Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 78
62 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Ólafur Ragnar Grímsson, forsetiÍslands, hefur loks tekið heima- síðuna www.forseti.is í notkun en síðan hefur verið í vinnslu álíka lengi og Ólafur hefur haft aðsetur á Bessa- stöðum. Langur og fjöl- breyttur starfsferill for- setans áður en hann settist á friðarstólinn á Bessastöðum er rakinn á síðunni og þar er þess meðal annars getið að hann „starfaði sem ritstjóri Þjóðvilj- ans 1983-1985“. Vefþjóðviljinn bendir á að þetta samræmist ekki málflutningi Ólafs Ragnars í kosn- ingabaráttunnni 1996, þar sem hann sór af sér ritstjórastarfið. Vef- þjóðviljinn vitnar í greinargerð sem kosningamiðstöð Ólafs Ragnars sendi frá sér að loknum kosningum en þar segir: „Hann var aldrei skráð- ur ritstjóri og gegndi ekki ritstjórnar- legri ábyrgð, en hins vegar vann hann á og með ritstjórn blaðsins á þessu tímabili og skrifaði meðal annars forystugreinar í blaðið ásamt öðrum.“ Þetta hefur hér með verið leiðrétt á heimasíðu forsetans, sem var í raun og veru ritstjóri Þjóðvilj- ans á árunum 1983-1985. Nýja Blaðið í ritstjórn Karls Garð-arssonar kom fyrir sjónir les- enda í fyrsta sinn í gær. Það er altal- að að fæstir sem starfi á rit- stjórn Blaðsins hafi mikla reynslu af blaðamennsku og ungt fólk sé þar í meiri- hluta. Fæstar fréttir og greinar í blaðinu eru merktar með nafni en þó munu gamlir reynsluboltar leynast inni á milli og nægir þar að nefna hægrisinnaða álitsgjafann Andrés Magnússon, sem hefur komið víða við í blaðamennsku í gegnum tíð- ina. Þá er einn skeleggasti bók- menntagagnrýnandi Íslandssögunn- ar, Kolbrún Bergþórsdóttir, einnig komin á Blaðið en síðast hefur heyrst til hennar á Útvarpi Sögu. Þá er Karl Th. Birgisson, nýhættur framkvæmdastjóri Samfylkingarinn- ar, einnig mættur til leiks hokinn af reynslu en hann ritstýrði meðal ann- ars Pressunni sálugu fyrir margt löngu. Karl Garðarsson mun ekki ætla að staldra lengi við en fylgja blaðinu að minnsta kosti fyrstu metrana. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt: 1 æfa, 6 hátíð, 7 tvíhljóði, 8 hræðast, 9 vexti, 10 sjáðu til, 12 hagnað, 14 ambátt, 15 stafur, 16 samtenging, 17 sönghópur, 18 áreynsla. Lóðrétt: 1 tap, 2 kyrra, 3 á fæti, 4 land í afríku, 5 tóm, 9 hagnað, 11 vísa, 13 vindur, 14 mikill fjöldi, 17 skáld. Lausn Lárétt: 1trimma,6jól,7au,8óa,9arð, 10sko,12akk,14man,15ká,16og,17 kór, 18raun. Lóðrétt: 1tjón,2róa,3il,4marokkó,5 auð,9akk,11baga,13kári,14mor, 17 kn. Fimm frískir karlar gáfu sig fram við Vesturportshópinn eft- ir ákaft ákall um loðinn stað- gengil leikarans Gísla Arnar Garðarssonar í kvikmyndina Kvikyndi í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Voru skilyrði sett að mögulegir staðgenglar væru vel loðnir af skeggi og hári, þá bæði á haus, bringu og maga, og að- eins mjúkir um maga og lendar. Prufur fóru fram í gærkvöld með staðgenglunum fimm, en þegar blaðið fór í prentun var ekki enn komið í ljós hvort ein- hver gat fyllt skarð Gísla Arnar, né hvort einhver fimmmenning- anna hefði verið ráðinn í mynd- ina. Kvikyndi er tragísk og raun- sæ úthverfamynd með fjöl- breyttu persónugalleríi og skelfilegum söguþræði. Ástæða ákallsins til þjóðarinnar að líta eftir staðgenglum kom vegna óvæntra kvikmyndatakna sem þurftu að gerast í dag, en mynd- in verður frumsýnd á vetri komanda. ■ Fimm tvífarar Gísla Arnar LOÐNIR STAÐGENGLAR Þessir hugrökku menn og mögulega tilvonandi kvikmyndaleik- arar höfðu samband við Vesturport þegar kallað var eftir staðgengli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar. Hér eru þeir í prufutökum í gærkvöld. Þau verða ekki fleiri laugardags- kvöldin með Gísla Marteini en síðasti þáttur kappans er sýndur í kvöld. „Við ákváðum að enda þetta eins og við byrjuðum,“ segir Gísli og á við að í þættinum í kvöld verða sömu gestir og sátu og spjölluðu við hann í fyrsta þættinum. Þetta eru þau Guðni Ágústsson, Birgitta Hauk- dal og Örn Árnason. „Þau voru öll að gera eitthvað stórmerki- legt þegar fyrsti þátturinn var sýndur og eru ennþá að gera eitthvað stórmerkilegt. Birgitta og Írafár frumflytja lag í þætt- inum en hljómsveitin er að fara af stað á ný. Örn og félagar voru að semja um einn vetur í viðbót en þegar Örn kom fyrir tveimur árum var Spaugstofan að byrja aftur eftir lang hlé.