Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 54

Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 54
Fimmmenningarnir í DuranDuran hafa staðfest komusína til Íslands í sumar og munu halda tónleika í Egilshöll hinn 30. júní. Lítið bítlaæði mynd- aðist í kringum sveitina á Íslandi og það er óhætt að fullyrða að komu Duran Duran til Íslands hafi verið beðið með eftirvænt- ingu í rúma tvo áratugi. Íslenskir aðdáendur sveitarinnar létu les- endabréfum, með frómum óskum um að fá goðin í Laugardalshöll- ina, rigna yfir Velvakanda Morg- unblaðsins á sínum tíma en hetj- urnar létu þó ekki sjá sig. Gömlu kynnin gleymast ei Frægðarsól Duran Duran seig hratt eftir að sveitin náði hæstu hæðum með plötunni Seven and the Ragged Tiger. Hörðustu aðdá- endur hennar hafa þó aldrei snúið baki við köppunum þannig að það má reikna með því að fólk sem er um og yfir þrítugt muni fjölmenna í Egilshöll til þess að fá loksins að heyra berum eyrum slagarana sem lituðu æsku þeirra. Það lifir lengi í gömlu „eitís“-glæðunum og þeir sem settu símkerfi Rásar 2 á hliðina til þess að koma lögum á borð við Save a Prayer, A View to a Kill og Wild Boys á topp Íslenska listans, fjölmenntu á Duran Duran skemmtanir á skemmtistöðum sem löngu eru horfnir yfir móð- una miklu og kunnu skónúmer þeirra Simon Le Bon, John Taylor, Andy Taylor, Roger Taylor og Nick Rhodes geta ekki látið sig vanta þegar hetjurnar mæta þó það sé 20 árum of seint. Byrjaði allt í Birmingham Félagarnir Nick Rhodes og John Taylor stofnuðu Duran Duran í Birmingham á Englandi árið 1978 en það var sameiginlegur áhugi þeirra á tónlist David Bowie og Roxy Music sem leiddi þá saman. Þeir fengu bassaleikarann Simon Colley og söngvarann Stephen Duffy til liðs við sig en trommu- heili sá um taktinn. Félagarnir ætluðu upphaflega að kalla sveitina RAF til heiðurs flugher hennar hátignar en þegar upp var staðið nefndu þeir bandið eftir illmenni geimmyndarinnar „Barbarella: Queen of the Galaxy“ frá 1968. Þar lék Jane Fonda Barbarellu, sem eltist við skúrkinn Durand Durand sem leikinn var af Milo O'Shea, sem löngu seinna endurtók rulluna í myndbandi með sveitinni. Duffy og Colley heltust úr lest- inni eftir ár og Roger Taylor kom til sögunnar og leysti trommuheil- ann af hólmi. Stephen Duffy tók síðar upp millinafnið „Tin Tin“ og kom tveimur lögum á vinsælda- lista, Kiss Me og Icing on the Cake, í krafti þess að hafa einu sinni verið í Duran Duran. Falskur pönkari í hlébarðabuxum Eftir fyrstu prufuupptökur færði John Taylor sig yfir á bassann og gítarleikarinn John Curtis plokk- aði strengi tímabundið en gafst fljótlega upp. Þá auglýsti sveitin eftir gítarleikara í Melody Maker og var Andy Taylor valinn úr hópi þeirra sem sóttu um stöðuna. Um mitt árið 1979 gafst söngvarinn svo upp og prófaði sveitin nokkra pilta í stöðuna áður en fyrrum söngvari pönksveitarinnar Dog Days, leiklistarneminn Simon Le Bon, sótti um. Síðar í viðtölum viðurkenndi Nick Rhodes að Simon hefði í rauninni verið rammfalskur í prufunni og að hann hefði í aðeins verið ráðinn vegna þess að hann var sætur, með flott eftirnafn. Þá skemmdu pelsinn og bleiku hlébarða- buxurnar ekki fyrir. Ferill Duran Duran tók magn- aðan fjörkipp eftir að Le Bon bættist í hópinn. Sveitin varð fljótt vinsæl innan nýrómantísku stefnunnar á Englandi og tryggði sér samning við EMI í lok árs 1980. Fyrsta smáskífan, „Planet Earth“, náði töluverðum vinsæld- um og rauk beint í tólfta sæti breska smáskífulistans. Fjölmiðl- ar eyrnamerku Duran Duran sem frumkvöðla bresku nýrómantík- urinnar ásamt Spandau Ballet en sveitin var sögð samsuða upp úr Sex Pistols og Chic. Glansmynd af popphljómsveit Lykilatriði