Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN14
F Y R I R T Æ K I
F Ó L K Á F E R L I
Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu, segir
að í gegnum tíðina hafi hann fundið ýmsa
speki og gáfulega mola í bókum. „Maður las
Spámanninn og Lao Tse og allt þetta og fann
sér ýmis haldreipi og kennisetningar,“ segir
hann. Hann segir að eftir því sem árin hafi
liðið hafi hann hætt að sjá einhvern algildan
sannleika í slíkri speki. Lífið sé flóknara en
svo.
„Þegar maður er kominn á
þennan aldur þá gerir maður
þetta allt á einhverjum reynslu-
brunni sem þarf ekki að skil-
greina frá degi til dags,“ segir
hann.
Páll Bragi segist ekki hallast
að neinum einföldum sannind-
um og að ekki sé að hægt að
gera mikinn greinarmun á því
sem gagnist mönnum sem
stjórnendum í fyrirtækjum eða
í lífinu almennt. „Maður er náttúrlega fyrst
og fremst manneskja,“ segir hann.
„Í ólgusjó hversdagsins
finnst mér ágætt að hafa í
huga það sem Shakespeare
sagði að enn hafi ekki fæðst sá
heimspekingur sem tekið hef-
ur tannpínu með rósemd. Ég
hef líka gjarnan í huga að mót-
lætið er oft dulbúinn vinur og
ég hef í huga að sigurmáttur
manns sjálfs grundvallast á
bjargfastri trú – og svo hef ég
það sem algjöran grundvöll að
bænin er brú til æðri máttar,“ segir Páll
Bragi. - þk
B E S T A R Á Ð I Ð
Í hjarta Vesturbæjarins stendur Melabúðin
og sækja Vesturbæingar og nærsveitungar
þangað að sögn Friðriks Ármanns Guð-
mundssonar. Verslunin er fjölskyldufyrir-
tæki og Friðrik sér um reksturinn ásamt
Pétri Alan, bróður sínum. Þeir tóku við af föð-
ur sínum, Guðmundi Júlíussyni, sem
hafði stjórnað búðinni um
langt árabil. Melabúðin
var stofnuð 4. júlí 1956 í
sinni upprunalegu mynd
og heldur hún því upp á
fimmtugsafmæli sitt næsta
sumar.
Búðin er ekki stór í fermetrum talið en
vöruúrvalið er með því besta sem gerist.
Friðrik segir mikilvægt að bjóða upp á það
sem viðskiptavininn vantar og að þeir þurfi
ekki að leita annað.
Friðrik segir búðina ekki hafa verið stóra í
sniðum í upphafi. Í húsnæðinu sem Melabúð-
in er í núna var einnig mjólkurbúð á vegum
Mjólkursamsölunnar en búðin stækkaði svo
sem því nemur þegar mjólkurbúðin lagði upp
laupana. Búðin var í þeirri mynd þangað til
síðasta sumar en þá stækkaði hún lítillega í
viðbót til að bæta aðgengi viðskiptavinanna
en þeir eru um þúsund á dag. „Okkur er
þröngt stakkur skorinn á þessum fermetrum
hérna þannig að það munaði um stækkunina.
Ég fullyrði að engin verslun sé með jafnmikla
sölu á fermetra eins og þessi verslun,“ segir
Friðrik.
