Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 28

Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 28
Gengi krónunnar getur hreyfst töluvert í kjölfar nýrra frétta á næstunni. Þetta kemur fram í efnahagsfrétt- um KB banka. Töluverðar sviptingar hafa verið á gengi krónunnar innan dags síðustu vikur. Þetta bendir til þess að töluvert skiptar skoðanir séu nú á meðal markaðsaðila um eðlilegt gengi krónunnar að mati greiningardeildar KB banka. Ásgeir Jónsson, greiningardeild KB banka, bendir á að Ísland sé lítið hagkerfi þar sem hegð- un fólks stjórnist mikið af gengi krónunnar. Við- skiptahallinn slái til að mynda öll met um þessar mundir. Velta á gjaldeyrismarkaði jókst mikið seinni hluta síðasta árs. Á síðastliðnum þremur mánuðum hefur dregið úr veltu á gjaldeyrismarkaði þótt hún sé um milljarði meiri en á sama tíma í fyrra. - dh MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Krónan hreyfist vegna nýrra frétta Hegðun fólks stjórnast af genginu. Deilt um forstjóra Fyrrverandi yfirmenn í Walt Disney-fyrir- tækinu í Bandaríkjunum eru meðal þeirra sem hafa lagt fram kæru á hend- ur framkvæmdastjórn fyrirtæk- isins. Stjórnin er sökuð um að gefa hluthöfum villandi upplýs- ingar er vörðuðu leit að arftaka fyrrverandi forstjóra fyrirtækis- ins, Michael Eisner. Hlutaðeigandi vilja að kosning nýs forstjóra verði ógild, kosið verði aftur og allar upplýsingar varðandi ráðningarferlið verði gerðar opin- berar. Æðstu menn Disney eru sakaðir um að hafa notað stöðu sína til að tala fyrir ráðn- ingu nýja forstjórans án þess að hafa íhug- að í alvöru aðra kosti í stöðunni. – bg Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Þegar lotu aðalfunda þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands er lokið, er ljóst að konur sitja í tólf stjórnarsætum. Sætunum hefur fjölgað um helming á milli ára en eftir að aðalfundum ársins 2004 lauk sátu aðeins átta konur í stjórnum þessara félaga. 149 stjórnarsæti falla körlum í vil. Hlutfall stjórnarmanna er því körlum yfirgnæfandi í vil því hlutfall kvenna í stjórnum Kauphallarfélaga er að- eins 7,5 prósent. Sex konur skipa þau 87 stjórnarsæti sem í boði eru í þeim fimmtán félögum sem mynda Úrvalsvísi- töluna. Hlutfallið er því 6,9 prósent en var til sam- anburðar aðeins 2,3 prósent í fyrra og 5,3 prósent árið 2003. Hlutfallið hefur sennilega aldrei verið hærra. Af þeim fyrirtækjum sem eru í Úrvalsvísitöl- unni sitja flestar konur sitja í stjórnum Burðaráss og Símans; Kristín Jóhannesdóttir og Þórunn Guð- mundsdóttir hjá fyrrnefnda félaginu en þær Rann- veig Rist og Sigríður Finsen hjá því síðarnefnda. Í varastjórn Símans sitja svo tvær konur af fimm varastjórnarmönnum. Brynja Halldórsdóttir situr ein kvenna í níu manna stjórn KB banka, Steinunn Jónsdóttir á sæti í bankaráði Íslandsbanka, Inga Jóna Þórðardóttir situr í stjórn FL Group og Guð- björg Matthíasdóttir á sæti í bankastjórn Lands- bankans. Allt eru þetta Úrvalsvísitölufélög. Guðbjörg er eina konan sem situr í stjórnum tveggja eða fleiri félaga en hún á sæti í stjórn TM. Margrét Guðmundsdóttir, hjá Austurbakka, Sigur- laug Jónsdóttir, Sláturfélagi Suðurlands, og Nadine Deswasiere, hjá SÍF, eru þær konur sem að auki eiga sæti í stjórnum skráðu félaganna. Nadine er líklega fyrsta erlenda konan sem tekur sæti í stjórn Kauphallarfélags. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, sendi í febrúar bréf til stærstu félaga landsins og hvatti stjórnendur þeirra til að auka vægi kvenna í stjórnum félaganna. Karlar þaulsetnir í stjórn- um Kauphallarfélaga Tólf stjórnarsæti af 161 falla í hlut kvenna. Talsverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi eins stærsta út- gáfufélags landsins, Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið. Hluthafar í Morgunblaðinu nýttu sér á dögunum forkaupsrétt á tæplega sextán prósenta hlut í fé- laginu sem var í eigu Haraldar Sveinssonar. Er talið að hluturinn hafi selst fyrir að minnsta kosti sex hundruð milljónir króna sem þýðir að markaðsverð Árvakurs gæti verið 3,8 milljarðar króna. Tveir hluthafahópar fara með yfir 70 prósent eign- arhlut í Morgunblað- inu. Stærsti hluthafi Morgunblaðsins er eftir sem áður Út- gáfufélagið Valtýr, sem er í eigu Huldu Valtýsdóttur og fjöl- skyldu hennar. Hinn hópurinn er frændgarður Krist- ins Björnssonar, stjórnarformanns Straums, sem fer með um 35 prósenta hlut í Árvakri. MGM eignarhaldsfélag er í eigu Kristins Björns- sonar, stjórnarfor- manns Straums, og fjölskyldu hans en fé- lagið komst nýverið í hóp eig- enda blaðsins þegar það festi kaup á Johnson ehf. Eignarhalds- félögin Björn Hallgrímsson, Erna og Lynghagi eru í eigu þriggja barna Hallgríms Bene- diktssonar. Félögin eignuðust þessa hluti fyrir fimm árum þegar eignum H. Benediktsson hf. var skipt upp. Kristinn Björnsson sagði við Markaðinn á dögunum að hann vildi sjá fjölgun í hluthafahópi Árvakurs. - eþa Hluthöfum fækkar í Mogganum Markaðsvirði blaðsins gæti verið nálægt fjórum milljörðum. Stofnfjáreigandi í Sparisjóði vél- stjóra (SPV) gæti fengið um fimm milljónir króna að jafnaði fyrir stofnfjárhluti sína ef mark- aður með bréf í sjóðnum myndað- ist. Það verður þó ekki í bráð, þar sem að aðalfundur SPV hafnaði tillögu stjórnar um að rýmka heimildir til kaupa á stofnfjár- bréfum á aðalfundi sjóðsins í lok mars. Þó er vitað að margir stofn- fjáreigendur í SPV, sem eru rúm- lega 700 að tölu, hafa lýst yfir áhuga sínum á að kaupa eða selja á markaði með stofnbréf. Meðal- eign stofnfjáreigenda í SPV er um 188.000 kr. að nafnverði. Markaður með stofnfjárbréf í SPRON var mjög virkur fyrir síðustu áramót en lítið sem ekk- ert framboð er með bréf í sjóðn- um þar sem 60 prósent stofnfjár hafa skipt um hendur eftir að við- skipti hófust. Verð á stofnfjár- markaði SPRON bendir til þess að fjárfestar meti stofnfjárbréf á 70 prósent af eigin fé sjóðsins og hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að þessi viðmiðun eigi við um aðra sparisjóði. - eþa MORGUNBLAÐIÐ Eftir að hlutur Haraldar Sveinssonar var seldur eru aðeins níu hluthafar eftir í félaginu. Tveir hópar fara með yfir 70 prósent atkvæða í félaginu. Fr ét ta bl að ið /H ar i Fr ét ta bl að ið /H ar i SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað! VIÐSKIPTAHALLINN SLÆR ÖLL MET Ásgeir Jónsson sérfræðingur KB banka. Stofnfé í SPV 3,5 milljarða virði Hlutur hvers stofnfjáreiganda um fimm milljónir. VERÐMÆTIR STOFNFJÁRHLUTIR Ekki er ólíklegt að meðalhlutur hvers stofnfjáreiganda í SPV sé um fimm milljóna króna virði. Fr ét ta bl að ið /S te fá n Hluthafi Eignarhlutur 1. Útgáfufélagið Valtýr 36,52% 2.-3. Garðar Gíslason 12,06% 2.-3. MGM ehf. 12,06% 4. Leifur Sveinsson 9,13% 5.-7. Björn Hallgrímsson ehf. 7,62% 5.-7. Erna ehf. 7,62% 5.-7. Lynghagi ehf. 7,62% 8. Árvakur hf. 4,34% 9. Björn B. Thors 3,00% H l u t h a f a r Á r v a k u r s RANNVEIG RIST Rannveig Rist er eina konan sem gegnir stöðu stjórnarformanns félags í Kauphöll- inni. Konum hefur fjölgað um helm- ing í stjórnum Kauphallarfélaga á milli ára, en þær sitja samt aðeins í 7,5 prósentum stjórnarsæta.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.