“ Að sögn Gísla hættir þáttur- inn ekki með látum og upprifjun- um á bestu þáttunum eins og er svo vinsælt heldur mun þáttur- inn hverfa á lágstemmdum nót- um. „Við erum búin að vera út um allt og að gera mikið af óvenjulegum hlutum í síðustu þáttum. Við vildum því enda á frekar látlausum nótum en það hefur alltaf verið aðalsmerki þáttarins.“ Þættirnir eru nú orðnir rúm- lega hundrað talsins og Gísli hættir því sáttur. „Ég held að það sé varla til íslenskur skemmtiþáttur sem hefur geng- ið lengur. Þættinum var miklu betur tekið en við þorðum að vona og um helmingur þjóðar- innar hefur horft á hvern þátt. Áhorfið fór upp í sextíu prósent þegar mest var og ég er hæst- ánægður.“ Ástæðan fyrir því að þáttur- inn verður ekki aftur á dagskrá Sjónvarpsins í haust er sú að hugur Gísla virðist reika annað. Hann er á leið í prófkjör með Sjálfstæðisflokknum og getur því ekki haldið áfram að spjalla við mæta menn í sjónvarpssal. Ekki vill hann þó viðurkenna að hann sækist sérstaklega eftir borgarstjórastólnum. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég verð með í prófkjörinu. Pólitík á núna allt mitt hjarta og næsti vetur verður undirlagður af stjórnmálum. Við sjáum svo bara hvert það leiði mig,“ segir hann og útilokar ekki að hann eigi eftir að birtast aftur á sjón- varpsskjánum. „Ég býst alveg eins við því að ég verði einhvern tíma aftur í sjónvarpi, það er skemmtileg vinna.“ hilda@frettabladid.is GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Þessi þjóðkunni sjónvarpsmaður snýr sér nú að stjórnmálum og mun ekki birtast aftur á skjánum í haust. Hann kveður þó sæll og glaður og sáttur við þættina sem urðu rúmlega hundrað talsins. SJÓNVARPIÐ: LAUGARDAGSKVÖLD MEÐ GÍSLA MARTEINI Kveður á rólegum nótum FRÉTTIR AF FÓLKI Hárspangir. Þær voru heitari en allt heitt á sjöunda ára-tugnum þegar stelpurnar túperuðu hárið og skelltu svo breiðri spöng ofan á allt saman. Þær eru á leiðinni inn aftur og eru skemmtileg viðbót í hárskrautið. Einnig er pínulítill nostalgíu-fílingur í þeim sem er alltaf gott. Bleikur varalitur. Það er skemmtilegt aðkrydda látlausan fatnað með smá áber- andi varalit. Bleikur varalitur er mjög heitur í sumar en var- ast ber að ofgera ekki málningunni. Ef varirnar eru áber- andi þá eiga augun ekki að vera það og öfugt. Náttúruleg og látlaus augnförðun við fallegan bleikan varalit gerir rosa- lega mikið. Ray Ban. Þetta eru sólgleraugun sem kennderu við flugmennina. Þetta eru sólgleraug- un sem fara aldrei úr tísku. Alvöru Ray Ban-sól- gleraugu eru frekar dýr en þar sem þau eru klassískari en allt þá eru þau hin fínasta fjár- festing. Það eru líka til hinar fínustu eftirlíking- ar sem eru alveg jafn góðar. Brjóstahaldarar með stórum púðum. Wonder-bra-byltingin er gengin yfir og úr hófi-bólstrað- ir brjóstahaldarar eru ekki lengur mál málanna. Það er líka hálfkjánalegt að ganga tvisvar sinnum barmminni út úr sundklefanum en þegar gengið var inn í hann í brjóstahaldaranum. Hver vill líka ganga með einhverja púða. Dökk föt. Nei, þetta er ekki málið. Það er kominnmaí, bráðum kemur júní. Það er sumar og við ætt- um að líta út eins og það sé sumar. Sumarið gerir fólk glaðara en venjulega. Skærir litir og falleg munstur, það er málið. Jarðarfararklæðnaður er bara fyrir jarðar- farir. Hver vill ganga um eins og Svarthöfði í Star Wars? Innipúkar. Þrátt fyrir að vera inni þá eru innipúkar samtúti, semsagt ekki sniðugir. Ekki núna! Farið út og gangið á fjöll, siglið um höfin og baðið ykkur í sumrinu. Reynið líka að muna eftir tilfinningunni að vera barn á sumrin. Stelist til að róla eða henda frisbí ykkar á milli, jú líka þið fullorðnu! Og afhverju að labba þegar hægt er að valhoppa?! INNI ÚTI ...fá stelpurnar í Nylon, sem hafa þraukað saman í gegnum súrt og sætt í eitt ár. HRÓSIÐ Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.