SÆLKERAVERSLUN
Mikið vöruúrval einkennir Melabúðina og
segir Friðrik þá alltaf passa að fylgjast vel
með nýrri vöru á markaði. „Við erum oftar
en ekki fyrstir til að taka inn nýjungar.“
Hann segir viðskiptavini búðarinnar ánægða
með úrvalið. „Við erum vel vakandi og það
endurspeglast í ánægju viðskiptavinanna.“
En það fylgja því bæði kostir og gallar að
vera með mikið vöruúrval. Friðrik segir
mikla vinnu fylgja breiðu vöruúrvali en þeir
bræður geri allt til þess að hafa viðskipta-
vininn ánægðan. „Það hefur verið
okkar lífsmottó að eiga allt
fyrir alla. Það gefur auga
leið að það er ekki hægt
að hafa allt, við verðum
að velja og hafna. Það
má segja að við séum allt
frá því að vera nauðsynjavöru-
verslun upp í að vera sælkeraverslun. Kjöt-
borðið er okkar stolt, val sælkerans á góðu
verði.“
ALDREI VERIÐ ÓDÝRARI
Friðrik segir meira vöruúrval ekki endilega
þýða hærra verð. „Með aukinni samkeppni
hefur verðið farið lækkandi hjá okkur á
undanförnum árum og hefur aldrei verið
lægra en það er í dag.“ Hann segist trúa því
að meðalálagningin í Melabúðinni sé með því
lægsta sem gerist. Ef verðið í Melabúðinni er
borið saman við aðrar matvöruverslanir er
verðið á svipuðu róli og Hagkaup, ef ekki
ódýrari í ákveðnum vöruliðum.
Friðrik leggur mikið upp úr því að skapa
ákveðna umgjörð sem viðskiptavinir sæki í.
„Það sem gerir búðina spennandi er sam-
bland af vöruúrvali, skemmtilegu umhverfi
og samhentu starfsfólki.“
Oftast er annar hvor þeirra bræðra á
staðnum og eru þeir oftast tilbúnir til skrafs
og ráðagerða ef svo ber undir. „Það er þessi
persónulegi þáttur sem vill oft gleymast
þegar fólk fer í stærri búðir.“ Hann segir
Melabúðina vera verslun Vesturbæinga og
nágrannasveitarfélaganna. „Hingað kemur
fólk og hittir vini og kunningja. Fólk kemur
ótrúlega víða að til þess að sækja hingað vöru
og þjónustu.“
Kaupmannsbúðirnar hafa verið að týna
tölunni smátt og smátt og Friðrik segir hverf-
isverslanir ekki vera margar eftir. Velta
Melabúðarinnar hefur aftur á móti verið að
aukast síðustu ár. „Að öðrum ólöstuðum held
ég að við séum svo heppin að geta með þess-
ari umgjörð okkar boðið fólki þá vöru og
þjónustu sem virðist vera vinsæl því að
veltan er mikil.“
MELABÚÐIN EKKI FÖL
Melabúðin er í samtökum Þinnar verslunar
sem eru samtök kaupmanna á horninu.
Friðrik segir að þegar lagt hafi verið af stað í
upphafi hafi verið góður hugur í mönnum.
Síðan hafi þessar verslanir týnt tölunni.
„Verslanir hafa selt sig stóru keðjunum og
eftir stendur góður kjarni fimm verslana,
tvær í Reykjavík og þrjár úti á landi.“
Friðrik segir að líkt og hjá smærri versl-
ununum hafi oft gengið á ýmsu hjá þeim
stærri. „Til dæmis nefni ég tilraunina með
Nýkaup þannig að þetta gengur upp og ofan á
öllum vígstöðvum.“
En liggur þá ekki beinast við að Melabúðin
verði einnig keypt af stærri samkeppnis-
aðilum? Friðrik segir að oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar hafi verið falast eftir Mela-
búðinni en þeir haldi sínu striki. „Við bræð-
urnir höfum tekið meira og minna við rekstr-
inum af föður okkar Guðmundi, sem bregður
sér enn bak við búðarborðið. Ég kom að
rekstrinum fyrir tveimur árum til að taka
slaginn og ekki hefur veitt af. Það hefur verið
brjálað að gera,“ segir hann og snýr sér aftur
að því að afgreiða úr kjötborðinu.
Melabúðin
Mottó: Að eiga allt fyrir alla
Stofnuð: 4. júlí 1956
Val sælkerans á góðu verði
Margur er knár þótt hann sé smár gæti verið mottó Melabúðarinnar. Vöruúrval-
ið er mikið og oftar en ekki er búðin þétt skipuð en fermetrarnir eru ekki margir.
Dögg Hjaltalín heimsótti búðina og náði tali af Friðriki Guðmundssyni verslun-
arstjóra þar sem hann var önnum kafin við að afgreiða.
