Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 33
5FIMMTUDAGUR 19. maí 2005
www.plusferdir.is
N E T
Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
á Elimar í 7 nætur.á Pil Lari Playa í 7 nætur.
Verð frá 35.800 kr.*
Portúgal 13. júní, 11. júlí og 1. ágúst
48.200 kr. ef 2 ferðast saman.
Verð frá 34.930 kr.*
Mallorca 1. júní, 13. júlí og 10. ágúst
46.730 kr. ef 2 ferðast saman.
á Santa Clara í 7 nætur.
Verð frá 39.560 kr.*
Costa del Sol
9. júní, 7. júlí og 18. ágúst
49.830 kr. ef 2 ferðast saman.
á Res Madrid í 7 nætur.
Verð frá 46.620 kr.*
Feneyska Rivieran
1. júní, 6. júlí og 17. ágúst
63.620 kr. ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar.
*Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman.
Á gömlum Bens yfir Alpana
Hrólfur Sæmundsson og fé-
lagar hans í Stingandi strá
fóru í ógleymanlega tónleika-
ferð um Evrópu.
„Skemmtilegustu ferðasögurnar
mínar eru frá því 1994 þegar ég
og félagar mínir í hljómsveitinni
Stingandi strá fórum í tónleika-
ferð um Evrópu,“ segir Hrólfur
Sæmundsson, söngvari og óperu-
stjóri. „Við vorum í fjóra mánuði,
fórum út með nánast enga pen-
inga og lifðum á spilamennsku.
Við byrjuðum í Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi og vorum svo heil-
lengi í Frakklandi, þar af mánuð í
Marseille þar sem við slógum í
gegn, okkur til mikillar furðu.
Tveimur dögum eftir síðustu tón-
leikana þar áttum við að spila í
Berlín, 1.800 kílómetra í burtu.
Við vorum á gömlum Benstrukk
sem komst ekki hraðar en áttatíu
kílómetra á klukkustund og
keyrðum á honum yfir Alpana. Á
þýsku hraðbrautinni vorum við
stoppaðir af löggunni vegna þess
að Bensinn var á ólöglegum núm-
erum og kyrrsettir í sætu sveita-
þorpi sem hét Butchbach og kúrði
í dal undir hraðbrautinni. Þetta
þýddi að við vorum búnir að
missa af tónleikunum í Berlín en
fórum þangað samt,“ segir Hrólf-
ur og heldur áfram: „Við komum
klukkan þrjú um nótt, í þoku og
rigningu, og leist illa á blikuna
enda kominn nóvember. Við
ákváðum að yfirgefa þennan ljóta
stað eins fljótt og við gætum dag-
inn eftir. Þá fengum við hins veg-
ar að vita að tónleikarnir væru á
dagskrá eftir allt saman og
komumst að því að þessi gráa og
guggna borg var skemmtilegri en
okkur óraði fyrir. Við áttum flug
heim frá Danmörku og lögðum
ekki af stað þangað fyrr en á síð-
ustu stundu því það var svo gam-
an í Berlín. Við fundum flugvöll-
inn á korti og þeystum í áttina
þangað, sáum flugturn og flugvél-
ar og töldum okkur örugga. Eftir
því sem við nálguðumst fór nú allt
að minnka og þegar við komum
sáum við að þetta var módelflug-
völlur, vélarnar pínulitlar og flug-
turninn tæpir tveir metrar. Þetta
minnti á atriði úr kvikmyndinni
Spinal Tap. Sem betur fer fundum
við svo hinn flugvöllinn og náðum
vélinni heim.“
Hrólfur er nú virðulegur Sum-
aróperustjóri og innan skamms
hefjast æfingar á Galdraskytt-
unni eftir Weber, sem sýnd verð-
ur í Þjóðleikhúsinu í samvinnu við
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.
„Ég verð samt alltaf rokkari. Og
hver veit nema Stingandi strá
leggi land undir fót í sumar...“ ■
Ævintýraborgin
Barcelona
EIN FALLEGASTA OG SÉRSTÆÐASTA
BORG EVRÓPU ER LÍKA AUÐVELD
OG AÐGENGILEG.
Barcelona er ein vinsælasta ferða-
mannaborg í Evrópu og kemur þar
ýmislegt til. Auðvelt er að komast
þangað, flugvöllurinn stór og al-
þjóðlegur og flugmiðar ekki mjög
dýrir. Svo er Barcelona borg menn-
ingar og lista, iðandi mannlífs og
óvenjulegra bygginga. Það er ekk-
ert mál að eyða heilli viku í það að
rölta um Barcelona með öll skiln-
ingarvit á útopnu.
• Það er til dæmis gaman að ráfa
um ranghala gamla bæjarins í
kringum Römbluna, aðalgötuna í
Barcelona. Þar er alltaf eitthvað að
gerast og frábær kaffihús þar sem
hægt er að tylla sér og fá sér einn
kaldan bjór eða kaffi og „churros“,
dísæta spænska kleinuhringi.
Namm!
• Líka er nauðsynlegt að skoða eitt
furðulegasta og stórkostlegasta
byggingalistaverk allra tíma, kirkj-
una Sagrada Familia eftir Gaudi,
einn merkasta listamann allra
tíma, sem hefur verið í byggingu í
hundrað ár og verður sennilega
aldrei alveg lokið. Þetta mannvirki
þarf að berja eigin augum til að
trúa að það sé til.
• Mánudaga, miðvikudaga, föstu-
daga og laugardaga er frábær flóa-
markaður við Placa de les Glories
Catalanes þar sem dýrgripir bíða
þeirra sem hafa auga fyrir þeim.
• Gangið um hinn óviðjafnanlega
Guell-garð eftir Gaudi þar sem
furðuleg listaverk og sérstakur
landslagsarkítektur skapa saman
óviðjafnanlegt ævintýraland.
Tónleikaferðalag Hrólfs og félaga í Stingandi strá
minnti um margt á kvikmyndina Spinal Tap.
Byggingar eftir Gaudi setja mark sitt á
borgina, eins og Casa Mila-íbúðarhúsið.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Lífsaugað
Þriðjudagskvöld 22-24
32-33 (04-05) Ferðir 18.5.2005 17.11 Page 3