Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 2

Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 2
2 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL „Meginmálið er að það reynir á hvort þessi stefnumótun spítalans sé lagalega réttmæt eða ekki,“ sagði Jóhannes M. Gunnars- son lækningaforstjóri Landspítala- háskólasjúkrahúss um málshöfðun fyrrverandi yfirlæknis á geðsviði LSH á hendur spítalanum. Jóhann- es bætti við að hann teldi stefnu- mótunina „siðferðilega hafna yfir efa hvað réttmæti varðaði.“ Læknirinn, Tómas Zoega, hefur höfðað mál gegn sjúkrahúsinu til ógildingar á breytingu á stöðu sinni. Forsagan er sú, að í desem- ber 2001 samþykkti yfirstjórn LSH að yfirlæknar skyldu starfa í fullu starfi á sjúkrahúsinu. Þeim skyldi óheimilt að starfa annars staðar, með tilteknum undantekningum. Þar með var þeim óheimilt að reka sjálfstæðar einkastofur úti í bæ, en það hafði Tómas gert um árabil. Þessu hafnaði hann. Þann 1. maí gerði yfirstjórn LSH þær breytingar á starfi hans og verksviði á spítalanum að hann myndi gegna stöðu sérfræðings þar. Hafði hann þá með bréfi frá forstjóra sjúkrahússins í lok apríl verið leystur frá stjórnunarskyld- um sem fylgja starfi yfirlæknis á geðsviði. Tómas telur þessar aðgerðir spítalans varðandi starf sitt stang- ast á við lög. -jss JÓHANNES M. GUNNARSSON Telur stefnumót- un spítalans siðferðilega hafna yfir allan efa. DÓMSMÁL „Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðinga- leyfi eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður um mál konunn- ar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmála- ráðuneytisins. Sigríður Rut Júlíusdóttir hér- aðsdómslögmaður hefur rekið þetta mál, en Ragnar mun flytja það fyrir héraðsdómi Reykjavík- ur í dag í fjarveru hennar. „Ráðuneytið reynir að blanda aldri stefnanda inn í til að styrkja niðurstöðuna,“ sagði Ragnar. „En auðvitað vitum við og getum sýnt fram á að fjölmargir hafa fengið leyfi til ættleiðingar þótt þeir væru eldri en 45 ára.“ Ragnar sagði að umrætt mál væri einsdæmi sem dómsmál hér á landi og prófmál á ýmsa vegu, til að mynda hvað varðaði mannréttindaþátt og mismunun. -jss Reknir og leiddir burt í fylgd öryggisvar›ar Tveimur starfsmönnum Alcan var tilkynnt uppsögn í síma en annar var flá í sjúkrame›fer›. Starfsmönnum hefur veri› sagt upp án sk‡ringa og fleir látnir yfirgefa svæ›i› umsvifalaust í fylgd öryggisvar›ar. STARFSMANNAMÁL „Þeir eru að vinna eftir einhverri mannauðs- stefnu þar sem allir eiga að falla svo vel inn í liðið að þeir sem ekki falla alveg inn í þetta eru bara látnir fara,“ segir Gylfi Ingvason, trúnaðarmaður starfsmanna ALC- AN í álverinu við Straumsvík. Mikil óánægja er meðal starfsmanna með að fimm starfsmönnum hefur verið sagt upp frá 1. mars og þykir mönn- um sérlega harkalega að upp- sögnunum staðið. Markús Kristjánsson er einn þeirra sem var rekinn. „Ég hafði fengið leyfi til að fara í hádeginu þar sem ég varð að fara í jarðar- för. Klukkan hálftólf var ég svo boðaður á fund og fékk reyndar ekki að hafa trúnaðarmann með mér eins og ég vildi. Þar var mér sagt upp án nokkurra skýringa. Svo var mér fylgt af svæðinu líkt og fanga. Þannig lauk 30 ára starfsferli mínum á þessum stað.“ Einn þeirra fimm sem sagt var upp var í sjúkrameðferð á Stykk- ishólmi þegar hringt var í hann og honum tilkynnt að hans biði upp- sagnarbréf þegar hann kæmi heim. Að sögn Gylfa vildu for- ráðamenn ALCAN tryggja í viður- vist vitna að símtalinu að upp- sögnin hefði verið kynnt starfs- manni fyrir mánaðamót. Hann var í meðferð vegna meiðsla sem hann hlaut í starfi en ALCAN við- urkennir ekki að meiðslin séu af þeim toga og er mál hans nú hjá lögfræðingi að sögn Gylfa. Í öðru tilfelli var hringt í starfsmann heim og honum til- kynnt að honum bærist uppsagn- arbréf eftir mánaðamótin. Gylfi segir að starfsmenn séu afar ósáttir við að mönnum sé fylgt líkt og föngum út fyrir svæðið eftir að búið er að segja þeim upp. Hrannar Pétursson upplýs- ingafulltrúi ALCAN segir að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál né einstaklinga. Hinsvegar segir hann að mönnum hafi verið til- kynnt um uppsagnir símleiðis þar sem ekki væri öruggt að tilkynn- ingin bærist með öðrum hætti. Trúnaðarráðsfundur fór fram í gær þar sem þessi mál voru rædd og mun stjórn ALCAN berast ályktun frá þessum