Fréttablaðið - 11.05.2005, Page 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 15
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Miðaldra ofurhetjurnar í bíó-
myndinni The Incredibles láta
sér ekki nægja að vinna sigurorð
á hinum illa Syndrome heldur
hefur þeim tekist að skila Pixar
kvikmyndaframleiðandanum
methagnaði.
Kvikmyndaframleiðandinn
Pixar, sem getið hefur af sér
margar af þekktustu teiknimynd-
um síðustu ára, þrefaldaði hagn-
að sinn á fyrstu þremur mánuð-
um ársins miðað við sama tíma í
fyrra. Það er fyrst og fremst
mikil sala á DVD-diskum með
kvikmyndinni The Incredibles
sem hefur gert gæfumuninn.
Hlutabréf í Pixar hækkuðu
snarlega á markaði í kjölfar tíð-
indanna. Þá vekur það bjartsýni
að Steve Jobs, stjórnarformaður
Pixar og forstjóri Apple, lýsti
yfir að hann hefði hug á því að
ræða við nýjan forstjóra Disney-
fyrirtækisins um samvinnu, en
upp úr samvinnu fyrirtækjanna
slitnaði vegna ágreinings milli
Jobs og Michael Eisner fyrrum
forstjóra Disney.
Disney gerði samning um
dreifingu á myndum Pixar en að-
eins ein mynd er eftir á þeim
samningi, myndin Cars sem kem-
ur út síðar á árinu.
Sala DVD-diska með kvik-
myndum hefur bætt miklu við
tekjumöguleika kvikmyndavera
en sérstaklega er vinsælt að
kaupa teiknimyndir á DVD-spól-
um. Fyrir vikið hafa fyrirtæki á
borð við Pixar lagt sig fram um
að framleiða myndir sem höfða
bæði til barna og fullorðinna svo
allir á heimilinu vilji kaupa
diskinn. Alls hafa selst tæplega
tuttugu milljónir DVD-diskar
með myndinni. - þk
Ofurhetjurnar græða fyrir Pixar
Hagnaður þrefaldast á milli ára.
BOB PARR OG FJÖLSKYLDA Í OFUR-
HETJUBÚNINGUNUM Hin ótrúlega Parr-
fjölskylda hefur skilað Pixar dágóðri
summu eftir að bíómyndin The Incredibles
sló í gegn um heim allan.
SJÓVÉLAR
Tvöfaldað
í Kína
Breski fjárfestingarbankinn
HSBC tvöfaldaði eignarhlut
sinn í kínverska tryggingafélag-
inu Ping An í fyrradag.
Kaupverð hlutanna
var 1,1 milljarður
dollara eða í kring-
um sjötíu millj-
arðar króna. Notaði
bankinn tækifærið
til kaupanna eftir að
hlutabréfaverð hafði náð
sex ára lágmarki. Það voru
Morgan Stanley og Goldman
Sachs sem seldu. Eftir kaupin
mun bankinn eiga tæp tuttugu
prósent í Ping An, sem er annað
stærsta tryggingafélag lands-
ins.
HSBC er stærsti vestræni
fjárfestirinn í kínverskum fjár-
málafyrirtækjum. – bg
SLÁTRUN HJÁ SS
Markaðsvirði rúmar 200 milljónir.
Enn fækkar
á Aðallista
SS á Tilboðsmarkaðinn
vegna lítilla viðskipta
og aukinna krafna.
Sláturfélag Suðurlands verður
fært af Aðallista yfir á Tilboðs-
markaðinn í byrjun júní. „Vegna
lítilla viðskipta, síaukinna krafna
sem gilda um skráningu og
kostnaðinn sem af því leiðir höf-
um við valið þá leið að færa fé-
lagið yfir á Tilboðsmarkaðinn,“
segir Steinþór Skúlason, forstjóri
SS. Hann bætir við að auk þess
hafi stjórnendum félagsins verið
skylt að færa það vegna lág-
markskröfu um markaðsvirði fé-
laga á Aðallista.
Markaðsvirði SS miðað við
síðustu viðskipti er 214 milljónir
en skráningarskilyrði á Aðallist-
anum miða við að markaðsvirði
félaga sé yfir 600 milljónir. Um
helmingur af eiginfé félagsins er
skráð í Kauphöllina. - dh
TANNTÆKNI Ómar B. Hansson, tannsmið-
ur og framkvæmdastjóri tannsmiðjunnar
Krónu, bauð viðskiptavinum sínum í heim-
sókn til að kíkja á nýjasta tæki tannsmiðj-
unnar. Tækið gerir kleift að skanna staka
tennur eða fleiri til að hanna undirlag fyrir
krónur og brýr. Hönnunin fer fram á tölvu-
skjá með hjálp þrívíddarhugbúnaðar. Upp-
lýsingarnar eru síðan sendar til Svíþjóðar
þar sem undirlagið er smiðað úr Zircon ker-
amiki og sent til baka í pósti. Ómar segir
marga kosti við efnið og tæknina. Undirlag-
ið sé hvítt og ekki komi grár skuggi eins og
þegar notast er við gullefni, auk þess sem
mikil vinna og tími sparast miðað við hefð-
bundnar aðferðir.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n