Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 44
Hefja sölu veiðileyfa Leigusamningur Víðidalsár staðfestur. MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN20 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins var haldinn með miklum glæsibrag nýlega. Yfirskrift fundar- ins var spurningin Áfram í úrvalsdeild? Með því var verið að vitna til þess hversu vel Íslendingum virðist vegna í viðskiptum og atvinnulífi. Fundar- gestir fengu að líta á myndbönd um árangur at- vinnulífsins, árangur stjórnvalda og um áherslur atvinnulífsins og framtíðarsýn. Þetta var fersk og skemmtileg nýbreytni og fín tilbreyting frá hefð- bundnum ræðuhöldum. Á fundinum stýrði Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, líflegum umræðum um áherslur atvinnu- lífsins og framtíðarsýnina. Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, sagði Ísland vera statt neðar- lega í úrvalsdeild, við værum rétt að byrja að spila þar. Hann sagði Íslendinga hafa sýnt að þeir geti keypt stór fyrirtæki erlendis en þeir ættu eftir að sýna að þeir gætu rekið þau og af þeim verkum yrðu Íslendingar dæmdir. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sagði bankana hafa með auknum umsvifum sínum skapað gríðarleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki en að æskilegt væri að fleiri fjárfestar tækju svo virkan þátt í atvinnulífinu. - dh Þegar er byrjað að spyrjast fyrir um veiði- leyfi í Víðidalsá á Norðurlandi vestra næsta sumar og verður fljótlega byrjað að selja í ána, segir Harpa Hlín Þórðardóttir. Leigir hún ána ásamt manni sínum, Stefáni Sigurðssyni, undir merkjum H&S Ísland. Þau vinna bæði á skrifstofu Lax-á, sem er umsvifamesta fyrirtækið hér á landi í leigu laxveiðiáa. Harpa og Stefán undirrituðu leigusamn- ing ásamt stjórn veiðifélagsins til fimm ára í síðustu viku. Samningurinn er upp- segjanlegur af hálfu beggja aðila að þrem- ur árum liðnum. Þau greiða rúmar 52 millj- ónir króna árlega fyrir veiðiréttinn til veiðifélagsins. Það er eitt hæsta leiguverð fyrir á sé tekið mið af stangafjölda. Leigan hækkar um tæpar tuttugu millj- ónir króna frá því sem núverandi leigutaki greiðir. Stefán segir samninginn „nýkom- inn úr ofninum“ og verið sé að verðleggja leyfin. Að því loknu geti salan hafist. – bg Skipasmíðastöð – vélsmiðja Undirritaður skiptastjóri í þrotabúi Óseyjar ehf. að Óseyrarbraut 40 í Hafnarfirði, óskar hér með eftir áhuga mögulegra kaup- enda að eignum þrotabúsins. Meðal annars er um að ræða nýlega u.þ.b. 3.500 fermetra fast- eign á 12.240 fm leigulóð, sem skiptist m.a. í sal fyrir skipa- smíðar með u.þ.b. 20 metra lofthæð, viðgerða- og renniverk- stæði, og skrifstofu- og þjónustuhluta. Ennfremur getur verið um að ræða áhöld, tæki, efnislager og rekstur fyrirtækisins. Um er að ræða eignir þrotabús, og miðast möguleg sala við forsendur þess s.s. varðandi veðsetningar og ábyrgð á ástandi hins selda. Hið selda kann að verða selt í heild eða stökum einingum. Haft skal samband við undirritaðan skiptastjóra þrotabúsins. Ólafur Rafnsson hdl., skiptastjóri. sími 565-5155 KÁTT Á HJALLA Guðrún Lárusdóttir, forstjóri Stálskipa, Kristján Ragnars- son og Magnús Kristinsson. KJAFTAÐ Í KAFFIHLÉINU Hrund Rudolfsdóttir, stjórnarformaður SVÞ, og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. ATVINNULÍFIÐ RÆTT Þórólfur Árnason og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group. Fr ét ta bl að ið /H ei ða SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Björn Magnússon, formaður veiðifélags Víðidalsár og bóndi á Hólabaki, afhendir Stefáni Sigurðssyni undirritaðan samning að lokinni undirskrift. Með á myndinni eru stjórnarmenn veiði- félagsins. Segja Ísland vera í efnahagslegri úrvalsdeild Gestir á aðalfundi Samtak atvinnulífsins fengu ekki bara ljúffengar veitingar heldur líka kvikmyndasýningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.