Fréttablaðið - 11.05.2005, Page 19

Fréttablaðið - 11.05.2005, Page 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 11. maí, 131. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.26 13.24 22.25 AKUREYRI 3.54 13.09 22.27 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Á næstu vikum setja stúdentarnir upp sína hvítu kolla. Annríki er því þessa dagana í húfugerð Péturs J. Eyfeld sem sér alfarið um saumaskapinn á stúdentshúfunum. „Fjölskyldan sameinast um að leysa verk- efni á álagstímum eins og þessum. Eigin- konur, frænkur, börn og systur hjálpast að. Þetta er eintóm handavinna og hún skellur á á nokkrum vikum, því þó við förum í flesta skólana að skrá niður pantanir og taka mál af höfðum stúdentsefna þá koma alltaf pantanir á síðustu stundu,“ segir Pétur Eyfeld yngri. Reyndar kveðst hann byrja að undirbúa vorið strax í ágúst með því að panta húfuefnið og reikna út fjöld- ann. „Svo þarf ekki nema eitt verkfall í skólunum til að rugla allt og það hefur líka áhrif á útskriftina næsta ár á eftir,“ segir hann brosandi. Alltaf eru svo einhverjir á móti því að setja upp húfur. „Á hippatíma- bilinu vildi fólk ekki einu sinni fara í spari- fötin þegar það útskrifaðist, hvað þá setja upp húfu,“ rifjar Pétur upp. „En nú er kom- in meiri hefð fyrir þeim.“ Pétur er sonur þess Péturs J. Eyfeld sem stofnaði fyrirtækið árið 1954. Hann telur stúdentshúfurnar hafa verið framleiddar hér á landi í yfir hundrað ár og með þessu sama lagi síðan 1914. Alls staðar á Norður- löndunum eru þær svipaðar í útliti, að hans sögn, en okkar afbrigðilegar að því leyti að hvíti kollurinn er laus. Ekki kveðst Pétur geta gefið upp ná- kvæma tölu á nýjum húfum þetta árið en segir þær ekki ná þúsundi. „Mikill hluti okkar vinnu felst í lagfæringum því margir fá lánaðar húfur hjá einhverjum í fjölskyld- unni,“ segir hann. „Þá getur þurft að setja nýjan koll, stjörnu eða fánalitahring. Jafn- vel stækka húfurnar. Hann segir einnig marga setja upp húfur í öðrum litum en þeim hvíta þegar þeir útskrifist því hinar ýmsu brautir skólanna hafi hver sinn lit. Iðnneminn er svo alveg sér á báti með öðruvísi húfur. Þær eru líka saumaðar hjá P. Eyfeld. gun@frettabladid.is Handsaumar stúdentshúfur nam@frettabladid.is Myndlistarskólinn í Reykjavík býður upp á ýmis námskeið fyrir börn og unglinga í sum- ar. Meðal annars er hægt að sækja námskeið í ljósmyndun, myndasögugerð, leirmótun og teikningu Nám- skeiðin eru fyrir þrjá aldurs- hópa, 6-9 ára, 10-12 ára og 13- 16 ára. Upplýsingar um nám- skeiðin, verð og tímabil má finna á heimasíðu skólans http://odg.cc/myndlistaskoli. Miðaldabörn heitir greinasafn sem kom út hjá Hugvísindastofnun á dög- unum og er þar fjallað um mynd þá sem íslenskar forn- sögur draga upp af börnum. Fjallað er um Egil Skalla-Gríms- son og Gretti Ásmundarson og mjög svo fullorðinslega óknytti þeirra og hegðan og er safnið eflaust hin besta skemmtilesning. Meðal greinarhöfunda eru Ár- mann Jakobsson, Bryn- hildur Þórarinsdóttir og Gunnar Karlsson. Frumgreinasvið Háskólans í Reykjavík sem áður var betur þekkt sem frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands verður kynnt á fundi á Höfðabakka 9 á morgun, fimmtudag. Námið er kjörin leið fyrir iðnaðarmenn og aðra úr atvinnulífinu sem þurfa frek- ari undirbúning til áframhald- andi náms í tækni- og verk- fræðideild. Fundurinn er öllum opinn og hefst klukkan 17.15. „Það var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga að fá að sauma sínar stúdentshúfur sjálfir fyrir hundrað árum. Enn eru þær framleiddar á landinu og vandað til verka,“ segir Pétur J. Eyfeld. LIGGUR Í LOFTINU í námi FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Mamma, þarf frændi að gera göt á úlnliðina á sér til að geta notað erma- hnappana sem við gáfum honum? Sungið og leikið í sumar BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.