Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 7. maí 2005 45 Opið í dag frá 11 til 16 Lampard bestur að mati enskra íþróttafréttamanna Frábært tímabil mi›jumannsins Franks Lampard hjá Chelsea var fullkomna› í gær flegar íflróttafréttamenn völdu hann leikmann ársins. FÓTBOLTI Frank Lampard hjá Chel- sea skaut félaga sínum John Terry ref fyrir rass í kjöri íþróttafrétta- manna á Englandi á leikmanni ársins. Terry var um daginn val- inn bestur af öðrum leikmönnum deildarinnar en fréttamennirnir töldu að hinn 26 ára gamli miðju- maður ætti stærstan þátt í vel- gengni Chelsea á tímabilinu, en hann hefur skorað 12 mörk í deild- inni það sem af er. Lampard og Terry fengu sam- tals 90% greiddra atkvæða en ekki var gefið upp hversu miklu munaði á köppunum. Jamie Carragher hjá Liverpool kom síð- an í þriðja sæti. Gerry Cox, framkvæmdastjóri samtaka íþróttafréttamanna í Englandi, sagði að sáralitlu hefði munað á Lampard og Terry. „En Lampard hefur sannað sig í ár sem ekki aðeins besti miðjumaður Englands heldur einn sá besti í sinni stöðu í heiminum,“ sagði Cox um Lampard, sem er aðeins annar leikmaður Chelsea í sög- unni til að hreppa verðlaunin en Ítalinn Gianfranco Zola hlaut þau árið 1997. Þá er Lampard aðeins annar enski leikmaðurinn til að fá verðlaunin síðan Alan Shearer fékk þau árið 1994 en hinn er Teddy Sheringham sem fékk þau 2001. „Alhliða geta hans sem knatt- spyrnumanns er stórkostleg og hann hefur verið í frábæru formi í allan vetur. Það sem vó þyngst í þessari kosningu var hins vegar það að hann hefur skorað 18 mörk á tímabilinu í öllum keppnum sem er ótrúlegur fjöldi marka þegar um er að ræða miðjumann,“ bætti Cox við. vignir@frettabladid.is FRANK LAMPARD Hefur átt frábært tímabil fyrir Chelsea og telja íþróttafréttamenn í Englandi hann vera þann besta á landinu. HREIÐAR GUÐMUNDSSON Leikur með KA næstu tvö árin. Fámennt hjá ÍR-ingum: KA samdi vi› Hrei›ar HANDBOLTI Enn kvarnast úr bikar- meistaraliði ÍR því landsliðs- markvörðurinn Hreiðar Guð- mundsson er búinn að skrifa und- ir tveggja ára samning við KA. Líklegt er að hinn markvörður ÍR, Ólafur Gíslason, fari til Sviss og standa ÍR-ingar þá eftir mark- mannslausir. „Mig langaði bara að breyta til og fara í nýtt umhverfi. Prófa eitt- hvað nýtt og svo ætla ég að skella mér í Háskólann á Akureyri. Ætli maður fari ekki í sálfræðina,“ sagði Hreiðar í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Það eru spennandi tímar fram undan hjá KA og margt sem mér líst vel á. Við ættum að mæta til leiks með gott lið í deildina næsta vetur,“ sagði Hreiðar en bætti við að það væri ekki auðvelt að yfir- gefa ÍR. „Þetta hefur verið frá- bær tími og það er staðið frábær- lega að öllum hlutum hjá félaginu. Það er alls ekki auðvelt að fara en ég tel að nú sé rétti tíminn að prufa eitthvað nýtt.“ - hbg HLÆR AÐ JERRY BUSS Shaquille O’Neal kippti sér ekkert upp við ummæli Jerry Buss og gerði grín að árangri Lakers-liðsins í vetur. Shaquille O’Neal: Svarar Buss fullum hálsi KÖRFUBOLTI Menn hætta ekki að munnhöggvast þó svo að tæpt ár sé liðið frá því að Shaquille O’Neal sagði skilið við Los Angeles Lakers og samdi við Miami Heat í NBA-körfuboltanum. Jerry Buss, eigandi Lakers-liðsins, sagði að O’Neal hefði ekki hunskast til að létta sig fyrr en hann var kominn til nýs liðs. „Þurfti hann nýtt lið sem hvatningu til að létta sig?“ spurði Buss blaðamenn á dögun- um. O’Neal svaraði um hæl eins og honum er einum lagið: „Ég þurfti ekkert á hvatningu að halda held- ur þurfti ég nýjan og alvörugefinn liðseiganda eins og Micky Arison. Og þið megið hafa það orðrétt eftir mér,“ sagði O’Neal, aðspurð- ur varðandi ummæli Buss, en sá síðarnefndi sagðist ekkert sjá eftir því að hafa skipt O’Neal til Miami. „Og ég sé heldur ekki eftir því að hann hafi tapað peningum á því og að lið hans komst ekki í úr- slitakeppni,“ sagði O’Neal. - sj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.