Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 16
GÁÐ AÐ GÆSUNUM Þetta reffilega lama-
dýr hafði góðar gætur á þessari gæsafjöl-
skyldu sem fékk sér göngutúr í grasinu á
bóndabæ í Colorado í Bandaríkjunum þar
sem þau öll búa.
16 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
Deilt um atburðina í Úsbekistan:
Rannsóknar krafist á skothrí›
ÚSBEKISTAN, AP Mannréttindafull-
trúi Sameinuðu þjóðanna, tals-
menn fleiri alþjóðastofnana og
ráðamenn ýmissa ríkja heims
kölluðu eftir því í gær að óháðum
aðilum yrði falið að rannsaka
ásakanir um að hermenn í Ús-
bekistan hefðu skotið til bana
hundruð mótmælenda í óeirðum
þar í lok síðustu viku.
Fulltrúar stjórnvalda í Ús-
bekistan fylgdu í gær nokkrum
erlendum erindrekum og blaða-
mönnum í örstutta heimsókn til
Andijan í Fergana-dal austast í
landinu, þar sem blóðbaðið átti
sér stað.
Hinum erlendu gestum sem
farið var með á vettvang var í
skyndingu sýnt fangelsið þar sem
átökin áttu upptök sín á föstudag,
og stjórnsýslubygging sem rústað
var í uppþotunum. Einu heima-
mennirnir sem gestunum var
leyft að tala við voru foreldrar
lögreglumanns sem særðist til
ólífis í óeirðunum, en þeir sögðu
stjórnvöld fara rétt með hvað
gerðist.
Samkvæmt frétt AP lýsti leið-
togi uppreisnarhóps herskárra
múslima í landamærabænum
Korasuv því yfir í gær að hann og
fylgismenn hans hyggist koma á
íslömsku ríki í landinu.
- aa
Bygging álvers fyrir austan:
Minni verktakar ósáttir
IÐNAÐUR „Ég hef heyrt af þessu
undanfarið en það kæmi mér ekki
á óvart að þeir uppfylli ekki þær
kröfur sem gerðar eru,“ segir Jón
Ingi Kristjánsson, formaður
Starfsgreinasambands Austur-
lands. Borið hefur á óánægju
verktaka fyrir austan land, og þá
smærri verktaka sérstaklega,
vegna þess að ekki fá allir bita af
þeirri sneið sem í boði er við upp-
byggingu álvers Alcoa á Reyðar-
firði.
Allnokkrir verktakar starfa nú
þegar fyrir Bechtel, sem byggir
álverið fyrir hönd Alcoa, en meðal
þeirra eru fáir heimamenn og
hafa gagnrýnisraddir heyrst
vegna þess enda hafi í upphafi
verið talað um að heimamenn
nytu sérstaklega forgangs þegar
kæmi að störfum tengdum álvers-
framkvæmdum.
Jón segir að vandamálið sé að
einhverju leyti þær ströngu kröf-
ur sem byggingaraðilinn gerir en
þær reglur eru einsdæmi á Ís-
landi. „Þær eru mun meiri en við
höfum nokkurn tíma séð áður og
það getur hafa staðið í mörgum
sem eiga slíku ekki að venjast.“
-aöe
INNFLUTNINGUR Innflutningur á am-
erískum bílum, nýjum eða notuð-
um, hefur aukist gríðarlega síð-
ustu mánuði og fer þessi innflutn-
ingur að stærstum hluta fram á
vegum einyrkja sem flytja inn bíl-
ana í nafni kaupendanna og firra
sig þar með ábyrgð. Snorri Páll
Jónsson, framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins IB ehf. á Selfossi, segir
að verð sem viðgangist á mark-
aðnum séu platverð. Egill Jó-
hannsson, forstjóri Brimborgar,
tekur undir þessa skoðun.
„Það er altalað að það kemur
nánast ekki bíll til landsins nema
5.000 dollarar séu greiddir undir
borðið og gefinn út lægri reikn-
ingur sem þessu nemur. Menn
spara vörugjöldin því að þau eru
yfirleitt hæst á þessum bílum og
virðisaukann líka. Auðvitað hefur
Tollurinn ákveðnar leiðir til að
koma í veg fyrir þetta en þegar
innflutningurinn er svona gríðar-
lega mikill þá hef ég enga trú á að
Tollurinn anni því,“ segir Egill.
Bæði IB, sem sérhæfir sig í
innflutningi nýrra og notaðra bíla,
og Brimborg eru í sambandi við
sölumenn í Bandaríkjunum og
telja stjórnendur beggja fyrir-
tækja að ekki sé hægt að bjóða
ameríska bíla jafn ódýrt og gert
er án þess að eitthvað sé athuga-
vert við það.
