Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 10
12. maí 2005 FIMMTUDAGUR FUGLAVERND Flateyjarbóndinn Hafsteinn Guðmundsson, sem átti gasbyssu sem fannst við meint arnarhreiður í Borgar- hólma í Hergilseyjarlöndum nú í apríl, heldur því fram að ernir hafi aldrei orpið í Borgarhólma og að gasbyssuhvellirnir hafi ein- ungis verið til þess að fæla geld- fugla frá æðarvarpi í hólmanum. Hafsteinn segir að eftirlitsflug Kristins Hauks Skarphéðinssonar og félaga yfir arnarvörp valdi engu minni skaða þegar fuglar fljúga upp við flugvélaniðinn. Þá vill Hafsteinn meina að hann hafi verið í fullum rétti að verja sinn atvinnuveg, æðarvarpið. Kristinn Haukur segir á hinn bóginn að Hafsteinn hafi einmitt unnið að því meðvitað að koma í veg fyrir að ernir geti komið upp ungum á þessum slóðum og að brotavilji hans sé einbeittur. Um þessi vinnubrögð Hafsteins segir Kristinn: „Það er rótgróin óvild í garð arnarins á þessu svæði og Hafsteinn er verðugur fulltrúi þeirra sem standa með annan fót- inn í nítjándu öldinni og hinn í þeirri átjándu.“ Sýslumaðurinn á Patreksfirði á eftir að taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra á hendur Hafsteini. - oá SVÍÞJÓÐ ÁRNI FRIÐRIKSSON Á HVALFIRÐI Rann- sóknaskipið Árni Friðriksson er þessa dag- ana við tækjastillingar á Hvalfirði. Af og til er farið með skipið í djúpa og fáfarna firði, líkt og Hvalfjörðinn og Arnarfjörðinn fyrir vestan til þess að fínstilla bergmálstæki skipsins, sem eru af fullkomnustu gerð. TRYGGINGAMÁL Ástæður endur- kröfu tryggingafélaganna á hend- ur tjónvöldum í umferðinni eru langoftast ölvun tjónvalds, þá ökuréttindaleysi, lyfjaneysla og glæfraakstur. Um 74% krafnanna eru vegna ölvunaraksturs. Endurkröfuréttur verður til þegar vátryggingafélag hefur greitt bætur vegna tjóns sem öku- menn ollu af ásetningi eða með stórkostlegu gáleysi. Á árinu 2004 bárust þar til bærri endurkröfu- nefnd samtals 158 ný mál til úr- skurðar. Af þessum málum sam- þykkti hún endurkröfu að öllu leyti eða að hluta í 140 málum. Á árinu 2003 var heildarfjöldi mála á hinn bóginn 117 og samþykktar endurkröfur að öllu eða einhverju leyti 104. Endurkröfur á síðasta ári námu samtals tæplega 48 milljón- um króna. Þá er tekið tillit til við- bótarendurkrafna í eldri málum. Á árinu 2003 námu samþykktar endurkröfur tæplega 33 milljón- um króna. -jss Endurkröfur tryggingafélaganna: Lyfjaneysla vegur flungt ÁSTÆÐUR ENDURKRÖFU Ölvun 106 Ökuréttindaleysi 16 Lyfjaneysla 12 Glæfraakstur 5 KYNJASKIPTING Karlar 111 Konur 29 EVRÓPUSAMBANDIÐ Eiríkur Berg- mann Einarsson, stjórnmála- fræðingur, segir að upplýsingar ut- anríkisráðherra um samþykkt Evr- ópusambandsgerða hér á landi séu villandi. Í svari ráðherrans við fyr- irspurn kom fram að undanfarinn áratug hafi 2.527 Evrópusambands- gerðir verið teknar upp í EES-samn- inginn eða aðeins um sex og hálft prósent af heildarfjölda ESB-gerða á sama tímabili. Eiríkur segir að ekki megi blanda saman tilskipunum, reglu- gerðum og ákvörðunum Evrópu- sambandsins. Tilskipanirnar séu þýðingarmestar og EFTA-ríkin taki meirihlutann af þeim upp. Þá hafi í svarinu ekki verið tekið tilllit til um 1.500 lagagreina í sjálfum EES- samningnum. „Í þetta vantar sem dæmi 250 blaðsíður af reglugerðum frá árinu 1998, en mikil vinna er að ganga úr skugga um fjölda þeirra. Þar við bætist að ekkert tillit virðist tekið til Schengen- og Dyflinnar samkomulagsins um löggæslumál. Jafnvel þótt öllu þessu sé ýtt til hlið- ar stendur eftir að EFTA-löndin taka upp nær allar tilskipanir sem gilda um innri markaðinn svo- nefnda,“ segir Eiríkur. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn á þingi í gær þar sem spurt var hversu margar ESB tilskipanir Ísland hafi innleitt í sam- ræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, Schengen sam- starfið og Dyflinnarsamninginn. - jh FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Norski Hægriflokkurinn: ESB-umsókn ári› 2007 NOREGUR Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, segir að árið 2007, þegar gera megi ráð fyrir að stjórnarskrársáttmáli Evrópu- sambandsins verði genginn í gildi, verði Norðmenn að gera aftur upp hug sinn til aðildar. „Þá munu ný aðildarríki knýja dyra, þá hefst nýr kafli og þá verð- um við að taka afstöðu,“ sagði Sol- berg á landsþingi flokksins. Solberg vill að Norðmenn leggi á ný inn að- ildarumsókn á næsta kjörtímabili Stórþingsins. Forsenda fyrir um- sókn sé þó að Verkamannaflokkur- inn styðji hana líka og að hún njóti öruggs meirihlutastuðnings al- mennings. ■ EFTA-ríkin taka upp meirihluta allra tilskipana ESB segir sérfræðingur Margt vantali› í svari utanríkisrá›herra EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Í svari utanríkisráðherra vantar meðal annars 1.500 lagagreinar úr EES-samningnum. EFNAVERKSMIÐJA BRANN Stór efnaverksmiðja í Gautaborg í Sví- þjóð brann til kaldra kola í gær, en engin slys urðu á fólki. Þykkan eiturefnareyk lagði yfir nærliggj- andi nágrenni og var mörghund- ruð manns fyrirskipað að halda sig innandyra. Þetta er einn mesti bruni í Gautaborg á síðari árum en tjón er metið á um 2-3 millj- arða króna. NEYTENDUR Auglýsingar Og Vodafo- ne og Símans um ótakmarkað nið- urhal á netinu með sérstökum áskriftarleiðum eru villandi og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum. Hjá Símanum er auglýst áskrift- arleið 3 þar sem skýrt er kveðið á um ótakmarkað niðurhal áskrif- enda. Í smáa letri samningsins má þó einnig lesa að fyrirtækið áskilji sér rétt til að tak- marka þjón- ustuna sé áskrifandinn uppvís að óhóflegu erlendu niðurhali. Bregð- ist viðkomandi ekki við muni Sím- inn takmarka þjónustuna tíma- bundið. Sama er uppi á teningnum hjá Og Vodafone en á heimasíðu fyrir- tækisins er hvergi minnst á tak- markanir af neinu tagi. Viðskipta- vinir fyrirtækisins hafa engu að síður fengið send aðvörunarbréf þar sem niðurhal þeirra er komið fram yfir þau mörk sem fyrirtækið setur sjálft. Eva Magnúsdóttir, kynningar- fulltrúi Símans, segir að umrædd mörk gildi þegar magn niðurhals sé farið að hafa áhrif á aðra not- endur þjónustunnar en magnið sé slíkt að afar fá dæmi séu um að þessu hafi verið beitt. - aöe SVEKKJANDI Takmörk eru á því ótak- markaða niðurhali gagna sem stóru símafyrirtækin tvö auglýsa. Auglýsingar um frítt eða frjálst niðurhal af netinu: Takmörk hjá Og Voda- fone og Símanum Fréttablaðið/Vilhelm HAFÖRN Á FLUGI Rótgróin óvild í garð arnarins á þessu svæði segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur. Gasbyssubóndi ber af sér sakir: Ernir verpa aldrei í Borgarhólma DANIR SÚPA SEYÐIÐ AF REFSI- TOLLUM Refsitollar Evrópusam- bandsins á norskan eldislax hafa ekki bara áhrif á norskt atvinnu- líf. Fiskverksmiðja í Hitshals í Danmörku hefur þurft að segja upp 160 manns síðan í febrúar vegna þessa en verksmiðjan hefur unnið vörur úr norskum eldislaxi. DANMÖRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.