Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 70
Kvikmyndahátíðin IIFF 2005 stóð
yfir í tæpan mánuð og sló svo
sannarlega í gegn. Yfir þrjátíu
þúsund gestir mættu á sextíu og
fimm myndir og þeir hafa nú skil-
að áliti sínu á hvaða mynd var
best. Það var kvikmyndin Hótel
Rúanda sem fékk flest atkvæði en
myndin lýsir þjóðarmorðunum í
Rúanda á einstakan hátt. Leik-
stjóri myndarinnar, Terry
George, fær því styttu hátíðarinn-
ar, Jökul, senda til sín en það er
lítill feitur, nakinn og frekar feim-
inn karl. Það voru Mótorhjóladag-
bækurnar sem lentu í öðru sæti og
þýska myndin Fallið í þriðja en
hægt var að kjósa á netinu eða
skila atkvæðaseðlum sem lágu
frammi í kvikmyndahúsunum.
Anna Marín Schram, verkefn-
isstjóri hjá IIFF, sagði aðsóknina á
hátíðina hafa farið fram úr björt-
ustu vonum. „Þetta var vissulega
tilgangurinn, að fá fólk í bíó, en
við bjuggumst ekki við þessum
viðbrögðum.“ Fallið var vin-
sælasta myndin á hátíðinni og
Mótorhjóladagbækurnar næstvin-
sælastar.
Anna Marín segir viðburði eins
og Spurt og svarað hafa mælst vel
fyrir. „Þetta var alveg pottþétt.
Það var reyndar erfitt að fá fólk
af stað en þegar það komst í gang
var erfitt að stoppa það,“ segir
hún.
Kvikmyndahátíðin vakti einnig
töluverða athygli fyrir að sýna
myndir sem kannski aðrir höfðu
ekki hugrekki til þess að sýna.
„Við ætlum að halda áfram að
sýna góðar myndir og taka
áhættu,“ segir Anna Marín og
reiknar með því að undirbúningur
fyrir næstu hátíð fari í gang eftir
kvikmyndahátíðina í Cannes.
freyrgigja@frettabladid.is
54 7. maí 2005 LAUGARDAGUR
■ TÓNLIST
■ TÓNLIST
H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
OPNUM Í DAG
LAUGARDAG 7. MAÍ
14 - 18
PH
. A
TL
I M
Á
R
Söngkonan Selma Björnsdóttir
hefur skrifað undir samstarfs-
samning við Landsbankann sem
felur í sér að bankinn styrkir hana
til þátttöku í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva.
Með samningnum fær Selma
aukið fjárhagslegt svigrúm til að
helga sig þátttöku í þessari mikil-
vægu keppni. Nú standa yfir
miklar æfingar og undirbúningur
sem ná hámarki þegar staðið
verður á sviðinu í Kænugarði
fyrir framan hundruð milljóna
áhorfenda.
„Við bankastjórarnir vitum,
eins og þjóðin öll, að Selma vill
leggja sig 120% fram í þetta og
gerir miklar kröfur til sín og ann-
arra um miklar æfingar og undir-
búning, sem felur í sér ákveðið
tekjutap því menn eru ekki í
annarri vinnu á meðan,“ segir
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, í yfirlýsingu
sem bankinn sendi frá sér. Selma
mun í tilefni af þessu taka þátt í
auglýsingum fyrir Landsbankann.
„Þetta kemur sér vel. Þetta er
kærkominn bónus,“ segir Selma.
„Auðvitað styður RÚV dyggilega
við bakið á okkur en þetta gefur
okkur meira svigrúm. Það hefur
öllu verið tjaldað til við undirbún-
inginn, dýrir búningar keyptir og
dansarar sem eru búnir að vinna
stöðugt í tvo mánuði, þannig að
þetta er alveg frábært.“
Selma segir að upphæð samn-
ingsins sé trúnaðarmál, rétt eins
og útlit búningsins sem hún mun
klæðast í Kænugarði. „Hann er al-
gjört leyndarmál og það kemur
bara í ljós 19. maí. Við fórum til
London og keyptum efni í hann og
ég er mjög sátt við hann. Hún
Hildur Hafstein er algjör snilling-
ur,“ segir hún.
