Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 8
1Hversu margir verða dregnir fyrirdóm vegna hryðjuverkanna í Beslan? 2Hverjir hafa gefið kost á sér til vara-formennsku í Samfylkingunni? 3Hvaða íslenska kvikmynd verður sýndá alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Shanghai? SVÖRIN ERU Á BLS. 54 VEISTU SVARIÐ? 8 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR Frítekjumark námslána afnumið og skerðingarhlutfall lækkað: Tekjulægstu námsmenn græ›a ekkert NÁMSLÁN Skerðingarhlutfall námslána lækkar en frítekju- mark er lagt niður samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna hefur samþykkt. Grunn- framfærsla námsmanna hækkar jafnframt úr 79.500 krónum í 82.500 krónur. Stærsta breytingin er sú að skerðingarhlutfallið lækkar úr 33 prósentum tekna eftir skatt í fjórtán prósent af öllum tekjum. Hingað til hafa fyrstu 300 þús- und krónur í tekjum ekki skert námslánin en frítekjumarkið fellur nú niður. Samkvæmt útreikningum lánasjóðsins hækka ráðstöfunar- tekjur námsmanna um sjö pró- sent að meðaltali. Fulltrúar námsmanna benda hins vegar á að afnám frítekjumarks kemur í veg fyrir að námsmenn með lág- ar tekjur hagnist á breytingun- um. Því verða þau fimmtán pró- sent námsmanna sem hafa lægst- ar tekjur af kjarabót en á móti kemur að aukin tækifæri opnast fyrir námsmenn til að fram- fleyta sér með vinnu. Þeir sem hagnast mest á breytingunni eru námsmenn með tekjur nálægt skattleysismörkum. - bþg Abu Ghraib: Herma›ur hl‡tur dóm FORT HOOD, AP Herréttur í Texas hefur dæmt Sabrinu Harman í sex mánaða fangelsi fyrir að misþyrma íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu síðla árs 2003. Á meðan yfirheyrslum stóð brast Harman í grát og sagðist sjá mjög eftir hegðun sinni. Harman er annar hermaður- inn sem er dæmdur fyrir mis- þyrmingar í Abu Ghraib en í jan- úar fékk Charles Graner tíu ára dóm. Lynndie England bíður eft- ir að refsing hennar verði ákveð- in. Ekki er búist við að nokkur hátt settur embættismaður verði dreginn til ábyrgðar. ■ MIÐ-AUSTURLÖND HEIMSMÁLIN RÆDD Á þriðja tug nóbelsverðlaunahafa eru nú sam- ankomnir í bænum Petra í Jórdaníu til að ræða ýmis mein sem hrjá heimsbyggðina, til dæmis fátækt, sjúkdóma og of- beldi. Á meðal verðlaunahafanna eru Dalai Lama og Elie Wiesel. Bandaríski leikarinn Richard Gere er einnig á meðal fundar- manna. MÁTTI EKKI REYNA VIÐ DÓTTUR- INA Sautján ára ísraelskur piltur sem fór á fjörurnar við dóttur rabbína nokkurs hefur stefnt rabbínanum fyrir margvísleg myrkraverk. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa látið ræna piltinum, berja hann og ógna með hnífi fyrir að stíga í vænginn við stúlkuna. Matur hefur lækka› um rúman flri›jung Matvöruver› heldur áfram a› lækka í flestum verslunum en mest fló í verslunum Bónuss og Krónunnar samkvæmt könnun ASÍ. NEYTENDUR Vöruverð hefur lækk- að umtalsvert hjá Krónunni, Bónus og í Fjarðarkaupum síðan um áramót en mun minna hjá öðrum verslunum samkvæmt þriðju verðkönnun Alþýðusam- bands Íslands. Þetta er þriðja könnun samtakanna á þessu ári og vekur athygli að vöruverð hefur hvergi hækkað síðan síð- asta könnun var gerð um miðjan mars. Áberandi mikill munur er milli lágvöruverslana og annarra stórmarkaða á hæsta og lægsta verði og reyndist munurinn á dýrustu og ódýrustu vörukörf- unni þannig vera um hundrað prósent. Það er mun meiri munur en mælst hefur áður í öðrum könnunum ASÍ. Mest hlutfallsleg lækkun á vöruverði mældist í Bónusi en vörukarfan þar lækkaði um 37 prósent milli kannana. Í Krón- unni lækkaði verð um 33 prósent. Aðrar verslanir standa þeim nokkuð að baki. Í Fjarðarkaupum lækkaði karfan um tæp fimmtán prósent, tæp tíu prósent í Sam- kaupum en minna en sex prósent hjá Nóatúni, Hagkaupum og Sparkaupum. Reyndar metur Alþýðusam- bandið það svo að ólíklegt verði að teljast að þessi mikli munur fái staðist til lengdar og reikna með að saman dragi með versl- unum þegar fram líða stundir en þangað til njóta neytendur góðs af. Í umræddri vörukörfu voru algengar mjólkurvörur, ávextir, grænmeti, morgunkorn, kaffi, ostur og brauð eða vörur sem að jafnaði sjást á borðum fjöl- skyldna hér á landi. Mest lækkun í Bónus reyndist vera á fjórum lítrum af nýmjólk en lækkunin frá því í febrúar reyndist vera 65,8 prósent. Hjá Krónunni reyndist kíló af grænum vínberj- um hafa lækkað mest eða um 67,6 prósent og 150 gr af Camem- bert-osti lækkaði hlutfallslega mest í Fjarðarkaupum eða um 35,2 prósent. albert@frettabladid.is Vestur-Kongó: Ebóla-veiran enn á kreiki BRAZZAVILLE, AP Starfsmenn Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar í Vestur-Kongó staðfestu í gær að níu manns hefðu að und- anförnu dáið úr ebóla-veikinni og tveir til viðbótar væru smitaðir. Sjúkdómurinn kom upp í Itoumbi-héraðinu, 700 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Brazzaville. Sjúklingar sem smitast af ebóla-veirunni fá mikinn sótthita og blóð vellur úr vitum þeirra. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og enginn lækning er til við hon- um. Á bilinu fimmtíu til níutíu prósent þeirra sem smitast af veirunni deyja innan nokkurra daga. Það er því mikið áhyggjuefni ef veikin fer að láta verulega á sér kræla á ný. ■ ... gOÐur MeÐ GrIlLmAtnum E N N E M M / S ÍA / N M 16 4 3 4 NÁMSMENN Í ÖSKJU Námsmenn með tekjur nálægt skattleysismörkum hagnast mest á breytingunum. SABRINA HARMAN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P KJARABÓT FYRIR HEIMILIN Samkvæmt nýjustu verðkönnun ASÍ er enn verðstríð milli lág- vöruverslananna Bónuss og Krónunnar en um hundrað prósenta verðmunur getur verið á körfunni þar og í öðrum verslunum. LÆKKUN VÖRUVERÐS FRÁ 1. FEBRÚAR TIL 11. MAÍ Sparverslun Hagkaup Nóatún Samkaup Fjarðarkaup Krónan Bónus 4,7% 4,9% 5,8% 9,8% 14,8% 33,3% 37,3% 08-09 18.5.2005 21.30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.