Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 48
Lítið fé í lágfiðlur
Lágfiðlan eða víólan er sjaldnast
í forgrunni klassískrar tónlitar,
en án hennar yrði hljómur feg-
urstu verka tónbókmenntanna
næsta fátæklegur. Íslendingar
eru svo heppnir að eiga hóp frá-
bærra víóluleikara sem getið
hafa sér gott orð á alþjóðavett-
vangi.
Metnaðurinn er mikill og nú
stendur fyrir dyrum hér á landi
alþjóðleg ráðstefna víóluleikara
þar sem frumflutt verða meðal
annars ný íslensk tónverk. Fyrir-
fram hefði maður haldið að hin
menningarsinnuðu stórfyrirtæki
þæðu tækifærið að leggja nafn
sitt við svo glæsilegan menning-
arviðburð. Svo var þó ekki því
hópurinn ritaði öllum helstu
stórfyrirtækjum landsins bréf
með beiðni um litla styrki, en
enn sem komið er hafa víóluleik-
ararnir ekki fengið krónu í metn-
aðarfullt framtak sitt.
Orð eru dýr
Orð eru dýr, sagði skáldið og á
því fékk forstjóri Ericsson að
kenna í gær. Fyrirtækið bauð til
sín fjárfestum og greiningar-
deildum víðsvegar að til að
kynna fyrirtækið. Forstjórinn
var upplitsdjarfur og sagði
greinina í góðu formi og að Er-
icsson myndi halda áfram að ná
til sín markaðshlutdeild.
Sannfæringarkraftinn virðist
hafa skort, því að ræðan kostaði
yfir 40 milljarða króna í lækk-
andi markaðsvirði Ericsson í
gær, þar sem forstjórinn hækk-
aði ekki tekju- og hagnaðaráætl-
un fyrirtækisins. Burðarás á
0,001 prósent í Ericsson og for-
sætisráðherra miklu minna.
Leyfi skilað
Netia, fyrirtæki undir stjórn
Björgólfs Thors Björgólfssonar,
hreppti leyfi fyrir þriðju kynslóð
farsíma í Póllandi. Leyfi fyrir
GSM-net var einnig í útboðinu,
en því leyfi var ekki úthlutað,
þar sem enginn var talinn upp-
fylla skilyrði.
Skilyrðin eru líklega þau að
pólska ríkinu fannst ekki nægj-
anlega vel boðið.
Á fréttavef Dow Jones er haft
eftir forstjóra Netia að efasemd-
ir séu um það hvort þriðju kyn-
slóðarleyfinu verði tekið, þar
sem áætlanir Netia hafi miðað að
því að vera með bæði netin. Síð-
ast þegar fréttist var Björgólfur
Thor á leiðinni til Póllands til að
kippa hlutunum í lag.
800 200 100þúsund. Boð í treyju Eiðs Smára Guðjónssen,leikmanns Chelsea, sem seld var á netinu. milljarðar. Heildarútlán bankanna vegnaíbúðalána. milljónir. Greiðsla ríkissjóðs á erlend-um skammtímalánum í dollurum.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
B A N K A H Ó L F I Ð