Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 42
6 ■■■ { SUÐURLAND }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Verið velkomin á Kirkjubæjarklaustur
Systrakaffi býður gómsætar veitingar
af öllu tagi og verð við allra hæfi.
Morgunverður-brauð-kökur-kaffi
Salöt-súpur-pizzur
Ýmsir kjötréttir að ógleymdri að ógleymdir
klausturbleikjunni og fleirir fiskréttum
www.klaustur.is
„Hér á Suðurlandi reynum við að
draga inn afþreyingu fyrir ferða-
manninn því hér er komin mjög
góð gistiaðstaða. Segja má að
ferðalög séu í dag orðin mikið meiri
skammtímaneysluvara. Núna er
þetta orðið meira þannig að fólk
kaupir express-miða á netinu,
skreppur til Íslands og pantar gist-
ingarnar sínar í júní á meðan það er
í sjálfri ferðinni,“ segir Skúli Ara-
son, forsvarsmaður í landshluta-
miðstöð ferðamála Hveragerði.
„Vegna þessa breytta forms vaxa
upplýsingamistöðvarnar að mikil-
vægi en þetta ástand gerir oft Ís-
lendingum erfitt fyrir um gistingu.
Oft eru margir að rífast um sama
bitann á sama tíma. Ferðamönnum
er í núverandi ástandi mjög mikil-
vægt að komast í upplýsingarnar
rétt áður en þeir nota þær. Þetta
getur verið erfitt en dregur samt
ekkert úr okkur. Ég hvet fólk til þess
að leita til okkar og nýta sér þjón-
ustuna.
Mikið verður af bæjar- og menn-
ingarhátíðum á Suðurlandi í sumar.
Má þar til dæmis nefna mjög
áhugaverða tónleika á Kirkjubæjar-
klaustri og um þessar mundir er að
hefjast tónleikaröð í Hveragerði
sem kallast Kvöld í Hveró. Hér spil-
ar til dæmis reggíhljómsveitin
Hjálmar 3. júní næstkomandi. Í
Hveragerði verða hér síðar Blóm-
strandi dagar og minnast má á
komandi Hafnardaga á Stokkseyri.
Um næstu helgi verður Vor í Ár-
borg. Komandi eru þekktar hátíðir
svo sem Töðugjöldin á Hellu.
Í upplýsingamistöð okkar á Hvera-
gerði er hægt í gegnum gler í gólf-
inu að skoða sprungu sem er á bil-
inu 1.000-1.500 ára gömul. Einnig
erum við búnir að koma upp
skjálftaherbergi þar sem gestir geta
kíkt inn og fengið forsmekkinn af
því hvernig það er að standa of-
anjarðar við upptök Suðurlands-
skjálfta. Það er allsvakaleg tilfinn-
ing og í mörgum tilfellum finnst
börnum þetta fullmikil reynsla.
Suðurland hefur átt mesta aðdrátt-
araflið fyrir ferðamenn og „Gullni
hringurinn“, þ.e. Gullfoss, Geysir og
Þingvellir, er ótvíræður fjöldasigur-
vegari ef þannig má að orðum
komast. Hins vegar er að koma upp
nýr vinsæll hringur meðal ferða-
manna sem við köllum Silfurhring-
inn.
Á Silfurhringnum getur að líta fjöl-
margar nýjungar fyrir ferðamenn á
Stokkseyri og Eyrarbakka, en þeir
staðir voru ekki áður taldir til
ferðamannasvæða. Þar má nefna
Draugasafnið á Stokkseyri, Töfra-
garðinn, sjávarréttastaðina á Eyrar-
bakka, Rauða húsið og Hafið bláa
við Óseyrartanga á milli Þorláks-
hafnar og Eyrarbakka. Í upplýs-
ingamiðstöð okkar í Hveragerði
reynum við að vera dugleg að upp-
færa vefinn okkar southiceland.is
en þar geta ferðamenn notfært sér
þjónustulista og smellt á viðkom-
andi svæði á korti og þá kemur upp
öll afþreying sem er í boði á hverj-
um stað. Einnig uppfærum við
reglulega viðburðadagatöl, sem eru
mikið heimsótt,“ segir Skúli.
Teikn á lofti um vaxandi
eftirspurn eftir íbúðum í Vík
Skúli Arason, forsvarsmaður landshlutamiðstöðvar ferðamála í Hveragerði.
Landshlutamiðstöð ferðamála í Hvera-
gerði er í þessu nýja húsi.
Ferðalög teljast
vera skammtíma-
neysluvara
Mikilvægi upplýsingamiðstöðva hefur verið að breytast
og aukast jafnframt því sem ferðamynstur fólks hefur tek-
ið breytingum. Ef farið er 15-20 ár aftur í tímann voru er-
lendir ferðamenn búnir að panta, bóka og borga fyrir alla
ferðina sína strax í febrúar. Nútíminn er allt annar.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Sveinn Pálsson, bæjarstjóri í Vík í Mýrdal, og sonur hans Páll Sveinsson vilja hvergi búa annars staðar.
Vík í Mýrdal er á hringveg-
inum og ekki er nema tæp-
lega tveggja tíma akstur til
Reykjavíkur á besta vegi
landsins. Vík er þjónustu-
bær og byggðist upp í
kringum verslanir, þjónandi
sveitunum í kring.
„Það þarf nú ekki annað en að líta
í kringum sig til að sjá að það er
gott að búa í Vík í Mýrdal. Við
erum hérna á milli fjallanna í dá-
samlegri náttúru og veðursæld er
oft mikil hérna. Það getur hins veg-
ar stundum verið hvasst hjá okkur í
norðanáttinni. Aðrar áttir eru hins
vegar betri og hér getur verið
blankalogn á meðan það er hífandi
rok allt í kringum okkur,“ segir
Sveinn Pálsson, bæjarstjóri í Vík í
Mýrdal.
Sveinn er fæddur og uppalinn í Vík
en fór til Svíþjóðar í langskólanám
og bjó þar í sex ár. „Þegar ég hafði
lokið námi kom ekki til greina ann-
að en að flytja hingað aftur. Það er
fjarri því að við finnum fyrir ein-
angrun hérna þó að langt virðist
vera til allra átta. Hér fengu margir
atvinnu við þjónustustörf, meðal
annars við að gera við flutningabíla
sem hér voru á ferð.
Ferðamennskan er mjög vaxandi
hér og ég held að gistirými séu
ámóta mörg og nemur íbúafjöldan-
um. Við höfum því miður glímt við
einhverja fækkun íbúa en á allra
síðustu árum höfum við náð að
halda í horfinu hvað varðar mann-
fjöldann. Hér hefur átt sér stað tölu-
verð uppbygging á síðustu árum,
nýlega var byggt hér bæði íþrótta-
hús og sundlaug. Félagsstarfið hjá
unglingunum er einnig blómlegt en
þó verða þeir að bregða sér í bæinn
ef þeir vilja komast í bíó eða leik-
hús. Öll íþrótta- og tómstundaað-
staða er hins vegar orðin vel boðleg,
sem gerir það að verkum að íbúarn-
ir eru mjög ánægðir með búsetuna.
Á síðustu árum vantar orðið hús-
næði í Vík og teikn á lofti um að
eftirspurn eftir húsnæði fari vax-
andi,“ segir Sveinn.
Lífeyrissjóður Rangæinga óskar
sunnlendingum nær og fjær
gleðilegs sumars og farsældar
til framtíðar.
06-07 suðurland OK lesið 18.5.2005 17.05 Page 2