Fréttablaðið - 19.05.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 19.05.2005, Síða 42
6 ■■■ { SUÐURLAND }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Verið velkomin á Kirkjubæjarklaustur Systrakaffi býður gómsætar veitingar af öllu tagi og verð við allra hæfi. Morgunverður-brauð-kökur-kaffi Salöt-súpur-pizzur Ýmsir kjötréttir að ógleymdri að ógleymdir klausturbleikjunni og fleirir fiskréttum www.klaustur.is „Hér á Suðurlandi reynum við að draga inn afþreyingu fyrir ferða- manninn því hér er komin mjög góð gistiaðstaða. Segja má að ferðalög séu í dag orðin mikið meiri skammtímaneysluvara. Núna er þetta orðið meira þannig að fólk kaupir express-miða á netinu, skreppur til Íslands og pantar gist- ingarnar sínar í júní á meðan það er í sjálfri ferðinni,“ segir Skúli Ara- son, forsvarsmaður í landshluta- miðstöð ferðamála Hveragerði. „Vegna þessa breytta forms vaxa upplýsingamistöðvarnar að mikil- vægi en þetta ástand gerir oft Ís- lendingum erfitt fyrir um gistingu. Oft eru margir að rífast um sama bitann á sama tíma. Ferðamönnum er í núverandi ástandi mjög mikil- vægt að komast í upplýsingarnar rétt áður en þeir nota þær. Þetta getur verið erfitt en dregur samt ekkert úr okkur. Ég hvet fólk til þess að leita til okkar og nýta sér þjón- ustuna. Mikið verður af bæjar- og menn- ingarhátíðum á Suðurlandi í sumar. Má þar til dæmis nefna mjög áhugaverða tónleika á Kirkjubæjar- klaustri og um þessar mundir er að hefjast tónleikaröð í Hveragerði sem kallast Kvöld í Hveró. Hér spil- ar til dæmis reggíhljómsveitin Hjálmar 3. júní næstkomandi. Í Hveragerði verða hér síðar Blóm- strandi dagar og minnast má á komandi Hafnardaga á Stokkseyri. Um næstu helgi verður Vor í Ár- borg. Komandi eru þekktar hátíðir svo sem Töðugjöldin á Hellu. Í upplýsingamistöð okkar á Hvera- gerði er hægt í gegnum gler í gólf- inu að skoða sprungu sem er á bil- inu 1.000-1.500 ára gömul. Einnig erum við búnir að koma upp skjálftaherbergi þar sem gestir geta kíkt inn og fengið forsmekkinn af því hvernig það er að standa of- anjarðar við upptök Suðurlands- skjálfta. Það er allsvakaleg tilfinn- ing og í mörgum tilfellum finnst börnum þetta fullmikil reynsla. Suðurland hefur átt mesta aðdrátt- araflið fyrir ferðamenn og „Gullni hringurinn“, þ.e. Gullfoss, Geysir og Þingvellir, er ótvíræður fjöldasigur- vegari ef þannig má að orðum komast. Hins vegar er að koma upp nýr vinsæll hringur meðal ferða- manna sem við köllum Silfurhring- inn. Á Silfurhringnum getur að líta fjöl- margar nýjungar fyrir ferðamenn á Stokkseyri og Eyrarbakka, en þeir staðir voru ekki áður taldir til ferðamannasvæða. Þar má nefna Draugasafnið á Stokkseyri, Töfra- garðinn, sjávarréttastaðina á Eyrar- bakka, Rauða húsið og Hafið bláa við Óseyrartanga á milli Þorláks- hafnar og Eyrarbakka. Í upplýs- ingamiðstöð okkar í Hveragerði reynum við að vera dugleg að upp- færa vefinn okkar southiceland.is en þar geta ferðamenn notfært sér þjónustulista og smellt á viðkom- andi svæði á korti og þá kemur upp öll afþreying sem er í boði á hverj- um stað. Einnig uppfærum við reglulega viðburðadagatöl, sem eru mikið heimsótt,“ segir Skúli. Teikn á lofti um vaxandi eftirspurn eftir íbúðum í Vík Skúli Arason, forsvarsmaður landshlutamiðstöðvar ferðamála í Hveragerði. Landshlutamiðstöð ferðamála í Hvera- gerði er í þessu nýja húsi. Ferðalög teljast vera skammtíma- neysluvara Mikilvægi upplýsingamiðstöðva hefur verið að breytast og aukast jafnframt því sem ferðamynstur fólks hefur tek- ið breytingum. Ef farið er 15-20 ár aftur í tímann voru er- lendir ferðamenn búnir að panta, bóka og borga fyrir alla ferðina sína strax í febrúar. Nútíminn er allt annar. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N Sveinn Pálsson, bæjarstjóri í Vík í Mýrdal, og sonur hans Páll Sveinsson vilja hvergi búa annars staðar. Vík í Mýrdal er á hringveg- inum og ekki er nema tæp- lega tveggja tíma akstur til Reykjavíkur á besta vegi landsins. Vík er þjónustu- bær og byggðist upp í kringum verslanir, þjónandi sveitunum í kring. „Það þarf nú ekki annað en að líta í kringum sig til að sjá að það er gott að búa í Vík í Mýrdal. Við erum hérna á milli fjallanna í dá- samlegri náttúru og veðursæld er oft mikil hérna. Það getur hins veg- ar stundum verið hvasst hjá okkur í norðanáttinni. Aðrar áttir eru hins vegar betri og hér getur verið blankalogn á meðan það er hífandi rok allt í kringum okkur,“ segir Sveinn Pálsson, bæjarstjóri í Vík í Mýrdal. Sveinn er fæddur og uppalinn í Vík en fór til Svíþjóðar í langskólanám og bjó þar í sex ár. „Þegar ég hafði lokið námi kom ekki til greina ann- að en að flytja hingað aftur. Það er fjarri því að við finnum fyrir ein- angrun hérna þó að langt virðist vera til allra átta. Hér fengu margir atvinnu við þjónustustörf, meðal annars við að gera við flutningabíla sem hér voru á ferð. Ferðamennskan er mjög vaxandi hér og ég held að gistirými séu ámóta mörg og nemur íbúafjöldan- um. Við höfum því miður glímt við einhverja fækkun íbúa en á allra síðustu árum höfum við náð að halda í horfinu hvað varðar mann- fjöldann. Hér hefur átt sér stað tölu- verð uppbygging á síðustu árum, nýlega var byggt hér bæði íþrótta- hús og sundlaug. Félagsstarfið hjá unglingunum er einnig blómlegt en þó verða þeir að bregða sér í bæinn ef þeir vilja komast í bíó eða leik- hús. Öll íþrótta- og tómstundaað- staða er hins vegar orðin vel boðleg, sem gerir það að verkum að íbúarn- ir eru mjög ánægðir með búsetuna. Á síðustu árum vantar orðið hús- næði í Vík og teikn á lofti um að eftirspurn eftir húsnæði fari vax- andi,“ segir Sveinn. Lífeyrissjóður Rangæinga óskar sunnlendingum nær og fjær gleðilegs sumars og farsældar til framtíðar. 06-07 suðurland OK lesið 18.5.2005 17.05 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.