðvelt er að stinga undir sætið í bílnum.[ ] • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066                            VINNUM EFTIR CABAS-KERFINU Tjónaskoðun Sláttuvélarnar eru komnar í hús Flottar vélar – frábær verð Formúlu 1 áhuginn kviknaði út frá tölvuleik Herbergi Birgis er veggfóðrað af Formúlu 1 plakötum. Bílar og sport er nýlegt bíla- tímarit sem kemur út mánað- arlega. Birgir Þór Harðarson er aðeins fimmtán ára en skrifar um Formúlu 1 í blað- inu enda algjör formúlufræð- ingur. Birgir hefur í nógu að snúast enda kann hann ekki að segja nei. „Rosalega ertu fullorðinslegur. Ertu ekki bara fimmtán ára?“ spyr blaðakona furðu lostin þegar Birgir svarar í símann. „Jú, ég heyri mjög oft að ég sé fullorðins- legur. Ég er líka með svo djúpa rödd,“ segir Birgir og hlær. Birgir hefur verið veikur fyrir bílum alla tíð og þegar hann var sjö ára kunni hann flestöll nöfn bílaframleiðanda heimsins utan að. „Ég man eftir fyrstu kynnum mínum af Formúlu 1. Það var sumarið 1999. Pabbi var að horfa og ég gekk inn í stofu og sá einn bílinn taka eina beygju og fussaði og sveiaði,“ segir Birgir, sem er samt harður Formúlu- maður í dag. „Áhuginn á formúl- unni kviknaði um haustið 2000 þegar ég fékk tölvuleik í gjöf sem heitir Formula One 2000. Ég hef náttúrlega alltaf haft mikinn bílaáhuga og kappaksturinn var næsta skref.“ Sumarið 2001 tók Birgir upp á því að búa til tímarit sem hann kallaði F1-fréttir og var eingöngu um formúluna. Þegar leið á veturinn var Birgir búinn að eyða nógu bleki úr prentara föð- ur síns þannig að hann bjó til vef- setrið F1 Center sem var upphaf- lega allt á ensku og hýst á fríu vefsvæði. Í fyrrasumar einfald- aði Birgir vefsvæðið og snaraði því yfir á íslensku. „Go.is voru svo góðir að hýsa síðuna frítt fyrir mig á f1center.go.is. Ætlun- in er auðvitað að græða kannski smá pening á þessu einhvern daginn en það kemur allt í ljós.“ Það mætti halda að blaða- mennskan og vefsíðan væru nóg fyrir Birgi en svo er aldeilis ekki. „Ég er ósköp venjulegur ungling- ur. Ég ber út blöð, fer reglulega í sjoppuna með vinum mínum, er á fullu í félagsstarfi í skólanum og æfi sund með keppnishópi sund- félagsins Ægis, sem hefur reynd- ar setið aðeins á hakanum að undanförnu. Ég kann ekki að segja nei. Ég tek alltaf að mér allt of mikið og enda stundum á því að gera tvennt í einu. En ég geri alltaf mitt besta og ef ég fæ tækifæri verð ég að grípa það. Stundum fer ég oft á dag á For- múlu 1 síður á netinu og uppfæri vefsvæðið mitt stöðugt. Svo fer mikill tími í heimildavinnu fyrir greinarnar í Bílar og sport, þannig að það er nóg að gera,“ segir Birgir, sem er staðráðinn í því að læra fjölmiðlafræði í út- löndum eftir stúdentspróf. En er bílaáhugamaðurinn ekki búinn að kaupa sér bíl þótt hann vanti tvö ár í sjálft prófið? „Ég var kominn með aðra höndina á bíl sem ég ætlaði að safna mér fyrir en hann var keyptur frá mér. Ég er náttúrlega eins og aðrir unglingar – kann ekki að safna. En mig langar í gamlan, helst gangfæran, Land Rover. Það væri fínt að hafa ár til að gera við hann þannig að ég gæti farið beint á götuna þegar ég fæ prófið. Ég fæ reyndar æfing- arakstursleyfi í sumar og hlakka mikið til þess.“ lilja@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.