Þungarokkhljómsveitin Nevo-
lution frá Akureyri mun hita upp
fyrir rokkarana í Iron Maiden á
tónleikum þeirra í Egilshöll sjö-
unda júní.
Nevolution hefur verið starf-
andi síðan í lok árs 2003. Meðlimir
hennar eru gítarleikararnir Ágúst
Örn Pálsson og Gunnar Sigurður
Valdimarsson, Heiðar Brynjars-
son á trommur og Heimir Ólafur
Hjartarson, söngvari og bassa-
leikari.
Þegar strákarnir fréttu af því að
leit stæði yfir að upphitunarhljóm-
sveit fyrir Iron Maiden ákváðu
þeir að senda inn kynningarplötu
sína The Jumpstop Theory til tón-
leikahaldaranna. Nú, nokkrum
mánuðum síðar, er Nevolution á
leiðinni í Egilshöllina þar sem þús-
undir manna munu hlýða á hana.
„Þetta er gríðarlega spennandi og
mikið stökk fyrir okkur,“ segir
Ágúst Örn. „Við höfum á góðum
dögum verið að spila fyrir 200
manns þannig að þetta er góð
breyting, ég vona það.“
Eins og hjá flestum þungarokk-
urum hefur Iron Maiden verið í
uppáhaldi hjá liðsmönnum Nevo-
lution. Ágúst á þó erfitt með að
nefna sérstaka áhrifavalda í dag,
en sænsku sveitirnar In Flames
og Meshuggah eru samt ofarlega
á listanum. „Við vorum í bandi
sem spilaði sænskt þungarokk,
sem er melódískt deathmetal, en
ákváðum að hætta og fara bæði í
meira þungarokk og fallegri
músík,“ segir hann. Næst á dag-
skrá hjá liðsmönnum Nevolution
er að æfa eins og vitleysingar
fyrir tónleikana í Egilshöll og taka
síðan upp ný lög fyrir fyrstu stóru
plötu sveitarinnar. „Við höfum
verið sveittir að semja og ætlum
að taka upp efni á plötu í haust, en
við erum svo heppnir að vera
nokkuð klárir í þessum upp-
tökupælingum. Síðan kemur í ljós
hver gefur plötuna út, eða hvort
við göngum í það mál sjálfir,“
segir hann.
Nevolution hefur lítið spilað í
Reykjavík en kom þó fram á
Iceland Airwaves síðasta haust.
Einnig spilaði hún á tvennum tón-
leikum kanadísku hljómsveitar-
innar Into Eternity í október í
fyrra.
Uppselt er í A-svæði á tónleik-
ana í Egilshöll en sala er í fullum
gangi á B-svæði. Upplýsingar um
sölustaði er að finna á www.rr.is.
freyr@frettabladid.is
Grí›arlega spennandi
NEVOLUTION Heimir Ólafur Hjartarson, söngvari og bassaleikari Nevolution, þenur raddböndin á tónleikum. Sveitin spilar í Egilshöllinni
7. júní.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Á
SA
Ó
LA
FS
D
Ó
TT
IR
Selma helgar sig Eurovision
SAMNINGURINN Í HÖFN Selma Björnsdóttir ásamt Halldóri J. Kristjánssyni og Sigur-
jóni Þ. Árnasyni, bankastjórum Landsbankans, eftir undirritun samningsins.
Hótel Rúanda: Valin besta myndin á IIFF 2005
Leikstjórinn fær Jökul sendan til sín
ANNA MARÍN
SCHRAM
Segir viðtök-
urnar við há-
tíðinni hafa
farið fram úr
björtustu von-
um.
VINSÆLUSTU MYNDIRNAR
1) Der Untergang (Fallið)
2) Diarios de motocicleta (Mótorhjóla-
dagbækurnar)
3) La Mala educacion ( Slæm menntun)
BESTU MYNDIRNAR
1) Hótel Rúanda
2) Diarios de motocicleta (Mótorhjóla-
dagbækurnar)
3) Der Untergang (Fallið)
HÓTEL RÚANDA Myndin um þjóðar-
morðin í Rúanda snart kvikmyndahúsa-
gesti mest og var hún valin besta myndin
á hátíðinni.
FALLIÐ Kvikmyndin um síðustu daga
Adolfs Hitler var vinsælasta myndin á IIFF
2005 kvikmyndahátíðinni.