JOSTEIN SÆTRENES hefur verið ráðinn
forstjóri KredittBanken í Álasundi.
Sætrenes er í
dag forstjóri
skipafélagsins
Bourbon Offs-
hore Norway AS. Áður var hann fjár-
málastjóri Havila Supply, vann hjá Fokus
Bank og gegndi ýmsum störfum í skipa-
iðnaðinum. Sætrenes tekur við stöðu
forstjóra KredittBanken í ágúst og mun
kom í stað Frank O. Reite, sem nýverið
var gerður að framkvæmdastjóra yfir
starfsemi Íslandsbanka í Noregi og á
sæti í framkvæmdastjórn Íslandsbanka.
ALMAR ÖRN HILMARSSON hefur verið
ráðinn forstjóri Sterling. Almar hefur
verið framkvæmda-
stjóri Iceland Ex-
press síðan í byrjun
nóvember á síðasta
ári. Almar er lög-
fræðingur og er
fæddur 1973. Hann
varð framkvæmda-
stjóri Ágætis árið 1999 og eftir að Ágæti
og Bananar sameinuðust árið 2001
stýrði Almar hinu sameinaða fyrirtæki. Í
árslok 2002 tók hann svo við starfi fram-
kvæmdastjóra Tæknivals.
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri Austurbakka.
Margrét, sem er
fædd 1954, hefur
víðtæka stjórnunar-
reynslu bæði á Ís-
landi og í Danmörku.
Síðustu 10 ár hefur
hún starfað sem
framkvæmdastjóri
Neytendasviðs
Skeljungs hf. Þar á undan starfaði Mar-
grét í níu ár sem framkvæmdastjóri hjá
olíufélaginu Q8 í Kaupmannahöfn. Mar-
grét lauk Cand. Oecon prófi frá HÍ 1978
og Cand Merc prófi frá Copenhagen
Business School 1981. Eiginmaður Mar-
grétar er Lúðvíg Lárusson sálfræðingur
og eiga þau tvö börn.
STENDUR VAKTINA Í KJÖTBORÐINU Friðrik Guðmundsson, verslunarstjóri Melabúðarinnar.
PÁLL BRAGI KRISTJÓNSSON
Mótlæti getur verið
dulbúinn vinur
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/H
ei
ða
FRÁ AÐALFUNDI SA Hrund Rudolfsdótt-
ir og Brynjólfur Bjarnason.
Ný stjórn
Samtaka
atvinnulífsins
Nýja stjórn Samtaka atvinnulífs-
ins skipa: Ingimundur Sigurpáls-
son, formaður, forstjóri Íslands-
póst, Arnar Sigurmundsson,
Samtökum fiskvinnslustöðva,
Björgólfur Jóhannsson, Síldar-
vinnslunni, Brynjólfur Bjarna-
son, Landssíma Íslands, Eiríkur
Tómasson, Þorbjörn-Fiskanes,
Friðrik Jón Arngrímsson, Lands-
sambandi ísl. útvegsmanna,
Gunnar Sverrisson, Íslenskum
aðalverktökum, Grímur Sæ-
mundsen, Bláa lóninu, Guðmund-
ur Ásgeirsson, Nesskipi, Hreiðar
Már Sigurðsson, KB banka, Hjör-
leifur Jakobsson, Olíufélaginu,
Hrund Rudolfsdóttir, Lyf og heil-
su, Jens Pétur Jóhannsson, Raf-
magnsverkstæði Jens Péturs,
Kristín Jóhannesdóttir, Baugi
Group, Loftur Árnason, Ístaki,
Óskar Magnússon, Trygginga-
miðstöðinni ,Ragnhildur Geirs-
dóttir, FL Group, Rannveig Rist,
Alcan á Íslandi, Sveinn Hannes-
son, Samtökum iðnaðarins, Þor-
geir Baldursson, Prentsmiðjunni
Odda og Vilmundur Jósefsson,
Gæðafæði. - dh