Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 35
LAUGARDAGUR 7. maí 2005
Iðnaðarhurð til sölu
Verð 75 þús. auk vsk.
Hæð 3800mm breidd 4700mm
(4 flekar m/glugg)
Upplýsingar veitir Gunnlaugur í síma 825-2282.
Kerrur af ýmsum stærðum og gerðum.
Verð frá 135.705 kr.
Bílakerrur
Pakkningar og pakkningasett.
Tímareimasett.
Einnig ventlar, tímareimar,
olíudælur, knastásar og
knastásasett.
Vatnsdælur.
www.kistufell.com
Gæðavara á góðu verði
Spyrnur, spindilkúlur og
stýrisendar.
Útvegum hús og aðra
aukahluti.
Bjóðum ávallt
hagstæðustu verðin.
Útvegum alla bíla frá Usa.
Útvegum Ford F150, F250 og F350 á frábæru verði
Örugg þjónusta hjá löggiltum bifreiðasala. 11ára reynsla.
Uppl. Í s. 897-9227 www.is-band.is
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Það er að koma vetur
„Áttu einhvern pening, Einar?“ spurði lögregluþjónninn og hélt áfram
að skrá niður upplýsingar af ökuskírteininu mínu. Það var um há-
vetur fyrir meira en tíu árum síðan. Snjónum kyngdi niður og skyggni
var nánast ekkert. Ég var að dóla á innanbæjarhraða úr sumarbústað
og sá ekki vegamótin fyrr en rétt áður en ég kom að þeim. Hálkan var
of mikil og bíllinn skautaði yfir og út af hinum megin án þess að ég
réði neitt við neitt. Og af því að ég er fæddur undir mjög spaugsamri
heillastjörnu endaði þetta allt með smá árekstri. Fyrsta umferðar-
óhappið mitt. Og nú vildi löggan líka grennslast fyrir um bankainni-
stæðuna svo hún vissi hvað sektin ætti að vera há, eða hvað?
„Eee... já, eitthvað pínu,“ svaraði ég. „Gott. Ég held þú ættir að nota
hann til að kaupa ný dekk,“ sagði löggan og kvaddi.
Ég labbaði að bílnum og skoðaði dekkin. Í bylnum sýndist mér að
þau væru af fjórum mismunandi gerðum. Að minnsta kosti. En öll
jafn ónýt. Eins og aðrir ungir ökumenn hafði ég ekki úr miklum pen-
ing að moða en ljóst var að útgjöld voru óumflýjanleg.
Þann 14. apríl síðastliðinn áttu síðustu nagladekkin að vera komin
undan bílum landsmanna. Dekkjaverkstæði landsins eru því vel birg
af notuðum vetrar- og nagladekkjum og hagsýnir ökumenn geta feng-
ið heilleg dekk á góðu verði, jafnvel míkróskorin og/eða negld.
Til að losna við að sitja í biðröð í marga klukkutíma þegar fyrsti
snjórinn lætur sjá sig gæti jafnvel verið sniðugt að fara á stúfana
núna og kaupa vetrardekk fyrir næsta vetur. Hver veit nema hægt sé
að fá þau á vortilboði svo að verkstæðin losni við að geyma dekkin í
sumar? Og þú losnir við að löggan fari að hnýsast í fjármálin hjá þér
næsta vetur.
Ný BMW 3 lína
frumsýnd
SÖLUHÆSTA LÍNAN FRÁ UPPHAFI.
B&L frumsýnir nýja BMW 3 línu nú um
helgina. Þetta er fimmta kynslóðin af 3
línunni og er smíðuð á nánast nýjum
grunni að utan og innan. „Nýja línan er
þannig bæði lengri og breiðari en fyrir-
rennarinn og því með alveg nýtt útlit
auk þess sem innanrýmið er mun
meira. Þrátt fyrir aukna stærð helst eig-
in þyngd línunnar óbreytt milli kyn-
slóða, þar sem bíllinn er nú smíðaður
úr léttari og höggþolnari stálblöndu,“
segir Karl Óskarsson sölustjóri.
Vélarnar eru einnig nýjar og og kem-
ur bíllinn með 211 ha bensínvél, 163
ha díselvél og sex strokka 258 ha
bensínvél og er sú síðastnefnda jafn-
framt sú fyrsta frá BMW sem er gerð úr
léttmálmunum áli og magnesíum. „3
línan hefur frá upphafi verið söluhæsta
lína BMW, eða alveg frá því hún kom
fyrst á markað árið 1975 og er því í
augum margra hinn eini sanni BMW,“
segir Karl. „Helsta sérstaðan felst í akst-
urseiginleikunum, sem eru sér á báti.