í hröðum vinsældum Duran Duran var hversu mikil vinna var lögð í ímyndarsköpun. Myndbönd sveitarinnar voru framúrstefnuleg og settu nýja tískustrauma af stað í stað þess að fylgja þeim. Af frábærum mynd- böndum sveitarinnar má nefna „Girls on Film“, „Union of the Snake“, „Hungry Like the Wolf“, „The Chauffeur“ og hið magnaða „Wild Boys“ sem bjó til nýjan staðal í gerð tónlistarmyndbanda. Það var einmitt myndbandið við „Girls on Film“ sem braut leið Duran Duran upp á toppinn. Það vakti miklar deilur og sveitin varð umtöluð. Lagið komst á topp 10 á smáskífusölulistanum. Fyrsta breiðskífan, sem fylgdi í kjölfar- ið, komst hæst í þriðja sæti á breiðskífusölulistanum. Platan hékk svo inni á þeim lista í 118 vikur. Í Duran Duran voru metnaðar- fullir og duglegir menn og var strax ráðist í gerð plötunnar „Rio“ sem kom út um vorið 1982. Smá- skífulögin „Hungry Like the Wolf“ og „Save a Prayer“ gull- tryggðu svo vinsældir sveitarinn- ar. „Rio“ seldist í rúmlega tveim- ur milljónum eintaka. Duran Duran-æðið var skollið á í Evrópu og Bandaríkjamenn voru að kveikja á sveitinni líka. Fyrsti slagari sveitarinnar þar í landi var lagið „Is There Something I Should Know?“. Duran Duran brann þó hratt upp og sennilega má að einhverju leyti kenna því um hversu ákaft sveitin herjaði á markaðinn en þriðja breiðskífan, „Seven and the Ragged Tiger“ kom út fyrir jólin árið 1983. Af þeirri plötu átti sveitin slagarana „Union of the Snake“ og „The Reflex“. Árið á eftir var ákveðið að maka krókinn með tónleikaplötunni „Arena“. Á henni var að finna eitt nýtt lag, reyndar það besta sem sveitin gaf út á ferlinum, „Wild Boys“. Árið eftir átti hún eitt vinsælasta lag ársins, „A View to a Kill“ úr síðustu James Bond-mynd Roger Moore. Sundraðir föllum vér... Það duldist engum að Duran-vélin fór að hökta eftir Wild Boys og það var svo á Live Aid tónleika- hátíðinni árið 1985 sem botninn datt undan öllu saman. Simon Le Bon var það falskur á sviði að hörðustu aðdáendur hans reyndu ekki einu sinni að halda hlífiskyldi yfir honum. Mikið grín var gert að sveitinni í fjölmiðlum og Le Bon bað aðdáendur sína opinberlega afsökunar. Það dugði ekki til. Þeim fannst þeir sviknir og grun- uðu sveitina um að hafa fiktað í hljóðupptökunum á „tónleikaplöt- unni“ vinsælu „Arena“. Sveitin ákvað að draga sig í hlé og liðs- menn einbeittu sér tímabundið að öðrum verkefnum. Andy og John Taylor voru þegar farnir að vinna í gæluverk- efninu Power Station með Robert Palmer og tóku lagið með þeirri sveit á Live Aid þar sem Michael Des Barres leysti Palmer af í söngnum. Nick Rhodes, Simon Le Bon og Roger Taylor gáfu hins vegar út plötuna „So Red the Rose“ með hliðarverkefni sínu Arcadia haustið 1985. Lagið „Election Day“ af þeirri plötu átti töluverðum vinsældum að fagna og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi á næstu Duran Duran plötu, Notorious, en þá stóðu þeir eftir þrír, John Taylor, Nick Rhodes og Simon Le Bon. Duran Duran hefur svo haldið áfram í ýmsum myndum en þeir Simon og Nick eru þeir einu sem hafa aldrei gefist upp. Taylorarnir þrír byrjuðu að tínast til baka upp úr árinu 2000 og sveitin er nú aftur komin í sína upprunalegu mynd og þannig fáum við að sjá hana í Egilshöll í sumar. 