Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.05.2005, Qupperneq 6
6 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Öxnadalur í Hörgárbyggð: Tvær konur létust í hör›um árekstri BANASLYS Tvær konur létust í árekstri jeppa og fólksbíls í Öxna- dal í Hörgárbyggð um klukkan hálf sex á föstudag. Önnur konan ók fólksbílnum og var ein í honum, en hin var farþegi í jeppanum. Ökumaður jeppans var fluttur á slysadeild, en er ekki talinn í lífs- hættu. Slysið átti sér stað um einn kíló- metra sunnan við bæinn Syðri- Bægisá í Öxnadal. Loka varð veg- inum í rúmar þrjár klukkustundir vegna árekstursins, eða til um klukkan níu á föstudagskvöldið. Jeppinn var á leið til Akureyrar, en fólksbíllinn á suðurleið. Þá lenti þriðji bíllinn aftan á jeppanum eftir áreksturinn og endaði út fyrir veg, en skemmdist ekki mikið og sakaði engan í honum. Ekki er vitað hvað varð til þess að bílarnir rákust saman, vegurinn er á þessum stað beinn og greiður og skilyrði til aksturs voru ágæt. Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins. - óká Göng til Vestmannaeyja: Jar›lög milli lands og eyja rannsöku› JARÐGÖNG Íslenskar orkurann- sóknir eru að hefja rannsóknir á jarðlögum milli Landeyjarsands og Vestmannaeyja. Þessar rann- sóknir eru gerðar að frumkvæði Vegagerðar ríkisins í því að skyni að kanna aðstæður til jarð- gangagerðar milli Vestmanna- eyja og fasts lands. Ýmsar rannsóknir hafa farið fram á þessu svæði áður, þó að engar nákvæmar rannsóknir séu til um jarðlögin sjálf. Ólafur Flóventz, forstjóri Ís- lenskra orkurannsókna, segir þessar rannsóknir ekki duga ein- ar og sér til þess að fá úr því skorið hvort það er gerlegt að ráðast í gangagerð milli eyja og lands, en rannsóknirnar munu gefa betri mynd af ástandi jarð- laganna á svæðinu. Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri segir þessar rannsóknir nauðsynlegar til þess að komast að því hversu þykk lausu jarðlögin eru, því jarð- göngin verða vitanlega að vera á föstu bergi. Mælingarnar fara að fram með hljóðbylgjumælingum þar sem endurvarp hljóðbylgnanna frá litlum sprengjum er notað til þess að ákvarða þykkt jarðlag- anna. Áætlaður kostnaður við rannsóknirnar er um 10 milljónir króna. - mh Uppreisn í Úsbekistan Úsbekar vir›ast ætla a› hrinda af sta› byltingu líkt og nágrannar fleirra í Kirgisistan, Úkraínu og Georgíu hafa gert. Miklar róstur hafa veri› í borginni Andijan í austurhluta landsins undanfarna daga. FRÉTTASKÝRING Mótmælendur hafa farið mikinn í borginni Andijan í austurhluta Úsbekistans undan- farna daga í mótmælum gegn rík- isstjórn Islams Karimov. Meira en 700 manns hafa látist í landinu síðan á föstudag þegar uppreisn- armenn réðust í fangelsi í borg- inni og frelsuðu þaðan 23 pólitíska fanga. Krafa uppreisnarmann- anna er skýr; þeir vilja ríkis- stjórnina frá. Stjórnarherinn hef- ur barið niður uppreisnarmenn með miklu offorsi og stefnir í mesta mannfall í slíkum aðgerð- um í Asíu síðan Kínaher barði á stúdentum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Nú þegar eru flóttamenn farn- ir að streyma frá landinu og sér- staklega reyna margir að flýja til Kirgisistans en þarlend stjórn- völd eru þó treg til að taka við flóttamönnunum. Undanfarnar vikur hefur risið upp hreyfing manna sem mót- mæla stjórnarháttum ríkisstjórn- ar Islams Karimov sem hefur haldið fast um stjórnartaumana síðan Sovétríkin liðu undir lok fyrir fjórtán árum. Mótmælend- urnir líta gjarnan til nágranna sinna í Kirgisistan sem hröktu forseta sinn, Askar Akajev, frá völdum og þá einnig til Appelsínu- og Rósabyltinganna í Úkraínu og Georgíu. Kabuljon Parpiyev, leið- togi uppreisnarmanna, sagði í samtali við AP-fréttastofuna að engan bilbug væri að finna á mót- mælendum og þeim væri sama þótt það myndi kosta hundruð mannslífa enn að koma stjórn- völdum frá. Rússar eru farnir að saka Bandaríkin og fleiri lönd um að grafa meðvitað undan Moskvu- hollum ríkisstjórnum í fyrrver- andi Sovétlýðveldum. Nikolaj Patrúsjeff, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, heldur því fram að Bandaríkin beiti óháð- um félagasamtökum til að njósna og ýta undir róstur til að tryggja að stjórnmálamenn sem vilja halla sér til vesturs komist að í sem flestum fyrrverandi Sovét- lýðveldum. Nýverið hrósaði George Bush Bandaríkjaforseti Georgíumönn- um fyrir Rósabyltinguna og var ákaft hylltur í heimsókn sinni þangað. oddur@frettabladid.is Ætlar flú á leik í Íslandsmótinu í fótbolta? SPURNING DAGSINS Í DAG: Nær FH a› verja Íslands- meistaratitilinn í fótbolta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 71% 29% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN N á tali hjá Hemma Gunn Sunnudaga kl.16-18:30 GUNNAR GUNNARSSON Segir nauðsynlegt að rannsaka jarðlög milli lands og eyja betur áður en umræða um málið fer lengra. RÓSTUR Í ÚSBEKISTAN Fregnir herma að um 700 manns hafi látist í átökum stjórnarhers og uppreisnarmanna síðan á föstudag. HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR EDDA SÓLRÚN EINARSDÓTTIR ÁREKSTUR Í ÖXNADAL Í HÖRGÁRBYGGÐ Slysið átti sér stað á beinum vegi sunnan við bæ- inn Syðri-Bægisá í Öxnadal. Ekki er vitað hvað varð til þess að bílunum laust saman. M YN D /G EI R A. G U Ð ST EI N SS O N NÖFIN HINNA LÁTNU Konurnar sem létust eftir bílslysið við Syðri-Bægisá á föstudaginn hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra, sem var farþegi í jeppan- um, var 63 ára, til heimilis að Kvista- gerði 2 á Akureyri. Hún lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Edda Sólrún var 49 ára, til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.