Með nýtt fjöðrunarkerfi, enn betri stöð-
ugleikastýringu og sex gíra er óhætt að
fullyrða að nýja 3 línan sé í dag búin
fremstu aksturseiginleikum sem völ er
á. Þeir kröfuhörðustu geta einnig reynt
ýmsar áhugaverðar nýjungar eins og
Active Steering viðbragðsstýrið. Af öðr-
um nýjungum má nefna lykillausan að-
gang og ræsingu, þráðlaust símkerfi og
adaptive beygjuljós.“
Nýja 3 línan verður í boði í fjórum
útgáfum; 320i, 320d, 325i og 330i.
Grunnverð er kr. 3.150.000.
KIA vex hratt
SALAN Á ÍSLANDI FJÓRFALDAST.
Kia Motors Corporation er sá bílafram-
leiðandi sem nú er í örustum vexti á
heimsvísu.
Fyrirtækið var stofnað árið 1944 og
er elsta bílasmiðja Kóreu. Kia er hluti af
Hyundai-Kia Automotive Group og
hefur sett sér það markmið að verða í
hópi bestu bílaframleiðenda heims. Kia
rekur 16 framleiðslu- og samsetningar-
verksmiðjur í 13 löndum og þar eru
smíðaðir alls 1,1 milljón bílar á ári
hverju. Umboð og seljendur eru í alls
155 löndum. Hjá Kia vinna nú um
30.000 manns og árlegar sölutekjur
fyrirtækisins eru um 14 milljarðar
bandaríkjadala.
Á þessu ári hefur orðið mikil sölu-
aukning á KIA á Íslandi. Bílaumboðið
Hekla tók við KIA umboðinu fyrr á
þessu ári. Alls hafa verið skráðir 147
KIA bílar á árinu og hefur salan rúm-
lega fjórfaldast frá því á sama tíma í
fyrra. Mest hefur verið selt af jeppun-
um, Sorento og Sportage.
Öruggustu bílarnir í Svíþjóð
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Nýi þristurinn er bæði lengri og breiðari
en fyrirrennarinn.
Saab 9-5 og Saab 9-3
Hatchback eru taldir örugg-
ustu bílarnir í skýrslu sem
gefin er út af sænsku trygg-
ingafélagi.
Saab 9-5 og Saab 9-3 Hatchback
teljast öruggustu bílar í Svíþjóð
samkvæmt nýrri rannsókn á sviði
umferðaröryggismála. Stærsta
tryggingafyrirtæki Svíþjóðar,
Folksam, lét gera rannsóknina.
Skýrsla Folksam, „Ekur þú í
öruggum bíl?“, er gefin út á
tveggja ára fresti og byggjast
niðurstöður hennar á mati á
meiðslum fólks sem lent hefur í
umferðarslysum í Svíþjóð. Rann-
sóknin nær til 138 mismunandi
bíltegunda. Saab 9-5 og 9-3
Hatchback hljóta verðlaun Folk-
sam sem öruggustu bílarnir
vegna þess að akstur þeirra er
talinn hafa minnsta hættu á
meiðslum í för með sér.
Niðurstöðurnar byggja á
greiningu á 94.100 árekstrum,
sem orðið hafa á sænskum
vegum frá árinu 1994, þar sem
35.400 farþegar hlutu áverka.
Báðar tegundirnar voru þróað-
ar samkvæmt öryggisáætlun
Saab, sem byggir á tölvulíkönum
og árekstrarprófunum sem líkja
eftir því sem gerist við árekstur
úti á vegum. Þessi tækni hefur
verið þróuð út frá gagnagrunni
Saab, sem nær til yfir 6.100 raun-
verulegra bílslysa í Svíþjóð þar
sem Saab bílar hafa komið við
sögu.
Bílar frá Saab hafa einnig
fengið góða einkunn í árekstrar-
prófunum sem gerðar hafa verið í
Bandaríkjunum af HLDI-stofnun-
inni (Highway Loss Data Institu-
te) og í EuroNCAP árekstrarpróf-
unum. Saab 9-5 Sedan, 9-3 Sport
Sedan og 9-3 Convertible hafa all-
ir fengið fimm stjörnur í þessum
prófunum. ■
Saab 9-3 kemur vel út
úr rannsókn sem gerð er
af stærsta tryggingafélagi
Svíþjóðar á öryggi
bíltegunda.