38 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Fimm fræknir á Íslandi Breska hljómsveitin Duran Duran var á hátindi fræg›ar sinnar upp úr 1980 og naut grí›arlegra vinsælda á Íslandi á öndver›um níunda áratug sí›ustu aldar. fiórarinn fiórarinsson fer yfir feril sveitarinnar sem íslenskir unglingar me› sítt a› aftan og ljósar strípur létu sig dreyma um a› sjá á svi›i á Íslandi fyrir rúmlega 20 árum en sá draumur er nú loks a› rætast. Þeir eru fáir ef einhverjir sem eru jafn dyggir aðdáendur og Pétur Ívarsson, verslunarstjóri Boss í Kringlunni. „Ég var rosalegur á skólaböllunum, með farða og eyrnalokka,“ segir Pétur og hlær. Hann fór í pílagrímsferð fyrir ekki margt löngu og sá goðin sín. „Þetta var alveg magnað. Þeir voru ótrúlega vel á sig komnir, hvorki feitir né pen- ingaþyrstir. Ekkert Bonnie Tyler mæm eins og í Laugardalshöllinni um árið. Þeir virtust leggja allt sitt í þetta og mér fannst ég verða ungur á ný,“ segir Pétur og bætir að hann hafi lokað augunum, kollvikin hafi sigið niður og honum hafi fundist hann vera kominn með sítt að aftan á ný þegar sveitin byrjaði að spila. „Ég held að götin fyrir eyrnalokkana hafi orðið virk aftur,“ segir hann og hlær. Pétur segir stemninguna á tónleik- unum hafa verið frábæra og sveitin hafi spilað mjög þétta dagskrá. „Það var alveg ótrúlegt þegar Simon Le Bon söng Save a Prayer og bað alla um að halda farsímunum sínum á lofti. Hann reiknaði með því að allir væru hættir að reykja og enginn með kveikjara en væru með símana. Svo var lagið spil- að og allir með farsímana á lofti.“ Pétur segist þó gera sér grein fyrir því að ásóknin í Duran Duran sé bara einhver nostalgíutilfinning og þeir sem hafi þroskast í rétta átt sjái að þetta séu skemmtikraftar en ekki snillingar. „Það má samt ekki gleyma því að Dur- an Duran voru hálfgerðir Bítlar átt- unda áratugarins,î segir Pétur sem enn segist spila plötur sveitarinnar í botni heimafyrir. „Það er þá yfirleitt fyrsta platan, Duran Duran, sem verð- ur fyrir valinu.“ Duran Duran (1981) Fyrsta plata sveitar- innar gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Léttleikandi ný- rómantíkin svífur yfir vötnum hjá fimm- menningunum sem syngja um ást, söknuð, reiði og helsta áhugamál sitt: fáklæddar stelpur. Bestu lögin: Girls on Film, Planet Earth, Careless Memories. Rio (1982) Það er sveitt og suðræn stemning á annarri plötu Duran Duran, sem er mun heil- steyptari en sú fyrsta. Lögin eru öll grípandi og Duran Duran- „sándið“ er fullskapað. Save a Prayer stimplar sig inn sem eitt traustasta vanga- og „kveikjara“lag áratugarins. Bestu lögin: Rio, Hungry Like the Wolf, Save a Prayer. Seven and the Ragged Tiger (1983) Þriðja plata sveitar- innar og jafnframt sú besta. Vinsældir Dur- an Duran eru í há- marki þegar platan kemur út. Framan af ber mest á The Reflex og þegar ofspilun gerir lagið óþol- andi er hægt að ganga að sjö traustum „smellum“. Bestu lögin: New Moon on Monday, Of Crime and Passion, Union of the Snake, The Seventh Stranger. Arena (1984) Tón- leikaplata með vin- sælustu lögum sveit- arinnar af þremur fyrstu plötunum auk þess sem Wild Boys er hér gefið út á breiðskífu í fyrsta skipti. Platan gagnast varla neinum nema hörðustu aðdáend- um sveitarinnar enda koma annmarkar Simons Le Bon sem söngvara greinilega í gegn en hann hljómar hálf falskur áður en búið er að pússa söng hans til í hljóð- veri. Notorious (1986) Þreytan sem virtist vera komin í sveitina í kringum útgáfu Arena var ekkert plat og hér eru þeir aðeins þrír eftir, Simon Le Bon, Nick Rhodes og John Taylor. Andy Taylor og Roger Taylor eru horfnir út í buskann og platan er gerólík því sem aðdáendur Duran Duran höfðu vanist. Það breytir því ekki að þetta er vönduð plata sem sýnir að þeir sem eftir standa eru tilbúnir til að þreifa fyrir sér í ýmsar áttir. Bestu lögin: American Sci- ence, Skin Trade, Winter Marches On. Big Thing (1988) Þremenningarnir reyna að fóta sig í breyttu tónlistar- landslagi með dálítið fríkaðri plötu sem virðist í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt með þeirri Duran Duran-sveit sem kvaddi sér