Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 63
LAUGARDAGUR 7. maí 2005 47 Houston Rockets og Boston Celt-ics náðu að knýja fram oddaleiki í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-körfuboltanum. Rockets jafnaði metin gegn Dallas Mavericks með ör- uggum heimasigri, 101-83, og fór Tracy McGrady hamförum í leikn- um og skoraði 37 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsend- ingar. Celtics vann Indiana Pacers, 92- 89 á útivelli í miklum hitaleik þar sem Paul Pierce var rekinn af velli með tvær tæknivillur. Antoine Wal- ker var stigahæstur Celticsmanna með 24 stig og 11 fráköst en liðin mætast í hreinum úrslitaleik í Boston í kvöld. Heimsmeistaramótið í íshokkíi ernú í fullum gangi í Austurríki. Kanada tryggðu sér toppsæti B-riðils með góðum sigri á Bandaríkjamönn- um, 3-1, í fyrradag. Kanadamenn bætt- ust þar með í hóp Svía og Tékka sem er taplausir það sem af er. Flestir hallast að sigri Kanadamanna á mótinu en þeir eru tvöfaldir heimsmeistarar. Ólafur Ívar Jónsson mun ekkileika með Keflavík í Lands- bankadeildinni í knattspyrnu í sum- ar. Ólafur, sem áður lék með Grindavík og Tindastól, tók þá ákvörðun að hætta með liðinu vegna anna í vinnu en sagði ekki loku fyrir það skotið að spreyta sig með liði á Suðurnesjunum í neðri- deild. Það sauð vel upp úr á leik Parmaog CSKA Moskvu í undanúrslit- um UEFA bikar- keppninnar í fyrra- kvöld. CSKA komst yfir snemma í leikn- um en þá fór allt í háaloft og köstuðu áhorfendur blysum inn á völlinn. Þá sprakk flugeldur nærri höfuð Luca Bucci, markvarðar Parma, sem varð frá að víkja vegna höfuðverkjar og ógleði. Rúmlega 40 stuðningsmenn CSKA voru hand- teknir og hefur Parma sent út kvör- un til UEFA vegna málsins. Forráðamenn Lazio gengu loksinsfrá greiðslum til Manchester United fyrir Hollendinginn Jaap Stam en tæp fjögur ár eru liðin síð- an Lazio samdi við United um kaup á Stam fyrir 16 millj- ónir punda. Félagið átti í miklum fjár- hagsvandræð- um og gat ekki staðið við að greiða United eigi síðar en ári eftir kaupin eins og til stóð. Stam var síðan seldur til AC Milan fyrir 4 milljónir punda á síðasta ári. United-menn höfðu í hyggju að stefna Lazio vegna málsins en héldu því ekki til streitu. Hvort United hef- ur látið enskum handrukkurum þetta verkefni í té skal látið ósagt hér en vegna tafarinnar bættust 1,3 milljónir punda við kaupverðið. Kólumbíumaðurinn Juan PabloMontoya, ökumaður hjá McL- aren í Formúlu 1, klessukeyrði bíl sinn á æfinu fyrir spænska kappakstur- inn sem fram fer í Barcelona um helgina. Montoya gekk þó nán- ast heill til skógar eftir slysið að undanskild- um smávægilegum axlarmeiðslum. Montoya hefur ekki átt sjö daganna sæla það sem af er og þurfti að bíta í það súra epli að missa af kappakstrinum í Barein vegna meiðsla sem hann hlaut í tennis. ÚR SPORTINU Allt um fasteignir og heimili á mánudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S Atli og Kristján taka við handboltaliðum FH: Ætla sér stóra hluti HANDBOLTI Handknattleiksdeild FH ætlar sér stóra hluti næsta vetur og í gær tilkynnti liðið hverjir taka við þjálfun meistara- flokks karla og kvenna hjá félag- inu. Atli Hilmarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs félagsins og Kristján Halldórsson, fyrrver- andi kvennalandsliðsþjálfari, mun taka við kvennaliðinu. Báðir hafa samið við félagið til þriggja ára og mun Arnar Geirsson verða að- stoðarmaður Atla, ásamt því að sjá um þjálfun annars flokks. FH-ingar gera kröfu um betri árangur á næsta tímabili eftir nokkur mögur ár og hafa nú ákveðið að efla allt starf í kring- um handboltann. Atli Hilmarsson þjálfaði síðast KA hérlendis og gerði liðið þá að Íslandsmeistara. Fréttablaðið spurði Atla hvað hefði orðið til þess að hann ákvað að snúa aftur í Hafnarfjörðinn. „Það lá fyrir ákvörðun í fjölskyld- unni að snúa aftur á höfuðborgar- svæðið. FH-ingar voru búnir að vera mikið í sambandi við mig og ég gat ekki neitað tilboði þeirra þegar ég sá hversu stóra hluti menn ætla sér hjá félaginu. Ég átti frábær ár hér í FH með ára- tugar millibili sem bæði enduðu með titlum, svo að ég hlakka til að takast á við það verkefni að byggja upp handboltann á ný hjá félaginu,“ sagði Atli Hilmarsson. baldur@frettabladid.is AFTUR Í HAFNARFJÖRÐINN Atli Hilmarsson gerði KA-menn að meisturum fyrir þremur árum og er nú kominn á kunnuglegar slóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KOMINN HEIM Kristján Halldórsson er mættur á ný í íslenska boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.