„Innflytjendurnir fá gefinn út
reikning erlendis sem hefur verið
lækkaður til að lækka vörugjöld
og virðisaukaskatt. Þannig er
hægt að bjóða bílana á betra
verði,“ segir Snorri Páll. „Toll-
stjóraembættið hefur gert ítrek-
aðar tilraunir til að rannsaka bíla-
innflutninginn frá Bandaríkjun-
um. Ef verðið passar ekki við al-
mennt viðmiðunarverð er ástæð-
an sú að gefinn hefur verið út
rangur reikningur. Við sem versl-
um beint við heildsala í Banda-
ríkjunum og kaupum hundruð bíla
á ári vitum að einstaklingur getur
ekki fengið bíla á 20-30 prósentum
lægra verði.“
Tollstjórinn í Reykjavík, Snorri
Olsen, segir að embættið fylgist
með innflutningi bíla frá Banda-
ríkjunum og sín tilfinning sé sú að
tilvik með fölsuðum reikningum
séu ekki hlutfallslega fleiri en
áður og reikningum sé ekki vísað
oftar til hliðar vegna fráviks frá
markaðsverði en áður. Í innflutn-
ingi á notuðum bílum kunni þó að
vera meiri hætta á fölsuðum
reikningum. ghs@frettabladid.is
RÚSSLAND
UPPREISNARMAÐUR DREPINN
Rússneskar hersveitir hafa ráðið
tsjetsjenska uppreisnarmanninn
Alash Daudov af dögum. Yfirvöld
grunuðu hann um að hyggja á
stórfellda efnavopnárás á al-
menna borgara en auk þess er
hann bendlaður við gíslatöku í
leikhúsi í Mosvku árið 2002 og
ódæðin í Beslan í fyrra.
Grænfriðungar handteknir:
Hlekkju›u sig
vi› færibönd
LONDON, AP Mótmælendur úr röðum
Grænfriðunga voru handteknir í
byrjun vik-
unnar eftir að
hafa hamlað
starfi í verk-
s m i ð j u m
Land Rover í
gær. Með að-
gerðum sínum vildu Grænfriðung-
ar mótmæla Range Rover-jeppan-
um sem þeir segja stuðla að lofts-
lagsbreytingum með miklum út-
blæstri á gróðurhúsalofttegundum.
Snemma í gær hlekkjuðu
Grænfriðungarnir sig við færi-
band í verksmiðjunni og kröfðust
þess að móðurfélag Land Rover,
Ford, hætti að framleiða bílinn og
markaðssetja hann fyrir borgar-
búa. Grænfriðungarnir dulbjuggu
sig sem starfsmenn til að komast
inn í verksmiðjuna. ■
SVÍÞJÓÐ
HÓTELBRUNI Í GÄVLE Stórbruni
varð í fyrrdag í bænum Gävle,
um 170 km norður af Stokk-
hólmi, er hótel bæjarins brann
því sem næst til kaldra kola.
Engin slys urðu á fólki en
slökkviliðsmenn börðust við eld-
inn langt fram eftir degi. Grun-
ur leikur á að eldsvoðann megi
rekja til íkveikju.
LÖGREGLUFRÉTTIR
INNBROT Í HLÍÐUNUM Lögregl-
an í Reykjavík fékk allnokkrar
tilkynningar um innbrot í bíla í
Hlíðunum í fyrrinótt. Þjófarnir
voru á höttunum eftir geisla-
spilurum og öðru lauslegu í bíl-
unum sem auðvelt er að koma í
verð.
BÍLVELTA Á EYRARBAKKA Bíll valt
á Eyrarbakka í gærmorgun en
ökumaður hans slasaðist þó ekki.
Bíllinn er að því er talið er ónýtur.
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
Dúndur Tilboð
í tilefni Eurovision
Eurovision humar ...........................3900
Risarækjur....................................... 1990
Túnfiskur .........................................1990
Smjörkrydduð lúðusteik..................1490
Hvítlauksmarineraður steinbítur.....1290
Hunangslegin laxasteik...................1290
Piparmarineruð keilusteik..............1290
Eigum fullt af
harðfiski sem gott er
að japla á, meðan
stigagjöfin er!!!!!
AXANDI UMFANG Byggingarfram-
kvæmdir aukast jafnt og þétt á Reyð-
arfirði í tengslum við fyrirhugað álver
en allnokkrir verktakar eru ósáttir við
verkefnaleysi á sama tíma.
EGILL JÓHANNSSON Forstjóri Brimborgar
segir ýmislegt athugavert við innflutning
einyrkja á bílum.
BÍLAR Á HAFNARBAKKANUM Mikill bílainnflutningur hefur verið undanfarið. Vegna lágs
gengis dollars hefur sérstaklega mikið verið flutt inn af bæði nýjum og notuðum bílum frá
Bandaríkjunum.
Í ANDIJAN Zakir Almatov, innanríkisráð-
herra Úsbekistans, talar við erlenda
erindreka og blaðamenn á vettvangi í
Andijan í gær.
MALAVÍ
BRÚÐKAUPIÐ BORGAÐ ÚR RÍKIS-
KASSANUM Yusuf Mwawa,
menntamálaráðherra Malaví, hef-
ur verið handtekinn og leystur frá
embætti eftir að upp komst að
hann hafði dregið sér fé úr ríkis-
kassanum og notað það meðal
annars til að fjármagna brúðkaup
sitt og Diönu Nkhulember, blaða-
fulltrúa varaforseta landsins.
Ver› á amerískum
bílum sagt platver›
Tugir einyrkja flytja inn ameríska bíla fyrir a›ra einstaklinga. Bílarnir eru í
mörgum tilfellum fluttir inn í nafni vi›skiptavinarins og firrar innflytjandinn
sig flar me› ábyrg›. Umbo›in telja a› ver›i› s‡nist lágt vegna blekkinga.
16-17 18.5.2005 21.16 Page 2