hljóðs sjö árum áður. Það fór hrollur um marga trausta aðdáendur en aðrir tóku gripnum tveimur höndum og héldu tryggð við Djúranið sitt. Bestu lögin: I Don't Want Your Love, All She Wants Is, Do You Believe In Shame?, The Edge of America. Decade (1990) Önnur „best of“ platan ef Arena er flokkuð sem slík. Hér gerir Duran Duran upp áratuginn sem hófst með glæstum sigrum en lauk með los- arabrag og fækkandi aðdáendum. Smá- skífa með undarlegri blöndu allra helstu laga sveitarinnar kom út um leið og Decade. Skemmtileg tilraun en kokkteill- inn var slíkur að einungis allra hörðustu aðdáendum Duran Duran varð ekki flök- urt af honum. Bestu lögin: Planet Earth, Save a Prayer, Is There Something I Should Know?, Union of the Snake, Wild Boys, A View to a Kill, Skin Trade. Liberty (1990) Enn eru þremenningarnir að fikra sig áfram í heimi sem þeir eru orðnir of gamlir fyrir. Þeir hafa fengið liðs- auka í tónlistarmönnum sem gera lítið af viti fyrir þá. Platan er hálfgert sýrutripp, hávær og leiðinleg. Lagið Violence of Summer vekur samt nokkra athygli. Bestu lögin: Serious, All Along the Water, First Impression. The Wedding Album (1993) Hér réttir Duran Duran aðeins úr kútnum með þægilegri plötu sem er samt hvorki fugl né fiskur. Lagið Ordinary World minnir þó nokkuð á forna frægð og skýt- ur upp kollinum á vinsældalistum. Bestu lögin: Ordinary World, Come Undone. Thank You (1995) Óður Duran Duran til þeirra tónlistarmanna sem hafa haft mest áhrif á þá í gegnum tíðina. Sveitin þakkar fyrir sig með 12 tökulögum. Kannski ekki það mest spennandi sem þeir gátu tekið upp á en engu að síður er gaman af því að heyra þá glíma við The Doors og Lou Reed. Bestu lögin: Lay Lady Lay, Perfect Day, Crystal Ship. Medazzaland (1997) Frekar döpur plata sem kemur samt einhvern veginn í rök- réttu framhaldi af því sem á undan er gengið. Sveitin sýnir smá lit og gamla Duran Duran-takta í Electric Barbarella, sem verður þó seint talið til betri laga sveitarinnar. Night Versions (1998) Duran Duran gerði mikið af því að búa til lengri útgáfur af smáskífulögum sínum, alls konar remix og endurhljóðblandanir. Aðdáendur sveitar- innar höfðu gaman að þessu í árdaga þegar þeir söfnuðu 12“ plötunum. Lengdu útgáfurnar hétu oftast „night version“, „extended remix“ eða eitthvað álíka og hér hefur þeim verið safnað saman á diski. Aðeins fyrir þá allra hörðustu. Strange Behaviour (1999) Tvöfaldur diskur með fleiri remixum. Poptrash (2000) Plata sem gleymist fljótt. Einhvern rámar kannski enn í lagið Someone Else Not Me. Astronaut (2004) Sameinaðir stöndum vér, eða þannig sko. Roger og Andy Taylor eru komnir aftur. Að- dáendur sveitarinnar biðu spenntir eftir þessari plötu fullir væntinga um að upprunalega Duran Dur- an fyndi neistann á ný. Platan er þó því miður óspennandi og nánast leiðinleg. Ekkert lag nær að grípa og hér með er það væntanlega fullsannað að Duran Duran er hljómsveit liðinna tíma. Það sem hún hafði er horfið og aðdáendur hennar flestir orðnir sköllóttir og hættir að vera með sítt að aftan. ÞÞ PLÖTUR DURAN DURAN Var› ungur á n‡ Pétur Ívarsson er Duran Duran-a›dáandi númer eitt PÉTUR ÍVARSSON FÓR Í PÍLAGRÍMS- FERÐ TIL LONDON „Mér fannst ég verða ungur á ný, kollvikin sigu og ég var kominn með sítt að aftan. Held að götin fyrir eyrnalokkana hafi meira að segja orð- ið virk á ný.“ DURAN DURAN Svona litu hinir fimm fræknu frá Birmingham út þegar þeir voru á toppnum. Þeir eru aðeins farnir að reskjast en hafa engu gleymt og þó gullöld þeirra hafi staðið stutt gætir áhrifa þeirra víða og nægir þar að nefna bresku hljómsveitina Blur og hina ís- lensku Maus.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.