Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 18
Tölvukerfi sem læra af reynsl-
unni, bregðast við ófyrirséðum
uppákomum og taka sjálfstæðar
ákvarðanir eru hluti af því sem
nýstofnað Gervigreindarsetur
Háskólans í Reykjavík vinnur
að. Yngvi Björnsson og Kristinn
R. Þórisson, forstöðumenn set-
ursins, eru báðir doktorsmennt-
aðir í gervigreind. Þeir hafa síð-
astliðið ár unnið að rannsóknum
á þessu sviði fyrir HR en um-
fangið var orðið svo mikið að
þeim fannst tími til kominn að
stofna formlegt setur, sem var
gert nú í apríl.
„Heimurinn er orðinn mjög
tæknilega flókinn,“ segir Yngvi,
sem segir stofnun setursins
vera einn lið í því að stuðla að
þróun hátækniiðnaðar hér á
landi. Ætlunin sé að tengja starf
stofnunarinnar við atvinnulífið
en einnig verði unnin rannsókn-
arvinna í samstarfi við háskóla í
Norður-Ameríku og Evrópu.
Kristinn telur stofnunina
hafa töluverða þýðingu í alþjóð-
legu samhengi. Breidd í námi
aukist, sem geri Ísland sam-
keppnishæfara. „Með stofnun-
inni gefst okkur möguleiki á að
hafa áhrif á sviðið sem er mikill
munur frá því að fylgja öðrum
eftir,“ segir Kristinn sem finnst
mjög spennandi að fá að móta
nýtt svið sem á eftir að hafa
mikil áhrif eftir nokkur ár.
Sú mynd sem Hollywood
hefur gefið okkur af gervi-
greind er af ofurgreindum vél-
mennum í leit að heimsyfirráð-
um. Yngvi telur töluvert í að sú
mynd verði að raunveruleika. Í
dag nýtist tæknin í iðnaði, við-
skiptalífi og víðar, til dæmis í
stýrikerfum heimilistækja og í
kerfum sem spái fyrir um þróun
á fjármálamarkaði. „Hugbúnað-
urinn lærir á þig í stað þess að
þú lærir á hann,“ segir Yngvi og
nefnir sem dæmi gervihnéð sem
Össur hefur nýlega fengið al-
þjóðleg verðlaun fyrir.
Gervigreindin hefur einnig
verið notuð í tölvuleikjum. Þar
eru búnar til sýndararverur
gæddar mannlegum eiginleik-
um bæði til skemmtunar og
rannsókna. Yngvi segir leikina
hentuga þar sem þeir skapi
rannsóknarstofuumhverfi þar
sem tölvunarfræðingar geti
stýrt umhverfinu eins og eðlis-
fræðingar á rannsóknarstofu.
solveig@frettabladid.is
18 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
BOB MARLEY (1945-1981)
lést þennan dag.
Hugsandi hugbúnaður
TÍMAMÓT: GERVIGREINDARSETUR HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK STOFNAÐ
„Ég stend ekki einungis fyrir svarta mann-
inn, ég stend ekki heldur bara fyrir hvíta
manninn. Ég stend fyrir mátt Gu›s.“
Bob Marley, fæddur í St. Ann á Jamaíka, var gífurlega áhrifamikill tónlistar-
maður. Hann hefur með tímanum orðið táknmynd sameiningar kynþátta og
alþjóðlegrar menningar, í gegnum undurfagra tónlist sína.
timamot@frettabladid.is
FÆDDUST fiENNAN DAG
1872 Einar Jónsson mynd-
höggvari .
1888 Irving Berlin tón-
skáld.
1904 Salvador Dali list-
málari.
1932 Garavani Valentino
tískuhönnuður.
Á þessum degi árið 1987 voru
þýska stríðsglæpamanninum
Klaus Barbie birtar 177 kærur í
Lyon fyrir stórfellda glæpi gegn
mannkyni. Barbie, sem kallaður
hefur verið slátrarinn í Lyon, var
einn yfirmanna Gestapó-sveitar
nasista í seinni heimsstyrjöld-
inni og sagður ábyrgur fyrir
flutningi meira en 7.500
franskra gyðinga og uppreisnar-
seggja í útrýmingarbúðir.
Barbie starfaði í áratugi fyrir
bandarísk yfirvöld sem leyni-
þjónustumaður og var á end-
anum fluttur til Suður-Ameríku,
þar sem hann settist að í
Bólívíu og varð kaupsýslumað-
ur. Barbie hélt áfram leyniþjón-
ustustörfum sínum fyrir Banda-
ríkjamenn þrátt fyrir sífellt vax-
andi óánægju franskra gyðinga
sem réttilega töldu Barbie
komast allt of vel frá hrikalegri
fortíð sinni. Eftir stjórnarskipti í
Bólívíu í kringum 1980 sam-
þykktu stjórnvöld þar í landi að
framselja Barbie í skiptum fyrir
frönsk hjálpargögn.
Barbie var dæmdur sekur eftir
dramatísk réttarhöld og fékk
fyrir vikið að sitja í fangelsi það
sem hann átti eftir ólifað. Hann
lést úr krabbameini 1991. KLAUS BARBIE
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1812 Spencer Perceval, þáver-
andi forsætisráðherra Bret-
lands, er myrtur í London
af geðveikum kaupsýslu-
manni, John Bellingham
að nafni.