fundi í dag. Ekki náðist í forstjóra, starf- manna- né ráðningastjóra ALCAN í gær .jse@frettabladid.is Blair um ESB-sáttmála: Heitir fljó›ar- atkvæ›i BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að breskir kjósendur myndu fá tækifæri til að greiða atkvæði um staðfestingu stjórnarskrár- sáttmála Evrópusambandsins, óháð því hver dómur franskra kjósenda verður um málið. At- kvæðagreiðslan í Frakklandi fer fram 29. þessa mánaðar og sam- kvæmt skoðanakönnunum eru fylkingar fylgjenda og andstæð- inga sáttmálans hnífjafnir. Hreyfing breskra andstæðinga sáttmálans hóf í gær formlega baráttu fyrir því að Bretar hafni honum í hinni boðuðu þjóðarat- kvæðagreiðslu. ■ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Framhaldsskólavist: Börnin gætu rá›i› fer›inni FRAMHALDSSKÓLAR Nokkurrar óá- nægju hefur gætt meðal foreldra með að menntamálaráðuneytið sendi nemendum í tíunda bekk en ekki foreldrum þeirra bréf um hvernig hægt væri að sækja um skóla á netinu Reiður faðir hafði samband við Fréttablaðið og sagði frá því að bréfin væru stíluð á nemendur og þeim því í sjálfsvald sett hvort forráðamenn séu hafðir með í ráð- um þegar sótt er um skóla. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu þá hafa menn þar áttað sig á mistökunum og því send út ný bréf, í þetta skipt- ið stíluð á forráðamenn. -oá Fjármálasvindl: 66 milljar›a í bætur BANDARÍKIN, AP Morgan Stanley verður að greiða fjárfestinum Ron Perelman andvirði 66 millj- arða króna í skaðabætur. Þetta er niðurstaða dómstóls í Flórída sem komst að þeirri niðurstöðu að fyr- irtækið hefði beitt svikum og hjálpað Sunbeam að hafa fé af fjárfestum í viðskiptum árið 1998. Morgan Stanley hafði milli- göngu um kaup Sunbeam á fyrir- tækinu Coleman sem Perelman átti. Fyrirtækið segir að Perelman hafi hagnast á viðskiptunum þar sem hann hafi fengið greitt and- virði tíu milljarða króna fyrir fyr- irtækið og losnað við skuldir fyr- irtækisins upp á 34 milljarða. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Á SNÆFELLSNESI Bíll valt á veginum skammt vest- an við Vegamót á Snæfellsnesi um hádegisbilið í gær. Tveir ferðamenn voru í bílnum sem er bílaleigubíll. Bíllinn valt á hliðina og hvorki farþegi né ökumaður slasaðist. Bílnum var komið aftur á réttan kjöl og þá gátu ferða- mennirnir ekið sína leið. ÍSJAKI Á EYJAFIRÐI Lögreglan á Dalvík segir nokkuð marga hafa komið til að berja ísjakann sem lónir úti á firðinum augum. Jak- inn bráðnar og minnkar hægt og rólega og á meðan nætur eru bjartar stafar sjófarendum lítil hætta af honum. Hann er hins vegar þeim mun tilkomumeiri. ÁLFT KVEIKTI SINUELD Lögregla og slökkvilið þurfti að slökkva sinueld nærri Kirkjubæjar- klaustri í fyrrinótt. Álft hafði flogið á rafmagnsvír og kviknað í henni sem og sinunni sem hún lenti í auk þess sem rafmagn fór af nálægum bæjum. Þegar elds- upptök voru könnuð fannst álftin eða það sem var eftir af henni. SPURNING DAGSINS Vilhjálmur, eigum vi› ekki a› fyrirgefa vorum skuldunautum? „Jú, en um leið frelsa oss frá R-listanum.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, sakar R-listann um óráðsíu í fjármálum og segir skuldaaukningu borgarinnar með ólíkindum. MARKÚS KRISTJÁNSSON Í síðustu viku fékk Markús fyrrum starfmaður ALCAN að taka poka sinn fyrirvaralaust og var fylgt út fyrir svæðið af öryggisverði. Þannig lauk 30 ára starfsferli hans hjá fyrirtækinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR Hefur rekið mál konunnar. RAGNAR AÐALSTEINSSON Flytur málið í Héraðsdómi í dag. Lækningaforstjóri segir stefnumótun um vinnu lækna hafna yfir efa: Læknir kærir Landspítalann Kolmunnaveiði: 100 flúsund tonn á land SJÁVARÚTVEGUR Kolmunnaafli ís- lenskra skipa á vertíðinni fór yfir hundrað þúsund tonnin í fyrradag þegar Hólmaborg SU landaði tæp- um tvö þúsund tonnum á Eskifirði. Íslensku skipin hafa nú veitt 103 þúsund tonn af þeim 345 þús- und tonnum sem þeim er heimilt að veiða. Að auki hafa erlend skip landað 82 þúsund tonnum hér- lendis og því hafa samanlagt borist 185 þúsund tonn af kolmunna á land. Mest hefur borist á land hjá Síld- arvinnslunni á Seyðisfirði, 33 þús- und tonn, og næstmest hjá Eskju á Eskifirði, 30 þúsund tonn. - bþg Lögmaður konu sem synjað var um ættleiðingu: Rá›uneyti› lét flyngdina rá›a 02-03 18.5.2005 22:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.