Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 56
Eiður Smári skoraði á Old Trafford 20 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við óttumst það ... ... að Íslandsmót kvenna í knattspyrnu verði líkara léttri æfingu en alvöru keppni fyrir hið frábæra lið Vals. Valur vann ÍBV 10–0 í meistarakeppninni í gær en ÍBV er spáð 4. sæti deildarinnar. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... Eiði Smára Guðjohn- sen, sem hefur skorað í báðum leikjum Chelsea gegn Man- chester United í ensku deildinni í vetur. Hvaða framherji sem er í heim- inum yrði stoltur af því afreki. Eiður skoraði í gær sitt 17. mark fyrir Chelsea, og hefur enginn leikmaður liðsins skorað meira en hann. Körfuboltamaður dæmdur Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvason hefur verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann. Hann féll á lyfjaprófi fyrr í vetur og efnið sem felldi hann var amfetamín. „Þetta var bara eins og ég átti von á og er alls enginn heimsendir,“ sagði Ólafur Aron við Fréttablaðið í gær. Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson hefur verið á mála hjá skoska úrvals- deildarliðinu Aberdeen í vetur og er samningsbundinn liðinu út mánuðinn. Honum hefur þegar verið tilkynnt að samningur hans verði ekki endurnýjað- ur. Gunnlaugur Tómasson, umboðs- maður Þórarins, segir að hann hafi full- an hug á að reyna áfram fyrir sér er- lendis og sé ekki á leiðinni heim í ís- lenska boltann – ekki strax. „Þórarinn er úti í Skotlandi og er þessa stundina að jafna sig eftir meiðsli. Hann ætlar að reyna áfram fyrir sér úti og ef það gengur ekki upp hjá honum kemur hann væntanlega heim,“ segir Gunn- laugur. Hann og Þórarinn eru þessa stundina að vinna í málinu og ræða við félög um að fá hann til reynslu. „Við erum í sambandi við félög ekki bara hér á Bretlandseyjum, heldur einnig í Hollandi, Belgíu og Grikklandi. Það er til dæmis aldrei að vita nema að hann skelli sér í sumarfrí til Grikklands og kíki á nokkrar æfingar um leið,“ sagði Gunnlaugur í léttum tón. „En hann hef- ur mikinn metnað fyrir að halda áfram sínum atvinnumannaferli og er alls ekki að gefast upp á neinn hátt.“ Gunnlaugur segir að þjálfari Aberdeen hafi verið ánægður með Þórarin en þar sem verið að byggja upp nýtt lið geti hann ekki treyst á að Þórarinn geti ver- ið áfram meiðslafrír. „Það hefur eitt rek- ið annað í meiðslasögu hans. Í vetur var hann illa tæklaður í varaliðsleik og var frá æfingum í sex vikur. Þá fékk hann slæmt högg á bringubeinið og hvíldi vegna þess í tvær vikur. Þetta er ekkert stórvægilegt en nóg til að hafa áhrif á framvindu mála.“ Komist Þór- arinn ekki að í Evr- ópu getur það ekki verið slæmur kostur að spila nokkra leiki hér heima. „Það er lít- ill fótbolti í Evrópu í sumar þannig að menn eru mikið að koma hingað til lands til að skoða leikmenn.“ Chelsea vann 3-1 sigur á Manchester United í gær í næstsí›asta leik li›anna í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea bætti stigameti› me› sigrinum og er komi› me› 94 stig flegar a›eins einn leikur er eftir. ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON SENN SAMNINGSLAUS: KEMUR EKKI STRAX TIL ÍSLANDS Ætlar a› reyna áfram fyrir sér erlendis FÓTBOLTI Chelsea bætti stigamet Manchester United í ensku úr- valsdeildinni á Old Trafford í gær þegar liðið sótti þrjú stig á heima- völl Manchester United, sem átti einmitt gamla metið. Chelsea vann leikinn 3-1 og er því komið með 94 stig en United fékk 92 stig í 42 leikjum tímabilið 1993 til 1994. Chelsea á hins vegar leik inni auk þess að tímabilið er fjórum leikum styttra nú en þegar United setti gamla metið. Svo sannarlega stórkostlegur árangur. Það voru heimamenn í United sem byrjuðu leikinn betur en Ruud van Nistelrooy kom þeim yfir á 7. mínútu með umdeildu marki þar sem hann leit út fyrir að vera rangstæður þegar hann skoraði. Portúgalinn Tiago jafnaði metin með stórkostlegu marki tíu mínútum síðar og var staðan jöfn í leikhléi. Það var síðan okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen, sem kom Chelsea yfir á 61. mínútu þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Roy Carroll, markvörð United. Joe Cole rak síðan síðasta naglann í kistu United með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eiður Smári var að vonum kátur í leikslok þegar hann hitti breska fjölmiðlamenn að máli. „Við tókum stórt skref fram á við sem lið í dag. Við vissum af metinu og vildum ná því á þessum velli. Við lögðum mikið á okkur og ég tel að sigurinn hafi verið full- komlega verðskuldaður,“ sagði Eiður Smári. „Tímabilið hefði vissulega verið enn betra ef við hefðum komist í úrslit Meistaradeildar- innar en það er ekki dapurt afrek að taka tvo titla á einu tímabili. Það er hægt að byggja á því og við munum reyna að gera enn betur næsta vetur. Nú er aðeins leikur- inn gegn Newcastle eftir og við munum reyna að njóta okkar í þeim leik. Við erum meistarar og það er stórkostleg tilfinning.“ Þetta var annað mark Eiðs Smára gegn United á tímabilinu en hann skoraði sigurmarkið í fyrri viðureign liðanna í deildinni. „Ég virðist alltaf skora gegn United. Ég nýt þess að leika gegn United enda er það frábært fótboltalið og það er hægt að spila fótbolta gegn því,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, sem er búinn að skora 17 mörk fyrir Chelsea í vetur en það er stórkostlegur árangur sem seint verður leikinn eftir af íslenskum íþróttamanni. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 9 10 11 12 13 14 Miðvikudagur MAÍ ■ ■ SJÓNVARP  18.30 Miami Heat – Washington Wizards á Sýn. Endurtekinn leikur.  18.55 Arsenal – Everton á Skjá einum.  20.30 Landsbankadeildin 2005 á Sýn.  21.30 Íslandsmótið í kraftlyftingum á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Íþróttakvöld á Rúv. Draumaliðsleikur Vísis: Glæsileg ver›laun FÓTBOLTI Vísir og Landsbanki Ís- lands bjóða upp á öflugan draumaliðsleik á visir.is í tengsl- um við Landsbankadeild karla í sumar. Öllum er velkomið að taka þátt og er fyrirkomulagið með hefðbundnu sniði. Verðlaun verða veitt fyrir best- an árangur fyrir hvern þriðjung mótsins og stigahæsta liðið í lok mótsins hlýtur aðalvinninginn. Meðal vinninga er ferð á leik í enska boltanum, PSP-leikjatölva og gjafabréf frá Landsbankanum. Snæfell missir fleiri menn: Sigur›ur til Woonaris KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn Sigurður Þorvaldsson, sem lék með Snæfelli í Intersportdeildinni í körfuknattleik undanfarin tvö ár, ákvað í gær að feta í fótspor sam- herja síns, Hlyns Bæringssonar, og samdi við hollenska liðið Woonaris. „Samningurinn er til eins árs og ég gat einfaldlega ekki slegið hendinni á móti þessu tæki- færi,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið. „Svo er mjög gott að vita af Hlyni þarna með mér og það átti stóran þátt í að ég sló til,“ bætti Sigurður við. Samkvæmt Sigurði felst samn- ingurinn aðallega í bíl, íbúð og fæði ásamt einhverjum aurum í vasann. „Aðalatriðið er að fá að spila og ég stefni ótrauður að því að komast í byrjunarliðið. Við Hlynur munum æfa á fullu í sum- ar og ætlum að mæta til Hollands í haust í okkar besta formi,“ sagði Sigurður að lokum. Á LEIÐ TIL HOLLANDS Sigurður Þorvalds- son hættur hjá Snæfelli. FYRIRLIÐARNIR MEÐ BIKARINN Laufey Ólafsdóttir hóf leikinn í gær sem fyrirliði Vals en afhenti Írisi Andrésdóttur fyrirliðabandið er hún kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þær kyssa hér bikarinn saman og leiðist það ekki. Meistararkeppni KSÍ í kvennaflokki fór fram í gær: Valur skora›i tíu mörk KÖRFUBOLTI Það voru ótrúlegar töl- ur á markatöflunni í Egilshöllinni þegar leikur Vals og ÍBV var flautaður af í gærkvöldi. Vals- stúlkur höfðu skorað tíu mörk og leikmenn ÍBV ekki neitt. Vals- stúlkur eru því meistarar meist- aranna og lyftu bikar í annað skipti á fimm dögum. Þær unnu KR, 6–1, í úrslitum deildabikars- ins á föstudaginn var. „Það er alltaf gaman að vinna titla,“ sagði fyrirliði Vals, Laufey Ólafsdóttir, eftir leikinn í gær. „Það vantar auðvitað mikið í Eyjaliðið en við vorum staðráðnar að leggja okkur 100% fram í leikn- um. Og þótt leikurinn hafi verið eins og hann var er maður alltaf sáttur við að vinna,“ sagði Laufey. Í marki Eyjastúlkna stóð hin fjórtán ára gamla Nína Björk Gísladóttir, sem er gríðarmikið efni og á síst sökina á mörkum andstæðingsins. En hún náði sér illa á strik rétt eins og aðrar í liði ÍBV. Valsstúlkur virkuðu ekki jafn sannfærandi og gegn KR í síðustu viku en sjö markanna komu á síðasta hálftímanum. En þær bera klárlega höfuð og herð- ar yfir önnur lið í deildinni eins og staðan er nú. eirikurst@frettabladid.is HEITUR Eiður Smári fagnar hér marki sínu gegn Manchester United á Old Trafford í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.