Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 50
NÆSTA STOPP Lalli Johns er eftirlæti þjóðarinnar þótt ekki hafi hann alltaf fetað rétta
veginn. Hann var reffilegur á BSÍ í vikunni, íklæddur forláta kúrekahatti og með yfirvara-
skegg að hætti snyrtilegra útlaga.
34 7. maí 2005 LAUGARDAGUR
Skeifan • Smáralind
Glæsilegur LEGO
barnafatnaður
í miklu úrvali,
nú í BabySam
Vikan sem var
Bjarts‡ni og gla›vær› einkenndi vikuna sem lei› og ekki um villst a› vorhugur
ríkir um flessar mundir. Hreinsanir, tiltekt og uppbygging í sínum ví›asta skiln-
ingi voru einkunnaror› vikunnar, hvort sem fla› var í sálinni, náttúrunni, mann-
lífinu e›a fljó›félaginu í heild.
MITT Á MILLI DÓMA Biðin er hlutskipti
þeirra sem hljóta fangelsisdóm. Biðin eftir
frelsi á ný. Stórir dómar hafa fallið að und-
anförnu í Hæstarétti og margir dæmdir úr
leik með því að gjalda brot sitt með fanga-
vist. Hér bíður dómsvörður úrskurðar.
Á BOTNINUM? Sumarvinna unglinga er hafin hér og þar, og víst þurfa menn að hvíla sig eftir puðið í beðunum. Vonandi bætir fyrsta
sumarkaupið upp á það sem vantaði í síðustu buxnakaupum svo þær nái betur að tosast upp fyrir rass.
LEIÐIN Í 102 Hún er falleg og tónar vel við glæst jarðfræðihús Háskóla Íslands, nýja
göngubrúin yfir Miklubrautina, um leið og hún brúar bil milli hins byggða og óbyggða, úr
101 í 102 Reykjavík.
BAKTJALDAMAKK Í sviðsljósinu er fátt um stundlegan frið til
skrafs og ráðagerða. Stundum er gott að bregða sér út á tún, á bak
við hús. Það gerðu flokksbræðurnir og ráðherrarnir Davíð Oddsson
og Geir H. Haarde í skjóli Stjórnarráðsins.
STÓRBORGARDRAUMAR Reykjavík stækkar og stækkar. Teygir
sig nær sveitinni í allar áttir. Alls staðar má sjá byggingarkrana og
vinnuvélar búa til mannvirki fyrir gangandi sem akandi fólk. Hér
tvöfaldast þjóðvegur eitt á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.
HJÓLAÐ Í VINNUNA Margir tóku áskoruninni um að hjóla í
vinnuna í vikunni. Hér er það Kolbrún Halldórsdóttir þingkona
sem leiðir hóp hjólreiðamanna, útbúin réttum öryggisbúnaði og
góða skapinu.
FRJÓKORN HIMINSINS Stærsti farfuglinn, þó lengur staðfugl, hefur sig á loft með full-
an sarp af græðandi smyrslum á íslenska jörð þegar landgræðsluflugvél Páls Sveinssonar
klýfur vorloftið mót vaknandi náttúru og gróandi túnum.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/E.Ó
L
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/G
VA
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/G
VA
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/G
VA
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/G
VA
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VALLI
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VALLI
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/STEFÁN