Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 45
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ {SUÐURLAND } ■■ 9
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/S
TE
FÁ
N
„Bygging Töfragarðsins á Stokks-
eyri hófst í apríl í fyrra og frá þeim
tíma höfum við verið nánast nótt
og dag við smíðar og undirbúning.
Allt er þetta gert á eigin forsendum
og við stefnum að því að opna
Töfragarðinn á morgun, föstudag,“
segir Torfi Áskelsson, forstöðu-
maður Töfragarðsins á Stokkseyri.
„Það sem nú getur að líta í
Töfragarðinum er aðeins fyrsti
áfangi af fjórum. Við erum hér
með landsvæði til umráða sem
tekur yfir þrjá hektara. Hér á eftir
að gera selatjörn, búa til strönd og
við ætlum að reyna að fá leyfi fyr-
ir innflutningi fleiri dýrategunda.
Nú þegar getur að líta hér fjöld-
ann allan af dýrum svo sem refi,
kalkúna, íslensk hænsni og kanín-
ur, en áformað er að fjöldi annarra
dýrategunda bætist við. Einnig
höfum við komið hér upp leikað-
stöðu fyrir börn og því er af nógu
að taka.
Um þessar mundir er hérna
danskur sérfræðingur sem hefur
yfirumsjón með uppsetningu
springdýnu eða hopp-púða sem
settur er upp samkvæmt ströngustu
öryggisreglum. Segja má að Töfra-
garðurinn fari vel af stað, nú þegar
erum við búnir að taka við pöntun-
um fyrir 1.200 leikskólabörn í sum-
ar. Það er upplagt fyrir fjölskyldu-
fólk að koma hingað til okkar á leið
sinni um Stokkseyri og Eyrarbakka,
en það tæki ábyggilega nokkra
daga að komast yfir allt það sem er
í boði á þessum stöðum. Uppbygg-
ingin hefur verið slík á undanförn-
um árum.“
Fyrsta áfanga af fjórum lokið
Töfragarðurinn á Stokkseyri hefur til umráða þrjá hektara lands undir starfsemi sína
og áformað er að bæta við fleiri dýrategundum í náinni framtíð.
Gestir Töfragarðsins geta meðal annars
skoðað kanínur.
Torfi Áskelsson, forstöðumaður Töfragarðsins á Stokkseyri, er bjartsýnn á reksturinn.
REYNISDRANGAR rétt utan Víkur í Mýrdal. Þjóðsagan
segir að drangarnir hafi myndast þegar tvö tröll hafi reynt
að draga þrímastrað skip að landi en þegar dagsljós brast
á hafi þau breyst í stein. Reynisdrangar standa 66 metra
upp úr sjónum.
08-09 suðurland x lesið 18.5.2005 16.23 Page 3