Fréttablaðið - 12.05.2005, Page 67

Fréttablaðið - 12.05.2005, Page 67
Tveir vinsælustu þættirnir í sjón- varpinu um þessar mundir eru Lífsháski og Aðþrengdar eigin- konur sem báðir eru sýndir á RÚV. Athygli hefur vakið að hvor- ugur þessara þátta er endursýnd- ur en nú virðist Ríkissjónvarpið ætla gera bragarbót á því. „Fjöldi fólks hefur haft samband við okk- ur og beðið okkur um að endur- sýna þessa þætti. Við erum bara að bregðast við því,“ segir Guðrún Jónasdóttir, dagskrárfulltrúi inn- kaupadeildar RÚV. „Þeir eru þess eðlis að fólk vill ekki missa af ein- um einasta þætti. Það verður al- veg sjúkt í þetta,“ segir Guðrún og bætir við að hún segist ekki hafa áður upplifað slíkan áhuga. „Fólk var byrjað að hringja í okk- ur og spyrja um þættina löngu áður en átti að byrja að sýna þá,“ segir hún og bætir við að þetta sé nýbreytni hjá RÚV. „Við ætlum að prófa þetta og sjá hvernig geng- ur.“ Fyrstu þrír þættirnir af Lost voru endursýndir í gærkvöld og næstu þrír verða sýndir á föstu- daginn. „Svo verða fjórir þættir endursýndir á miðvikudagskvöld- um einu sinni í mánuði,“ segir Guðrún og því geta aðdáendur Lífsháska sem hafa misst eitthvað úr tekið gleði sína. „Þá er búið að bæta við einum þætti,“ segir Guð- rún en upphaflegur fjöldi Lost voru tuttugu og þrír þættir en þeir verða tuttugu og fjórir. „Þá verður ákveðið á fundi á fimmtu- daginn hvernig endursýningum verður hagað á Aðþrengdum eig- inkonum en ég get staðfest að þeir verða endursýndir,“ segir Guð- rún. freyrgigja@frettabladid.is Endurtekinn Lífsháski LÍFSHÁSKI Þættirnir um strandaglópana hafa eignast stóran aðdáendahóp og nú stend- ur til að þættirnir verði endursýndir reglulega.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.