1969 Bandarískir og suður-víet-
namskir hermenn berjast
við norður-víetnamska her-
menn í frægri orrustu um
Ap Bia fjall, sem síðar var
nefnt Hamburger Hill
vegna gríðarlegs mannfalls
bandarískra hermanna þar.
1858 Minnesota er þennan dag
formlega skráð sem ríki
Bandaríkjanna, þá 32. ríkið.
1947 Ferrari keppir í fyrsta sinn í
kappakstri í Piacenza á Ítal-
íu. Bíllinn bilaði og þurfti
að hætta keppni eftir að
hafa verið fremstur í röð-
inni.
Barbie dreginn fyrir rétt
Tilkynningar um merkisatbur›i,
stórafmæli, andlát og jar›arfarir
í smáletursdálkinn hér til hli›ar
má senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
GREINDIR MENN Dr. Yngvi Björnsson og dr. Kristinn R. Þórðarson eru doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir veita nýju Gervigreindarsetri
Háskólans í Reykjavík forstöðu.
Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona, barnabarn,
frænka og vinkona,
Lovísa Rut Bjargmundsdóttir
sem lést fimmtudaginn 5. maí, verður jarðsungin frá Árbæjar-
kirkju fimmtudaginn 12. maí kl. 15.00.
Sólveig Guðlaugsdóttir Bjargmundur Grímsson
Guðmundur Bjargmundsson Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Kolbrún Bjargmundsdóttir
Lovísa Rut Bjargmundsdóttir
og aðrir aðstandendur.
„Fyrsta starfið mitt var þegar ég fékk
að afgreiða í búðinni hjá afa mínum
tólf ára gömul,“ segir Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir, prófessor í mann-
fræði við Háskóla Íslands. „Afi minn
var Júlíus Guðmundsson matvöru-
kaupmaður, sem rak verslunina Bald-
ur á Framnesveginum. Þessi búð var
algjört himnaríki fyrir litlar stelpur og
þegar ég var tólf ára leyfði hann mér
stundum að afgreiða.“
Sigríður fékk dálitla þóknun fyrir
vinnuna en launin voru ekki greidd út
í hönd. „Afi fór með mig í bankann og
lagði launin inn og þar át verðbólgan
þau upp. Á endanum fékk ég því lítið
fyrir mitt fyrsta starf þó vel væri að
grunni búið.“ Sigríður vann hjá afa sín-
um þangað til hún var sautján ára.
Vinnan jókst með árunum og fimmtán
ára fór hún að fá launin greidd beint út.
Sigríður segir að það hafi skipt sig
miklu að vinna fyrir afa sinn. „Mér var
treyst fyrir einhverju og falin ábyrgð.
Ég efast ekki um að þetta hafi haft góð
áhrif á mig til lengri tíma. Verslunar-
störf fela í sér samskipti við fólk, það
þarf að gefa rétt til baka og svo fram-
vegis. Afi var líka vandur að virðingu
sinn og það var ekki ónýtt að taka
fyrstu skrefin á vinnumarkaði undir
hans handleiðslu.“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
H
EL
G
AD
Ó
TT
IR
AFMÆLI
Jóhannes Nordal, fyrrver-
andi seðlabankastjóri, er
81 árs.
Árni Vilhjálmsson fiskifræðingur er 73 ára.
Sigurður Eyberg leikari er
34 ára.
Björgólfur Takefusa knatt-
spyrnumaður er 25 ára.
ANDLÁT
Jóna M. Sigurjónsdóttir, Skildinganesi
4, Reykjavík, lést föstudaginn 6. maí.
Kristinn Guðlaugur Hermannsson,
Jörfalind 4, Kópavogi, áður til heimilis
að Molastöðum, Fljótum, lést laugardag-
inn 7. maí.
Bára Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi, Íra-
gerði 12, Stokkseyri, lést laugardaginn 7.
maí.
JAR‹ARFARIR
13.00 Kjartan Ólafsson, bóndi, Sand-
hólum, Bitrufirði, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju.
14.00 Agatha Þorleifsdóttir, Dvalar-
heimilinu Höfða Akranesi, verður
jarðsungin frá Akraneskirkju.
Bætt við Bæjarútgerðina:
Fær andlits-
lyftingu
„Endurreisn hafnarinnar er
hafin,“ segir Sigrún Magnúsdótt-
ir, forstöðumaður Sjóminjasafns-
ins, sem opnar sína fyrstu sýn-
ingu í Grandagarði 8 á sjómanna-
daginn eftir þrjár vikur. Nú
standa yfir viðamiklar breytingar
á húsinu og er verið að steypa gólf
í viðbyggingu við gömlu bæjar-
útgerðina, sem hefur að sögn Sig-
rúnar staðið illa frá gengin og
öllum til ama í sex ár.
„Þarna verður 80 fermetra
verönd þar sem hægt verður að
njóta útsýnis,“ segir Sigrún, sem
telur safnið geta orðið menningar-
miðstöð svæðisins. Að lokinni
gönguferð í gegnum safnið geti
menn gengið út á veröndina og
séð hafnarstarfsemina og fjalla-
hringinn en að sögn Sigrúnar er
útsýnið „gullmoli safnsins“.
Sigrún var ráðin forstöðu-
maður í byrjun janúar og má telja
galvaskt að klára framkvæmdir
og setja upp sýningu á einungis
fimm mánuðum. ■
SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR
Ver›bólgan át upp fyrstu launin
FYRSTA STARFIÐ
SJÓMINJASAFNIÐ Verið er að steypa
gólf undir útsýnispall.