Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 19. maí 2005 13 Dómur Hæstaréttar: Fa›erni fæst ekki sanna› DÓMSMÁL Hæstiréttur hafnaði í fyrradag kröfu manns um að gerð verði lífsýnisrannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé líffræðilegur faðir manns- ins. Áður hafði verið úrskurðað að eiginmaður móður hans væri ekki líffræðilegur faðir hans. Barnalög veita í tilfellum sem þessum heimild til dómsmála um faðerni viðkomandi. Hinsvegar þótti Hæstarétti maðurinn ekki hafa komið fram með nægilegar röksemdir varðandi grun sinn um að sá er lífsýnið yrði rannsakað úr væri lífræðilegur faðir hans. -jse Deilt um lögmæti mjólkursölu: Semja vi› bændur um umframmjólk NEYTENDAMÁL Mjólkursamlagið Mjólka sem stofnað var í síðasta mánuði hefur náð samningum við tíu kúabændur sem munu selja því mjólk sem þeir fram- leiða umfram kvóta, Mjólka set- ur sína fyrstu vöru á markað í næsta mánuði. Afurðirnar eru framleiddar hér á landi án beinna styrkja frá hinu opinbera. Bændasamtök Íslands sendu frá sér tilkynningu þar sem þau vekja athygli á því að ólöglegt sé að selja mjólk innanlands sem framleidd er umfram greiðslumark án leyfis fram- kvæmdarnefndar búvörusamn- inga. „Það ríkir atvinnufrelsi í landinu og við erum ekki bundn- ir að búvörusamningum svo við þurfum ekki leyfi framkvæmd- arnefndar,“ segir Ólafur M. Magnússonar framkvæmda- stjóri Mjólku. Að fyrirtækinu standa átta systkyni frá Eyjum ll í Kjós en þau eru með um fimmtíu kýr. Spurður hvað hann gerði við mjólkina frá þeim nú þegar framleiðsla er ekki komin í gang sagði Ólafur að hann gæfi kálf- um, lömbum og vinum hana. „En frekar myndi ég reyna að drekka hana alla heldur en að setja hana inn í þetta ríkis- kerfi,“ bætti hann við. -jse ÞUNGIR ÞANKAR Tuesday Ewusony, níger- ískur lögreglumaður, stendur hugsi fyrir utan lögreglustöð sína. Hann lenti í síð- ustu viku í átökum við hóp ungmenna í Port Harcourt sem mótmæltu drápi lög- reglunnar á félaga þeirra. Á KJÖRSTAÐ Kjörsókn var ágæt um helgina en þetta er í þriðja sinn í 3.000 ára sögu landsins sem Eþíópíumenn fá að kjósa sér ráðamenn. Byltingarflokkur alþýðunnar: Hefur flegar l‡st yfir sigri ADDIS ABABA, AP Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmað- ur hans viðurkenndi þó að stjórn- arandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið. Leiðtogar hennar segja hins vegar ótímabært að tilkynna úrslit enda eigi eftir að telja at- kvæði stórs hluta kjósenda. Á síðasta kjörtímabili hafði stjórnarflokkurinn 95 prósent sæta á eþíópíska þinginu. Eftirlitsmaður á vegum Evr- ópusambandsins sagði að kosn- ingarnar hefðu farið tiltölulega heiðarlega fram en hann átaldi þó stjórnina fyrir að lýsa yfir sigri svo snemma. ■ HRAFN JÖKULSSON Höfundur Skáksögu Ís- lands sem var styrkt um hálfa milljón króna. Menningarsjóður: Hæstu styrkir hálf milljón STYRKIR Menningarsjóður hefur úthlutað 17,5 milljónum króna í styrki til 69 verkefna. Færri fengu en sóttu um því alls sóttu 109 einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félög um styrki að andvirði 123 milljóna króna. Hæstu styrkirnir nema hálfri milljón króna. Þá fengu Ágúst Þór Árnason vegna Stjórnarskrárbók- arinnar, Edda útgáfa vegna Skák- landsins Íslands og skáksögu heimsins sem Hrafn Jökulsson skrifar og Háskólaútgáfan vegna útgáfu á ávörpum, fyrirlestrum og ræðum Matthíasar Johann- essens í ritstjórn Ástráðs Ey- steinssonar. - bþg ÓLAFUR M. MAGNÚSSON Ólafur M. Magn- ússon framkvæmdastjóri Mjólku segist ekki sjá hvaða almannahagsmunum hann sé að ógna með því að kaupa mjólk af kúabændum og furðar sig á viðbrögðum Bændasamtaka Íslands. 12-13 18.5.2005 20.45 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.