Fréttablaðið - 12.05.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 12.05.2005, Síða 4
SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti lands- manna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Sam- fylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. 61 prósent þeirra sem tóku af- stöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 pró- sent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuð- borgarsvæðisins eru því greini- lega ekki eins fylgjandi að R- listinn bjóði aftur fram, því ein- ungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent lands- byggðarfólks. Þá eru konur að- eins líklegri til að styðja R-list- ann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-list- inn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðn- ingsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarend- um á höfuðborgarsvæðinu sögð- ust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-list- anum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,64 64,94 121,76 122,36 83,27 83,73 11,186 11,252 10,301 10,361 9,034 9,086 0,6133 0,6169 97,59 98,17 GENGI GJALDMIÐLA 11.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 115,06 +0,41% 4 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR Benedikt Davíðsson um fjárhag eldri borgara: Binda vonir vi› fjárlagager›ina KJARAMÁL Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Landssam- bands eldri borgara, segir að það komi sér ekki á óvart að tæplega 1.600 ellilífeyrisþegar fái engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Það hafi verið vitað fyrir löngu síðan. „Það sem verra er er að skerð- ingar í almannatryggingakerfinu eru svo brattar að fjöldi fólks sem hefur greiðslur frá lífeyrissjóðum hefur samt sem áður lítið hærri tekjur en þeir sem fá framfærslu sína eingöngu úr almannatrygg- ingakerfinu,“ segir hann. „Þriðjungur aldraðra hefur tekjur innan við 110 þúsund krón- ur á mánuði og borgar af því 13 prósenta skatt. Þarna er um fá- tæktargildru að ræða sem erfitt er að komast út úr nema frítekju- mörk séu hækkuð eða skattleysis- mörk fylgi launaþróun í landinu.“ Benedikt á von á viðræðum við stjórnvöld og vonar að tekið verði tillit til ábendinga eldri borgara við undirbúning fjárlagagerðar 2006. Ríkisstjórnin hafi fallist á að setja starfshóp með eldri borgur- um sem geti komið fram með til- lögur til úrbóta. - ghs Stu›ningur vi› R-lista mestur úti á landi Héraðsdómur Reykjavíkur: Mánu›ur fyrir árás DÓMSTÓLAR 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í 30 daga fang- elsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir líkamsárás 14. desember 2002. Dómurinn var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Reykjavíkur, en málið var dómtekið 20. apríl síðastlið- inn. Lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru í málinu í lok janúar. „Ákærði hefur ekki sætt refs- ingum svo kunnugt sé. Við ákvörð- un refsingar verður litið til þess, en einnig horft til þess að ákærði sparkaði í höfuð liggjandi manns og gerði þannig alvarlega atlögu að líkama hans,“ segir í dómnum. Skaðabótakröfu þess sem ráðist var á var vísað frá dómi. - óká BANDARÍKIN HVÍTA HÚSIÐ OG ÞINGHÚSIÐ RÝMD Hvíta húsið og alríkisþing- húsið á Capitol-hæð í Washington voru rýmd í stutta stund í gær þegar í ljós kom að lítil flugvél var komin inn á flugbannsvæði yfir stjórnarbyggingum borgar- innar. Herþotur beindu vélinni á brott enda var hún á svæðinu fyrir misgáning. Bush Banda- ríkjaforseti var ekki í borginni. VEÐRIÐ Í DAG Samkvæmt sko›anakönnun Fréttabla›sins er stu›ningur vi› áframhaldandi samstarf R-listans mestur á landsbygg›inni. Stu›ningurinn er minnstur me›al stu›ningsmanna fleirra flokka sem mynda R-listann á höfu›borgarsvæ›inu. 61,0% 71,6% 54,6% 52,3% 39,0% 28,4% 45,4% 47,7% ER RÉTT AÐ FLOKKARNIR SEM STANDA AÐ R-LISTANUM BJÓÐI AFTUR FRAM SAMAN TIL BORGARSTJÓRNAR? Allir Lands- byggðin Höfuð- borgarsv. Stuðningsfólk R-listaflokka á höfuðborgarsv.Nei Já ILLA FARINN JEPPI Land-Rover jeppi hrökk í gang og á næsta bíl eftir að upp kom eldur í vélarhúsi hans eftir hádegi í gær. Miðborg Reykjavíkur: Logandi jeppi hrökk í gang SLÖKKVILIÐ Mannlaus jeppabifreið hrökk í gang eftir að eldur kom upp í vélarhúsi hennar nokkru fyrir klukkan tvö í gær og rauk aftur á bak á næsta bíl í bílastæði við Egilsgötu rétt við Snorrabraut í Reykjavík. Að sögn slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins mun ekki fordæma- laust að bílar hrökkvi í gang við að upp kemur í þeim eldur, þótt fátítt sé. Mildi er talin að jeppinn, sem er af Land-Rover gerð, fór ekki lengra, enda þungur og gæti valdið miklu tjóni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ekki ljós. - óká Kosturinn á Kárahnjúkum: Mega taka tvo ávexti KÁRAHNJÚKAR Íslendingar sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúk- um eru óánægðir með að aðeins megi taka með sér tvo ávexti úr mötuneyti og að ekki sé lengur boð- ið upp á annað brauðálegg en ost. Ómar R. Valdimarsson, tals- maður Impregilo, segir að fljót- lega eftir að Impregilo hafi tekið til starfa hafi í sparnaðarskyni verið hætt að bjóða upp á annað álegg en ost. Ekki hafi mátt taka neitt með sér úr mötuneyti en nú sé leyfilegt að taka tvo ávexti. Horft sé í gegnum fingur sér taki menn þrjá. - ghs BENEDIKT DAVÍÐSSON Þriðjungur eldri borgara hefur 110 þúsund krónur til umráða á mánuði og borgar af því 13 prósent í skatt, að sögn Benedikts Davíðssonar, fyrrverandi formanns Landssambands eldri borgara. NÚVERANDI OG FYRRUM BORGARSTJÓRI REYKJAVÍKURBORGAR Mikill meirihluti lands- manna vill sjá áframhaldandi samstarf Reykjavíkurlistans í næstu sveitarstjórnarkosning- um. Stuðningur kjósenda höfuðborgarsvæðisins er mun minni en stuðningur kjósenda landsbyggðarinnar. Bush í Georgíu: Handsprengja lá hjá svi›inu TÍBLISI, AP Óvirk handsprengja fannst nokkra metra frá sviðinu þar sem Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Georgíumenn í Tíblisi í fyrradag. Í fyrstu var talið að einhverjir hefðu reynt að ráða forsetann af dögum en mistekist. Nú eru menn farnir að hallast að því að sprengjan hafi verið gerð óvirk af ásettu ráði til að spilla fyrir annars vel heppn- aðri heimsókn. Ekki er vitað hverjir gætu hafa komið sprengjunni fyrir en talið er líklegt að óánægðir Georgíumenn hafi verið að verki til að mótmæla skrautsýningu stjórn- valda á meðan fjöldi fólks býr við afar kröpp kjör. ■ Vinnuslys í Drammen: Tveir létust í kranaslysi NOREGUR Tveir menn fórust í hörmulegu vinnuslysi í Drammen í Noregi í gær. Mennirnir voru að vinna við að taka sundur byggingakrana í mið- bænum þegar hluti kranans losn- aði. Féll annar mannanna til jarðar og lést samstundis. Hinn hékk fast- ur í 40 metra hæð yfir jörðu í öryggislínu en lést af hjartaáfalli skömmu eftir komuna á sjúkrahús. Litlu mátti muna að kraninn félli á lögreglustöðina í Drammen. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.