Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 72

Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 ® Þakviðgerðir Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Sæll Sturla, ég ákvað að skrifa þérbréf, sem hefur þó einn galla. Ég hef heyrt fullyrt að þú lesir aldrei blaðið mitt, en samt vil ég skrifa þér. Ég hef stundum hugsað mér að senda þér línu en þegar ég sá til þín í gær- kvöldi í ræðustól Alþingis tók ég ákvörðun. Í upphafi verð ég að játa að ég hvorki hlustaði né horfði á þig allar þær tíu mínútur sem þú hafðir. Það er ekki mér að kenna, Sturla, alls ekki. Strákurinn hann Eiður Smári var að spila á annarri rás og þess vegna ætl- aði ég að skipta mér á milli ykkar, svo skoraði hann meðan þú talaðir, þú skilur. RÁÐHERRA, þannig er að ég tók eftir því að Kiddi sleggja var að finna að því að þú ætlar að hafa göngin til Siglufjarðar með tveimur akreinum, einni í hvora átt. Það er alveg dæmi- gert fyrir sumt fólk hvernig það getur látið. Ekki láta Kidda trufla þig. Mig langar að segja þér eina sögu. Ég og konan vorum einu sinni á ferðalagi norðanlands. Ég bauð henni til Ólafs- fjarðar, og það get ég sagt þér að þegar við komum í Ólafsfjarðargöng- in sagði hún: ósköp eru þetta dimm göng. Ég bað hana bara að taka niður sólgleraugun og þá var allt í lagi með göngin. En þau eru þröng. Væri ekki réttast að hafa nýju göngin bæði breið og björt, svo björt að Kristborg þurfi ekki að taka af sér sólgleraugun ef við förum einhvern tíma á síldarhátíð? RÁÐHERRA, hann er ekki betri hinn bróðirinn, Gunnar Birgis. Hvað er með þann mann? Hann lætur eins og ekki sé í lagi þó þú hafir steypt flesta vegi í þínu eigin kjördæmi. Ég hef heyrt öfundsjúka menn segja þig svo duglegan að flestar traðir í kjör- dæminu séu lagðar slitlagi, það sé svo flott að búpeningurinn gangi um á inniskónum. Manstu líka hvernig var látið þegar þú og þínir menn fóruð út um allt með kjörkassana sem tryggðu þér fyrsta sætið í prófkjörinu. Sama öfundin, enn og aftur. Við vitum, Sturla, að þeir fiska sem róa. RÁÐHERRA, þegar ég heyrði þig segja að best væri að tryggja jafnrétti til náms með því að setja á varfærin skólagjöld tók ég mér penna og pappír í hönd og ákvað að senda þér þetta bréf. Þó fyrr hefði verið, og þá á ég ekki við bréfstúfinn, heldur að þú nefndir fyrstur manna varfærin skólagjöld sem leið til jafnréttis til náms. Það er ég viss um að sett verð- ur út á þetta. Alls staðar eru menn öfundar. Þinn einlægur. ■ Ólesið bréf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.