Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN Ú T L Ö N D Dögg Hjaltalín skrifar Michael Jackson er mikil eyðslukló og eyðir hann hátt í tveimur milljörðum á ári. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í réttarhöldunum yfir Michael Jackson þar sem hann er sakaður um kynferðis- afbrot gagnvart börnum. Eyðsla hans gæti kostað hann höfundarréttinn að sínum eigin lögum og hluta af lagasafni Bítlanna. Jackson hefur eytt 20 til 30 milljónum dollurum meira á ári en hann þénar og því breikkar alltaf bil- ið milli eigna hans og skulda. Skuldir hans eru metnar á 285 milljónir dollara eða 17 milljarða króna. Sérfræðingar telja þó að eignir hans sé vanmetnar og að virði þeirra sé meira en kom fram í málaferlunum því að þar var stuðst við skattskýrslur. Reikningarnir sem lagðir voru fram voru frá miðju ári 2002. Þar kom fram að eignir hans væru 130 dollarar og skuldir næmu 415 milljónum dollara. Michael Jackson var á tímabili með efnuðustu skemmtikröfum heims en nú virðist öldin önnur. Hann hefur sólundað öllum auðæfum sínum og vel það í ýmsa neyslu sem engin glóra virðist í. Heimili hans, Neverland, sem frekar líkist skemmtigarði en heimili, kostar skildinginn og var virði þess áætlað um þrír milljarðar fyrir nokkrum árum. Markaðurinn hafði samband við Ingólf H. Ing- ólfsson, ráðgjafa í fjármálum einstaklinga, og óskaði eftir ráðum fyrir Jackson. Hann lagði áher- slu á að einstaklingar stýrðu útgjöldum sínum. „Það skiptir engu máli hver innkoman er, það skiptir máli hvað þú gerir við peningana.“ Jackson eyðir fimm milljónum dollara á ári í lög- fræðinga og aðra sérfræðiþjónustu, fimm milljón- um dollara eyðir hann í öryggisgæslu og viðhald á heimili sínu Neverland, 7,5 milljónum dollara í per- sónuleg útgjöld og 2,5 milljónum í annan kostnað, sem er tilkominn að stórum hluta vegna trygginga. Til viðbótar þarf hann að borga 11 milljónir dollara í vexti af lánum sem hann tók til að geta keypt laga- söfn. Þar á meðal höfundarréttinn að Bítlalögunum. Jackson eyðir því samtals 31 milljón dollara á ári eða rúmlega 1.800 milljónum króna. Líklega neyðist hann fljótlega til að selja eitthvað af eignum sínum til að greiða niður skuldir. Kauphöllin í New York: Dýrt að komast á gólfið Myndir af sveittum og þreyttum verðbréfamiðlurum á gólfi kauphallarinnar í New York eru í hugum flestra ein af táknmyndum verðbréfaheimsins. Það komast hins vegar ekki allir inn á gólfið og ef menn vilja taka þátt í slagnum þarf að borga myndarlega summu fyrir. Aðeins 1.366 manns hafa leyfi til að stunda viðskipti á gólfi kauphallarinnar og stöðugt eru viðskipti með þessi sæti. Í síðustu viku seldist sæti á 2,6 milljónir Bandaríkjadala – sem samsvarar tæplega 170 milljónum króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur síðan árið 1999, þegar met var slegið og sæti selt á 2,65 milljónir dala. Í niðursveiflunni á mörkuðum síðustu ára hefur verðið lækkað og fór niður fyrir milljón dali í upphafi þessa árs. - þk Þann 11. maí 1997 átti sá sögulegi atburður sér stað að tölva sigraði heimsmeistarann í skák í sex skáka einvígi. Garrí Kasparov fékk 2,5 vinninga gegn 3,5 vinningum Deep Blue-tölvunnar sem IBM hannaði. Um ári áður hafði Deep Blue unnið eina skák gegn heimsmeistaranum í einvígi sem Kasparov vann með fjórum vinningum gegn tveimur. Í kjöl- farið hófust verkfræðingar IBM handa við að endurhanna vélina, með þeim árangri að rúmu ári síðar lagði nýja útgáfan af Deep Blue Kasparov að velli. Kasparov var ekki sáttur við ósigurinn og hélt því fram að hann hefði orðið var við bæði frum- leika og sköpunargáfu í leik tölvunnar, en slíkt væri tölvum ekki eðlislægt. Hönnuðirnir höfnuðu öllum slíkum tilgátum og þegar Kasparov heimtaði nýtt einvígi neitaði IBM að veita honum það tæki- færi. Sumar af ásökunum Kasparov áttu við rök að styðjast. Til dæmis unnu verkfræðingarnir streitu- laust að því að endurbæta kerfið á milli viðureigna til þess að verja tölvuna betur fyrir veikleikum sem hún sýndi í fyrstu skákunum. Þrír stórmeistarar í skák unnu að forritun Deep Blue og bjuggu hana undir öll þekkt afbrigði af byrjunum en styrkur Deep Blue fólst fyrst og fremst í gríðarlegri getu til að bera saman nánast óendanlega marga möguleika úr hverri stöðu sem upp kom á skákborðinu. Forritarar létu tölvuna komast að niðurstöðu um hvaða markmiðum best væri að ná – til dæmis hvort mikilvægara væri að verja kónginn eða sækja fram – og tölvan vann svo úr þessum markmiðum með því að stúdera mörg þúsund skákir stórmeistara. - þk Heimild: Wikipedia S Ö G U H O R N I Ð Tölva lagði heimsmeistarann Samvinna = árangur Velkomin á afmælisráðstefnu Opinna kerfa Hátíðarsal Öskju í Háskóla Íslands, fimmtudaginn 12. maí 2005, kl. 13.00. Dagskrá: Halldór Ásgrímsson Forsætisráðherra Íslands ávarpar gesti Frosti Bergsson Einn stofnenda Opinna kerfa: Saga Opinna kerfa sl. 20 ár Bernard Meric Forstjóri HP í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku (EMEA): HP – fyrirtækið og stefna þess í Evrópu Andy Lockhart Framkvæmdastjóri Cisco Systems í Norður-Evrópu: Áherslur Cisco til framtíðar Andrew Butler Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Gartner Group: Upplýsingatækni til framtíðar Ráðstefnustjóri Gylfi Árnason Forstjóri Opin Kerfi Group hf. kl. 16.30-18.00 Léttar veitingar *Verð 20.000 kr. skráning fer fram á www.ok.is/20ara *Fjöldi sæta takmarkaður Eyðir hátt í tveimur milljörðum á ári og skuldir hans eru um 20 milljarðar. „Það skiptir engu máli hver innkoman er, það skiptir máli hvað þú gerir við peningana,“ segir Ingólfur H. Ingólfsson ráðgjafi í fjármálum einstaklinga. MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Michael Jackson kann réttu sporin. Michael Jackson skuld- ugur upp fyrir haus HAMAGANGUR Á HÓLI Það er slegist um að fá tæki- færi til að taka þátt í viðskiptum í kauphöllinni í New York.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.