Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 17 S K O Ð U N Katrín Ólafsdóttir skrifar Gert er ráð fyrir að einkaneysla aukist um sex prósent á ári á mann að meðaltali árin 2004- 2006, eða um 25 prósent í allt. Þetta þýðir neysla hvers manns verði að meðaltali 25 prósent meiri á árinu 2006 en hún var á árinu 2003, og það þegar búið er að taka út áhrif verðbólgunnar. Á sama tíma er gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um tæplega þrjú prósent á ári, eða um tólf prósent í allt. Þessar tölur eru fengnar úr þjóðhagsspá fjármálaráðuneytis- ins. Munurinn þarna er gífurlegur. Til lengdar er eðlilegt að neysla og kaupmáttur haldist í hendur, þ.e. aukning í neyslu sé svipuð og aukningin í þeim tekjum sem við förum með heim í vasanum þeg- ar búið er að borga tekjuskattinn og við getum notað til að borga fyrir neysluna. Það að neyslan aukist hraðar þýðir að við þurf- um að taka lán fyrir mismunin- um og höldum því áfram að safna skuldum. Skuldir heimilanna eru þegar miklar og með þeim hæstu í heimi. Að vísu verður að taka til- lit til þess að ólíkt mörgum öðr- um þjóðum eru eignir heimilanna hér á landi einnig miklar vegna sparnaðar í gegnum lífeyriskerf- ið. Engu að síður er skuldsetning heimilanna mikil þar sem áætlað er að þær hafi numið 186 prósent af ráðstöfunartekjum á árinu 2004. Ef svo fer sem horfir líður ekki á löngu þar til hlutfallið verður komið í tvö hundruð pró- sent. Það þýðir að miðað við þær tekjur sem við höfum til ráðstöf- unar á einu ári, þá skuldum við tvöfalda þá upphæð. Fyrir hverja milljón sem við fáum greidda inn á launareikning, þá skuldum við tvær. Þessi vöxtur í neyslu sést skýrt í auknum innflutningi. Þannig jókst innflutningur í heild fyrstu þrjá mánuði þessa árs um fimmtán prósent að raunvirði. Hluti þessa innflutnings er inn- flutningur á neysluvörum, en hann jókst um 22 prósent á þess- um tíma. Mestu munar um bíl- ana, en innflutningur á þeim jókst um hvorki meira né minna en sextíu prósent mánuðina janú- ar til mars miðað við sama tíma í fyrra. Innflutningur á heimilis- tækjum jókst um 36 prósent. Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir að dragi úr einkaneyslu, allavega ekki fram til ársins 2010. Því veltir maður fyrir sér hvað sé hægt að kaupa marga bíla, sjónvörp og hljómtæki? Ætli það séu engin takmörk? Neysla og meiri neysla Sími 535 9000 www.bilanaust.is Manista Handþvottaefni sem fagmenn nota: Gert úr náttúrulegum efnum; öflugt en fer vel með húðina. Hand- þvottakre mið sem fagmenni rnir nota! Barrier Cream Ver hendur/húð gegn óhreinindum og áhrifum ýmissa efna. Screen Wash Fyrir rúðu- sprautuna allan ársins hring: Frostþolið efni sem hreinsar, hrindir vatni frá og gerir gler hálla. Inniheldur ekki tréspíra (metanól). Injector Magic Hellt í bensín- geyminn. Losar óhreinindi, heldur innsprautukerfi bensínvélar hreinu, eyðir raka; tryggir eðlilega úðun og endingu spíssa. Árangur: Betri gangur, hámarksafl og sparneytni. Dot 4 Syntetískur bremsuvökvi sem flestir bíla- framleiðendur mæla með fyrir öll bremsu- kerfi, með eða án ABS. Superdiesel Bætiefna- bætt olía: Fyrir meðal- stórar og stærri dísilvélar. Þykktar- flokkun: 15w40. Eurolite Hálf syntetisk olía: fyrir bensín- og dísilvélar. Hár gæða- staðall. Þykktar- flokkun: 10w40. Long Life 100% syntetisk há- gæða olía. t.d. fyrir Audi, Skoda, Golf ofl. Nýjustu staðlar. Þykktar- flokkun: 0w30. Bankabarátta og taugakerfi Kjúklingarnir hafa verið að stökkva út af markaðnum í vik- unni. Þar sannast eins og oft áður að gott taugakerfi er mikilvæg- asta eign hvers spákaupmanns. Ég hef ekki tekið það saman hvað ég græddi á því að kaupa eins og vitleysingur í október þegar markaðurinn lækkaði ell- efu daga í röð. Þegar magasjúk- lingarnir panikkera í lækkunar- ferlinu, þá er veisla hjá okkur sem erum í þessu af einhverri al- vöru. Við hliðina á Porche jepp- anum stendur nú þessi fíni pall- bíll sem nýtist vel í laxinum og er skrifaður á sveifluna sem varð á hlutabréfamarkaðnum í haust. Ég pantaði hann frá USA í febrú- ar og keypti dollana strax til að verja mig fyrir lækkun. Græddi líka á því. Nú eftir lækkun síðustu viku er ég að spá hvar sé best að taka stöður. KB banki eltir alltaf markaðinn niður, en hann er fínn kostur þegar krónan lækkar. Tekjurnar meira og minna að koma að utan og innlenda hag- sveiflan og gengisþróunin segir lítið í bankanum. Ef krónan fer að veikjast, þá er fínt að vera með smá stöður í útflutnings- fyrirtækjunum og fjármálafyrir- tækjum sem eru með miklar er- lendar eignir. Íslandsbanki hefur verið að auka erlendar eignir og þar við bætist að Straumur hlýt- ur að gera tilraun með Lands- bankanum að kaupa bankann. Straumur tryggði sér hátt í þrjá milljarða í Íslandsbanka rétt fyrir uppgjörið, en á markaðnum eru menn á því að FL Group eigi bréfin í bili, þangað til Straumur þarf á þeim að halda. Hannes Smárason hefur alltaf verið seig- ur í að nýta sér svona tækifæri og grætt vel á því að taka stöður í fyrirtækjum þar sem hasar er í pípunum. Straumur er fullur af pening- um núna og Þórður þarf að fara að finna fleiri verkefni. Ef hann finnur þau, þá kannski minnkar áhuginn á Íslandsbanka. Hins vegar er líklegast að Straumur og Landsbankinn reyni að taka bankann og skipta honum á milli sín. Það er sennilega best að halda stórri stöðu í Íslandsbanka. Maður getur varla tapað á því, eða hvað? Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Til lengdar er eðlilegt að neysla og kaupmáttur haldist í hendur, ... Það að neyslan aukist hraðar þýðir að við þurfum að taka lán fyrir mismuninum og höldum því áfram að safna skuldum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.