Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 11. maí, 131. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.26 13.24 22.25 AKUREYRI 3.54 13.09 22.27 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Á næstu vikum setja stúdentarnir upp sína hvítu kolla. Annríki er því þessa dagana í húfugerð Péturs J. Eyfeld sem sér alfarið um saumaskapinn á stúdentshúfunum. „Fjölskyldan sameinast um að leysa verk- efni á álagstímum eins og þessum. Eigin- konur, frænkur, börn og systur hjálpast að. Þetta er eintóm handavinna og hún skellur á á nokkrum vikum, því þó við förum í flesta skólana að skrá niður pantanir og taka mál af höfðum stúdentsefna þá koma alltaf pantanir á síðustu stundu,“ segir Pétur Eyfeld yngri. Reyndar kveðst hann byrja að undirbúa vorið strax í ágúst með því að panta húfuefnið og reikna út fjöld- ann. „Svo þarf ekki nema eitt verkfall í skólunum til að rugla allt og það hefur líka áhrif á útskriftina næsta ár á eftir,“ segir hann brosandi. Alltaf eru svo einhverjir á móti því að setja upp húfur. „Á hippatíma- bilinu vildi fólk ekki einu sinni fara í spari- fötin þegar það útskrifaðist, hvað þá setja upp húfu,“ rifjar Pétur upp. „En nú er kom- in meiri hefð fyrir þeim.“ Pétur er sonur þess Péturs J. Eyfeld sem stofnaði fyrirtækið árið 1954. Hann telur stúdentshúfurnar hafa verið framleiddar hér á landi í yfir hundrað ár og með þessu sama lagi síðan 1914. Alls staðar á Norður- löndunum eru þær svipaðar í útliti, að hans sögn, en okkar afbrigðilegar að því leyti að hvíti kollurinn er laus. Ekki kveðst Pétur geta gefið upp ná- kvæma tölu á nýjum húfum þetta árið en segir þær ekki ná þúsundi. „Mikill hluti okkar vinnu felst í lagfæringum því margir fá lánaðar húfur hjá einhverjum í fjölskyld- unni,“ segir hann. „Þá getur þurft að setja nýjan koll, stjörnu eða fánalitahring. Jafn- vel stækka húfurnar. Hann segir einnig marga setja upp húfur í öðrum litum en þeim hvíta þegar þeir útskrifist því hinar ýmsu brautir skólanna hafi hver sinn lit. Iðnneminn er svo alveg sér á báti með öðruvísi húfur. Þær eru líka saumaðar hjá P. Eyfeld. gun@frettabladid.is Handsaumar stúdentshúfur nam@frettabladid.is Myndlistarskólinn í Reykjavík býður upp á ýmis námskeið fyrir börn og unglinga í sum- ar. Meðal annars er hægt að sækja námskeið í ljósmyndun, myndasögugerð, leirmótun og teikningu Nám- skeiðin eru fyrir þrjá aldurs- hópa, 6-9 ára, 10-12 ára og 13- 16 ára. Upplýsingar um nám- skeiðin, verð og tímabil má finna á heimasíðu skólans http://odg.cc/myndlistaskoli. Miðaldabörn heitir greinasafn sem kom út hjá Hugvísindastofnun á dög- unum og er þar fjallað um mynd þá sem íslenskar forn- sögur draga upp af börnum. Fjallað er um Egil Skalla-Gríms- son og Gretti Ásmundarson og mjög svo fullorðinslega óknytti þeirra og hegðan og er safnið eflaust hin besta skemmtilesning. Meðal greinarhöfunda eru Ár- mann Jakobsson, Bryn- hildur Þórarinsdóttir og Gunnar Karlsson. Frumgreinasvið Háskólans í Reykjavík sem áður var betur þekkt sem frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands verður kynnt á fundi á Höfðabakka 9 á morgun, fimmtudag. Námið er kjörin leið fyrir iðnaðarmenn og aðra úr atvinnulífinu sem þurfa frek- ari undirbúning til áframhald- andi náms í tækni- og verk- fræðideild. Fundurinn er öllum opinn og hefst klukkan 17.15. „Það var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga að fá að sauma sínar stúdentshúfur sjálfir fyrir hundrað árum. Enn eru þær framleiddar á landinu og vandað til verka,“ segir Pétur J. Eyfeld. LIGGUR Í LOFTINU í námi FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Mamma, þarf frændi að gera göt á úlnliðina á sér til að geta notað erma- hnappana sem við gáfum honum? Sungið og leikið í sumar BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.