Fréttablaðið - 17.05.2005, Side 6

Fréttablaðið - 17.05.2005, Side 6
6 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Öxnadalur í Hörgárbyggð: Tvær konur létust í hör›um árekstri BANASLYS Tvær konur létust í árekstri jeppa og fólksbíls í Öxna- dal í Hörgárbyggð um klukkan hálf sex á föstudag. Önnur konan ók fólksbílnum og var ein í honum, en hin var farþegi í jeppanum. Ökumaður jeppans var fluttur á slysadeild, en er ekki talinn í lífs- hættu. Slysið átti sér stað um einn kíló- metra sunnan við bæinn Syðri- Bægisá í Öxnadal. Loka varð veg- inum í rúmar þrjár klukkustundir vegna árekstursins, eða til um klukkan níu á föstudagskvöldið. Jeppinn var á leið til Akureyrar, en fólksbíllinn á suðurleið. Þá lenti þriðji bíllinn aftan á jeppanum eftir áreksturinn og endaði út fyrir veg, en skemmdist ekki mikið og sakaði engan í honum. Ekki er vitað hvað varð til þess að bílarnir rákust saman, vegurinn er á þessum stað beinn og greiður og skilyrði til aksturs voru ágæt. Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins. - óká Göng til Vestmannaeyja: Jar›lög milli lands og eyja rannsöku› JARÐGÖNG Íslenskar orkurann- sóknir eru að hefja rannsóknir á jarðlögum milli Landeyjarsands og Vestmannaeyja. Þessar rann- sóknir eru gerðar að frumkvæði Vegagerðar ríkisins í því að skyni að kanna aðstæður til jarð- gangagerðar milli Vestmanna- eyja og fasts lands. Ýmsar rannsóknir hafa farið fram á þessu svæði áður, þó að engar nákvæmar rannsóknir séu til um jarðlögin sjálf. Ólafur Flóventz, forstjóri Ís- lenskra orkurannsókna, segir þessar rannsóknir ekki duga ein- ar og sér til þess að fá úr því skorið hvort það er gerlegt að ráðast í gangagerð milli eyja og lands, en rannsóknirnar munu gefa betri mynd af ástandi jarð- laganna á svæðinu. Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri segir þessar rannsóknir nauðsynlegar til þess að komast að því hversu þykk lausu jarðlögin eru, því jarð- göngin verða vitanlega að vera á föstu bergi. Mælingarnar fara að fram með hljóðbylgjumælingum þar sem endurvarp hljóðbylgnanna frá litlum sprengjum er notað til þess að ákvarða þykkt jarðlag- anna. Áætlaður kostnaður við rannsóknirnar er um 10 milljónir króna. - mh Uppreisn í Úsbekistan Úsbekar vir›ast ætla a› hrinda af sta› byltingu líkt og nágrannar fleirra í Kirgisistan, Úkraínu og Georgíu hafa gert. Miklar róstur hafa veri› í borginni Andijan í austurhluta landsins undanfarna daga. FRÉTTASKÝRING Mótmælendur hafa farið mikinn í borginni Andijan í austurhluta Úsbekistans undan- farna daga í mótmælum gegn rík- isstjórn Islams Karimov. Meira en 700 manns hafa látist í landinu síðan á föstudag þegar uppreisn- armenn réðust í fangelsi í borg- inni og frelsuðu þaðan 23 pólitíska fanga. Krafa uppreisnarmann- anna er skýr; þeir vilja ríkis- stjórnina frá. Stjórnarherinn hef- ur barið niður uppreisnarmenn með miklu offorsi og stefnir í mesta mannfall í slíkum aðgerð- um í Asíu síðan Kínaher barði á stúdentum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Nú þegar eru flóttamenn farn- ir að streyma frá landinu og sér- staklega reyna margir að flýja til Kirgisistans en þarlend stjórn- völd eru þó treg til að taka við flóttamönnunum. Undanfarnar vikur hefur risið upp hreyfing manna sem mót- mæla stjórnarháttum ríkisstjórn- ar Islams Karimov sem hefur haldið fast um stjórnartaumana síðan Sovétríkin liðu undir lok fyrir fjórtán árum. Mótmælend- urnir líta gjarnan til nágranna sinna í Kirgisistan sem hröktu forseta sinn, Askar Akajev, frá völdum og þá einnig til Appelsínu- og Rósabyltinganna í Úkraínu og Georgíu. Kabuljon Parpiyev, leið- togi uppreisnarmanna, sagði í samtali við AP-fréttastofuna að engan bilbug væri að finna á mót- mælendum og þeim væri sama þótt það myndi kosta hundruð mannslífa enn að koma stjórn- völdum frá. Rússar eru farnir að saka Bandaríkin og fleiri lönd um að grafa meðvitað undan Moskvu- hollum ríkisstjórnum í fyrrver- andi Sovétlýðveldum. Nikolaj Patrúsjeff, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, heldur því fram að Bandaríkin beiti óháð- um félagasamtökum til að njósna og ýta undir róstur til að tryggja að stjórnmálamenn sem vilja halla sér til vesturs komist að í sem flestum fyrrverandi Sovét- lýðveldum. Nýverið hrósaði George Bush Bandaríkjaforseti Georgíumönn- um fyrir Rósabyltinguna og var ákaft hylltur í heimsókn sinni þangað. oddur@frettabladid.is Ætlar flú á leik í Íslandsmótinu í fótbolta? SPURNING DAGSINS Í DAG: Nær FH a› verja Íslands- meistaratitilinn í fótbolta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 71% 29% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN N á tali hjá Hemma Gunn Sunnudaga kl.16-18:30 GUNNAR GUNNARSSON Segir nauðsynlegt að rannsaka jarðlög milli lands og eyja betur áður en umræða um málið fer lengra. RÓSTUR Í ÚSBEKISTAN Fregnir herma að um 700 manns hafi látist í átökum stjórnarhers og uppreisnarmanna síðan á föstudag. HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR EDDA SÓLRÚN EINARSDÓTTIR ÁREKSTUR Í ÖXNADAL Í HÖRGÁRBYGGÐ Slysið átti sér stað á beinum vegi sunnan við bæ- inn Syðri-Bægisá í Öxnadal. Ekki er vitað hvað varð til þess að bílunum laust saman. M YN D /G EI R A. G U Ð ST EI N SS O N NÖFIN HINNA LÁTNU Konurnar sem létust eftir bílslysið við Syðri-Bægisá á föstudaginn hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra, sem var farþegi í jeppan- um, var 63 ára, til heimilis að Kvista- gerði 2 á Akureyri. Hún lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Edda Sólrún var 49 ára, til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.