Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 20
Próflestur
Gott ráð er að lesa í 50 mínútur, standa svo upp og sinna öðru
í 10 mínútur. Hringdu í vin, fáðu þér að borða, teygðu úr þér
eða labbaðu hring í kringum húsið og horfðu upp í himininn. [ ]
Bankastræti 10 • Sími 562 23 62 • info@exit. is • www.exit. is
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
Viltu starfa erlendis?
Ef þú ert á aldrinum 18-30 ára er starfsþjálfun góð leið til þess að læra tungumál, kynnast
ólíkri menningu og öðlast starfsreynslu. Um er að ræða störf á hótelum, veitingahúsum,
hjúkrunarheimilum og hjá fyrirtækjum í öðrum greinum. Þeir sem sækja um starfsþjálfun í
Evrópu eiga kost á Leonardo da Vinci styrk til greiðslu á hluta kostnaðar. Stúdentaferðir
úthluta þessum styrkjum fyrir hönd Landsskrifstofu Leonardo á Íslandi.
Sungið og leikið í sumar
Söngkonan Ingveldur Ýr
kennir unglingum að syngja í
sumar. Unglingarnir læra
meðal annars raddbeitingu,
úthald og öndun auk þess að
fá þjálfun í leiklist.
Söngur á æ meira upp á pallborð-
ið hjá ungmennum landsins og er
það vel. Ingveldur Ýr, söngkona
og söngkennari, býður unglingum
námskeið í söngtækni í sumar.
„Þar ætla ég að leggja áherslu á
rétta og heilbrigða raddbeitingu,
úthald og öndun, stuðning og lík-
amsstöðu. Tóneyrað verður
einnig þjálfað svo þau læra að
syngja í röddum og rúsínan í
pylsuendanum er leiklistarþjálf-
un hjá Sigríði Birnu Aðalsteins-
dóttur sem meðal annars setti upp
söngleikinn Súperstar með nem-
endum Hagaskóla.“
Námskeiðin standa í mánuð í
senn og verða í gangi í allt sumar.
Kennt verður tvisvar í viku og
fyrsta námskeiðið byrjar 19. maí.
„Þetta verður alls ekki klassísk
raddþjálfun heldur vil ég kenna
heilbrigða raddbeitingu. Það er
mikilvægt að krakkar sem syngja
mikið fái strax rétta tilsögn því að
ósiðir festast fljótt og það er erfitt
að laga skemmdir eftir á. Loka-
útkoman verður vonandi meira
sjálfstraust og betri rödd,“ segir
Ingveldur og drífur sig svo beint í
kennslu.
Nánari upplýsingar um skrán-
ingu og fleira má nálgast á heima-
síðunni www.songstudio.ehf.is. ■
Ingveldur Ýr hefur kennt söng í mörg ár og nú ætlar hún að leyfa unglingum að njóta visku sinnar í sumar.
Draugur í diktafóni
Útskriftarsýning myndlistardeildar og
hönnunar- og arkitektúrdeildar Lista-
háskólans er á Kjarvalsstöðum til 29.
maí.
Draugur í diktafóni, Mugimetall-þung-
arokk, bangsar sem bæta úr vandamál-
um eins og heimþrá og myrkfælni, fata-
hönnun og listaverk úr sykri, osti og vaxi
eru meðal fjölmargra verka eftir nem-
endur Listaháskólans sem nú eru til sýnis
á Kjarvalsstöðum. Þau eru afrakstur
þriggja ára náms. Þetta er í fyrsta sinn
sem nemendur í arkítektúr eiga verk á
sýningunni því kennsla í arkitektúr hófst
við Listaháskólann haustið 2002.
Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna
alla sunnudaga kl. 15 og þá munu nem-
endur veita gestum innsýn í verkin sín.
Hægt er líka að panta leiðsögn fyrir hópa
virka daga í síma 590 1200. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir. ■
Alþýðulist í N-Dakóta
og á Íslandi
SPENNANDI NÁMSKEIÐ Í VESTUR-
FARASETRI.
Í samstarfi við North Dakota Council
of the Arts og Vesturfarasetrið á Hofs-
ósi verður efnt til námskeiðs á Hofs-
ósi um samanburð á þjóðháttum í
Norður-Dakota og á Íslandi. Nám-
skeiðið er ætlað áhugafólki um þjóð-
fræði og alþýðulist, jafnt fræðimönn-
um sem leikmönnum. Á námskeið-
inu, sem haldið er á Vesturfarasetrinu
á Hofsósi, verður leitast við að draga
fram andstæður og sameiginlega
þætti í þjóðháttum og alþýðulist á Ís-
landi og í Norður-Dakóta. Á hverjum
degi námskeiðsins kynna margir ein-
stakir og þjóðþekktir alþýðulistamenn
list sína og fræði með sýningum,
kynningum og fyrirlestrum. Skráning-
arfrestur er í Endurmenntun Háskóla
Íslands til 23. maí, en námskeiðið
stendur frá 25. maí til 6. júní. ■
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »