Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 58
Fimmtíu metra afmæliskaka rann ljúflega niður í mannskapinn.
Fjölbreytt dagskrá me›
flekktum listamönnum
Tónlistarhátí› stendur nú yfir í Tíbrá í Salnum, Tónlist-
arhúsi Kópavogs, dagana 5.-14. maí.
Löngu kominn tími á n‡ja laug
A›sókn var geypimikil vi› opnun n‡ju laugarinnar a› Versölum 3 í Kópavogi og
útlit fyrir a› hún ver›i gó› áfram. Helgina eftir opnun laugarinnar var ókeypis
inn og flá mættu 6.700 manns á 3 dögum.
„Mannvirki nýju íþróttamiðstöðv-
arinnar Versala og útisvæði þess
var vígt hér sumardaginn fyrsta,
21. apríl síðastliðinn,“ segir Guð-
mundur Þ. Harðarson forstöðu-
maður. „Þetta nýja svæði á sér
nokkra sögu. Fyrsti áfangi verks-
ins var boðinn út í lok ársins 2000
og þá fór ferlið fyrst af stað.
Byggingarframkvæmdir töfðust
aðeins í byrjun, enda flókið mann-
virki, en við opnuðum hér fyrir
skólasund 12. janúar í ár og
heilsuræktina 22. janúar. Áætlað
er að þegar skólar hefjist í haust
verði íþróttahúsið opnað.“ Úti-
laugin er 25 sinnum15 metrar og
1,10-1,70 m á dýpt. „Arkitekt að
íþróttamannvirkinu er Benjamín
Magnússon. Lögð var áhersla á
það við hönnun útilaugarinnar að
hún yrði sex brauta laug, en marg-
ar af nýjustu laugum landsins eru
aðeins fjögurra brauta. Síðan er
innilaug sem er 16,67 sinnum 10
metrar. Hún opnaði fyrir skólann
12. janúar og er mjög hentug sem
kennslulaug fyrir yngri börnin.“
Nýju laugina sækja að jafnaði
eitt mtil tvö gestir á dag sem er ívið
meira en búist var við. „Við vorum
komnir með 480-490 þúsund gesti á
ári í gömlu lauginni og hún var
löngu búin að sprengja af sér. Það
kæmi mér ekkert á óvart þó að það
yrði 30-40% fjölgun sundgesta í
Kópavoginum á þessu ári með við-
bót nýju laugarinnar. Þessi nýja
sundlaug þjónar aðallega Sala- og
Lindaskóla og sjálfsagt einhverj-
um fleiri í framtíðinni.
Að mínu áliti hefur hönnun
nýju sundlaugarinnar tekist mjög
vel, þetta er mjög hlýlegt og
fallegt mannvirki. Stutt á milli
alls, potta og lauga, eimbaðs og
útisturta. Það hefur alltaf verið
mikið af fólki utan Kópavogs sem
sótt hefur í laugarnar hjá okkur.
Þegar ég byrjaði sem forstöðu-
maður í Sundlaug Kópavogs var
alltaf mikið um gesti frá nærliggj-
andi bæjarfélögum, mest Reyk-
víkingum og Garðbæingum.“
Engin þjóð í heiminum er sæk-
ir eins mikið í sund og Íslending-
ar. „Það helgast meðal annars af
því að hér eru engar strandir eða
tjarnir til að synda í. Á síðastliðn-
um 15-20 árum hafa Íslendingar
byggt gríðarlega mikið af sund-
laugum, enda er rekstur þeirra
mun ódýrari hjá okkur en í
öðrum löndum. Einnig má geta
þess að hvergi er ódýrara í laug-
ar en hér á Íslandi. Ríkið og bæj-
aryfirvöld hafa skilning fyrir því
að sund er forvarnarstarf,“ segir
Guðmundur.
Framkvæmdir í gó›ri sátt vi› íbúana
Búi› er a› samflykkja deiliskipulag fyrir Lundarsvæ›i› vi› N‡b‡laveg og fram-
kvæmdir munu hefjast flar á næstu dögum. Tekist hefur gó› sátt vi› íbúa nágranna-
bygg›arlaganna um skipulagi› á svæ›inu.
„Ég geri ráð fyrir því að byggingarframkvæmdirnar í
landi Lundar taki um 2-3 ár, en þar verður blönduð
byggð íbúðarhúsa. Gera má ráð fyrir einhverjum töfum
á umferð þegar framkvæmdir standa yfir en áformað
er að færa Nýbýlaveginn til austurs,“ segir Gunnsteinn
Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar og formaður skipu-
lagsnefndar í Kópavogsbæ.
„Eftir að framkvæmdum lýkur gengur umferðin á
svæðinu eflaust betur fyrir sig en fyrir framkvæmdirn-
ar. Samhliða endurskipulagningu á Lundi gerðum við
umferðarlíkön af þessu svæði sem unnin voru á verk-
fræðistofu og teljum okkur þannig hafa leyst úr álags-
punktum í umferðinni. Við kynntum almenningi niður-
stöðurnar og settum þær þannig fram að fólk gat séð
myndlíkön og hreyfimyndir af umferð á þyngstu álags-
punktum. Af því er ég best veit er það í fyrsta sinn sem
það hefur verið gert. Það teljum við vera eftirsóknar-
verð vinnubrögð og við höfum beitt þeim einnig við
kynningu á öðrum hverfum, svo sem Bryggjuhverfinu
og Kópavogstúni,“ segir Gunnsteinn.
„Tónlistarhátíðin er sérstaklega
haldin í tilefni 50 ára afmælis
Kópavogsbæjar. Af því sem þegar
er lokið á tónlistarhátíðinni eru
tónleikarnir „Prímadonna“ sem
samdir voru og fluttir af
kanadísku söngkonunni Mary Lou
Fallis við undirleik pánóleikarans
og tónskáldsins Peter Tiefen-
bach,“ segir Vigdís B. Esradóttir,
forstöðumaður Salarins.
„Á sunnudaginn fluttu Anna
Schein og Earl Carlyss þrjár
sónötur eftir Copland, Beethoven
og Saints-Saens. Á fimmtudaginn
næsta, 12. maí, flytur hinn heims-
frægi söngvari, Kristinn Sig-
mundsson og undirleikari hans,
Jónas Ingimundarson, íslensk lög
frá ýmsum tímum, söngva eftir
Schubert og glæstar aríur. Á þeim
tónleikum í Tíbrá gefst tónleika-
gestum tækifæri til að hlýða á
nýja efnisskrá sem þeir Kristinn
og Jónas munu flytja á komandi
tónleikaferð um Norðurlöndin,“
segir Vigdís.
Salurinn, Tónlistarhús Kópa-
vogs, var formlega tekinn í notk-
un 2. janúar 1999. Við hönnun
hans var sérstaklega lögð áhersla
á að tryggja sem bestan hljóm-
burð og leitað ráðgjafar færustu
sérfræðinga á því sviði. Salurinn
er leigður út til tónleikahalds og
fyrir upptökur, en hentar einnig
fyrir móttökur, fyrirlestra og ráð-
stefnur af ýmsu tagi. ■
Vigdís B. Esradóttir, forstöðumaður Salarins í Kópavogi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
22 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Kópavogur 50 ára
Afmælishátí›in stendur yfir allan maímánu›.
„Ein stór hátíð í tilefni afmælis-
fagnaðarins fór fram í Fífunni á
sunnudaginn um síðustu helgi en
þar mættu vel yfir 5.000 Kópa-
vogsbúar til að fylgjast með
hátíðahöldunum. Þar var boðið
upp á 50 metra afmælisköku sem
rann ljúflega ofan í mannskap-
inn,“ segir Linda Udengaard,
æskulýðs- og forvarnafulltrúi
Kópavogsbæjar, sem jafnframt
er starfsmaður afmælisnefndar.
„Þar voru frumflutt vinnings-
lögin úr lagasamkeppni um afmæl-
islag Kópavogsbæjar. Helmingur-
inn af Fífunni var fylltur upp með
leiktækjum og óhætt er að segja að
aldrei fyrr hafi afmælisveisla af
þessari stærðargráðu verið haldin
í Kópavogi. Á afmælisdaginn sjálf-
an hefst dagurinn á söng 1.200
barna úr leikskólum Kópavogs og
síðan verður hátíðarfundur bæjar-
stjórnar Kópavogs þar sem von er
á samþykkt sem hæfir afmælis-
degi bæjarins. Síðan er hátíðar-
dagskrá í Salnum og þar koma
fram ungir listamenn og sýnd
verður stutt heimildarmynd um 50
ára sögu Kópavogs. Þann 12. maí
verða hátíðartónleikar með Kristni
Sigmundssyni og Jónas Ingi-
mundarson sér um undirspil.
Afmælisdagskránni verður fram
haldið í maímánuði og nánast öll
félög og stofnanir bæjarins munu
leggja fram sinn skerf,“ segir
Linda.
Aðsókn í nýju Kópavogslaugina að
Versölum hefur verið meiri en búist
var við. Nýja sundlaugin við Versali er
keppnislaug með sex brautum og svo
þykja ákveðin þægindi falin í því að
hafa stuttar vegalengdir á milli laugar
og heitra potta.
Gert er ráð fyrir blandaðri byggð á Lundarsvæðinu í Kópavogi.
KÓPAVOGUR Í 50 ÁR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Guðmundur Þ. Harðarson á von á mikilli
fjölgun sundgesta.