Fréttablaðið - 07.05.2005, Page 63
LAUGARDAGUR 7. maí 2005 47
Houston Rockets og Boston Celt-ics náðu að knýja fram oddaleiki
í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í
NBA-körfuboltanum. Rockets jafnaði
metin gegn Dallas
Mavericks með ör-
uggum heimasigri,
101-83, og fór
Tracy McGrady
hamförum í leikn-
um og skoraði 37
stig, tók 8 fráköst
og gaf 6 stoðsend-
ingar. Celtics vann
Indiana Pacers, 92-
89 á útivelli í miklum hitaleik þar
sem Paul Pierce var rekinn af velli
með tvær tæknivillur. Antoine Wal-
ker var stigahæstur Celticsmanna
með 24 stig og 11 fráköst en liðin
mætast í hreinum úrslitaleik í
Boston í kvöld.
Heimsmeistaramótið í íshokkíi ernú í fullum gangi í Austurríki.
Kanada tryggðu sér
toppsæti B-riðils
með góðum sigri á
Bandaríkjamönn-
um, 3-1, í fyrradag.
Kanadamenn bætt-
ust þar með í hóp
Svía og Tékka sem
er taplausir það
sem af er. Flestir
hallast að sigri
Kanadamanna á mótinu en þeir eru
tvöfaldir heimsmeistarar.
Ólafur Ívar Jónsson mun ekkileika með Keflavík í Lands-
bankadeildinni í knattspyrnu í sum-
ar. Ólafur, sem áður lék með
Grindavík og Tindastól, tók þá
ákvörðun að hætta með liðinu
vegna anna í vinnu en sagði ekki
loku fyrir það skotið að spreyta sig
með liði á Suðurnesjunum í neðri-
deild.
Það sauð vel upp úr á leik Parmaog CSKA Moskvu í undanúrslit-
um UEFA bikar-
keppninnar í fyrra-
kvöld. CSKA komst
yfir snemma í leikn-
um en þá fór allt í
háaloft og köstuðu
áhorfendur blysum
inn á völlinn. Þá
sprakk flugeldur
nærri höfuð Luca
Bucci, markvarðar
Parma, sem varð frá að víkja vegna
höfuðverkjar og ógleði. Rúmlega 40
stuðningsmenn CSKA voru hand-
teknir og hefur Parma sent út kvör-
un til UEFA vegna málsins.
Forráðamenn Lazio gengu loksinsfrá greiðslum til Manchester
United fyrir Hollendinginn Jaap
Stam en tæp fjögur ár eru liðin síð-
an Lazio
samdi við
United um
kaup á Stam
fyrir 16 millj-
ónir punda.
Félagið átti í
miklum fjár-
hagsvandræð-
um og gat
ekki staðið
við að greiða
United eigi
síðar en ári
eftir kaupin eins og til stóð. Stam
var síðan seldur til AC Milan fyrir 4
milljónir punda á síðasta ári.
United-menn höfðu í hyggju að
stefna Lazio vegna málsins en héldu
því ekki til streitu. Hvort United hef-
ur látið enskum handrukkurum
þetta verkefni í té skal látið ósagt
hér en vegna tafarinnar bættust 1,3
milljónir punda við kaupverðið.
Kólumbíumaðurinn Juan PabloMontoya, ökumaður hjá McL-
aren í Formúlu 1, klessukeyrði bíl
sinn á æfinu
fyrir spænska
kappakstur-
inn sem fram
fer í
Barcelona
um helgina.
Montoya
gekk þó nán-
ast heill til
skógar eftir
slysið að
undanskild-
um smávægilegum axlarmeiðslum.
Montoya hefur ekki átt sjö daganna
sæla það sem af er og þurfti að bíta
í það súra epli að missa af
kappakstrinum í Barein vegna
meiðsla sem hann hlaut í tennis.
ÚR SPORTINU
Allt um fasteignir og heimili
á mánudögum í Fréttablaðinu.
Allt sem þú þarft
og meira til
Í
S
L
E
N
S
K
A
A
U
G
L
Ý
S
I
N
G
A
S
T
O
F
A
N
/
S
I
A
.
I
S
Atli og Kristján taka við handboltaliðum FH:
Ætla sér stóra hluti
HANDBOLTI Handknattleiksdeild
FH ætlar sér stóra hluti næsta
vetur og í gær tilkynnti liðið
hverjir taka við þjálfun meistara-
flokks karla og kvenna hjá félag-
inu. Atli Hilmarsson hefur verið
ráðinn þjálfari karlaliðs félagsins
og Kristján Halldórsson, fyrrver-
andi kvennalandsliðsþjálfari, mun
taka við kvennaliðinu. Báðir hafa
samið við félagið til þriggja ára og
mun Arnar Geirsson verða að-
stoðarmaður Atla, ásamt því að
sjá um þjálfun annars flokks.
FH-ingar gera kröfu um betri
árangur á næsta tímabili eftir
nokkur mögur ár og hafa nú
ákveðið að efla allt starf í kring-
um handboltann. Atli Hilmarsson
þjálfaði síðast KA hérlendis og
gerði liðið þá að Íslandsmeistara.
Fréttablaðið spurði Atla hvað
hefði orðið til þess að hann ákvað
að snúa aftur í Hafnarfjörðinn.
„Það lá fyrir ákvörðun í fjölskyld-
unni að snúa aftur á höfuðborgar-
svæðið. FH-ingar voru búnir að
vera mikið í sambandi við mig og
ég gat ekki neitað tilboði þeirra
þegar ég sá hversu stóra hluti
menn ætla sér hjá félaginu. Ég
átti frábær ár hér í FH með ára-
tugar millibili sem bæði enduðu
með titlum, svo að ég hlakka til að
takast á við það verkefni að
byggja upp handboltann á ný hjá
félaginu,“ sagði Atli Hilmarsson.
baldur@frettabladid.is
AFTUR Í HAFNARFJÖRÐINN Atli Hilmarsson
gerði KA-menn að meisturum fyrir þremur
árum og er nú kominn á kunnuglegar
slóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KOMINN HEIM Kristján Halldórsson er
mættur á ný í íslenska boltann.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN