Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 50
„Hér hefur verið boðið upp á opna gistingu á Kirkjubæjarklaustri frá því árið 1943. Á þessum slóðum var rekið hótel á Kirkjubæjar- klaustri í húsnæði þar sem nú er rekin Kirkjubæjarstofa. Þegar ég flutti hingað var hótelið á staðnum rekið frá byrjun júní fram í síðari hluta ágústmánaðar,“ segir Erla Ívarsdóttir, ferðaþjónustufulltrúi í Geirdal við Kirkjubæjarklaustur, sem búið hefur á svæðinu í tæp 30 ár. „Á þeim tíma var hásumarið eini tíminn sem eitthvað var að gera varðandi ferðamenn. Þeir fáu sem komu fyrir utan þann tíma fóru á Hótel Bæ. Hér getur að vísu rignt eins og á öðrum stöðum á landinu, endu myndum við ekki þrífast öðruvísi. En á móti kemur að hér eru oft hæstu hitatölur landsins og ég hefði aldrei getað ímyndað mér það áður en ég flutti hingað að hægt væri að liggja í sólbaði í miðjum marsmánuði. Mikið er af ferðaþjónustubæjum í næsta nágrenni og nefna má Hunkubakka, Efri-Vík, Geirland og Hörgsland. Farfuglaheimili er kom- ið austur í Fljótshverfi og þeir eru ansi margir sem við getum hýst hér á Klaustri yfir sumartímann. Er- lendir ferðamenn sækja mest í gist- ingarnar, en Íslendingar kjósa oft frekar tjaldstæðin, sem eru með þeim betri á landinu. Hér eru gönguleiðir gjörsamlega óþrjót- andi, sagan liggur hér fyrir fótum okkar og þar stendur Nunnu- klaustrið á Klaustri upp úr. Yfir sumartímann er farið daglega á Laka eftir að fært varð þangað. Héðan eru ekki nema 70 kílómetrar í Skaftafell og margir ferðalangar kjósa að koma hingað til gistingar og eyða deginum í ferð í Skaftafell og Jökulsárlón. Ferðamannatíminn er alltaf að lengjast hérna á Klaustri og nú er svo komið að enginn mánuður árs- ins er án gistinátta hjá ferðamönn- um. En sumartraffíkin stendur nú- orðið frá lokum maí og allt fram í október,“ segir Erla. 14 ■■■ { SUÐURLAND }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hótel Skaftafell Freysnesi - Öræfasveit - S: (354) 478-1945 Verið velkomin! Hvort sem þarf að byggja nýtt eða endurgera gamalt þá kemur ráðgjöf Hönnunar að notum: Upplýsingar um byggingarkostnað er að finna í verðbanka Hönnunar. • Breytt og aukin notkun húsnæðis • Burðarþol og brunatækni • Hreinlætis- og hitalagnir, fráveitur • Samskipti við byggingaryfirvöld • Umhverfismál Grensásvegi 1 · 108 Reykjavík · Sími 510 4000 · Fax 510 4001 honnun@honnun.is · www.hönnnun.is Að mörgu er að hyggja þegar bændur byggja! Jöklajeppar Hornafirði Vélsleða og jeppaferðir um vatnajökul og nágrenni, allt árið. Ógleymanleg upplifun S: 478-1000 / www.glacierjeeps.is Gesthús eru þyrping 11 hlýlegra parhúsa, parhúsabyggð, á falllegu útivistarsvæði við Engjaveg á Selfossi. Í hverju húsi eru gistirými fyrir 2-4, eldunaraðstaða, sjónvarp og baðherbergi með sturtu. Í þjónustumiðstöð er framreiddur morgunverður og kvöldverður fyrir hópa auk léttvíns og áfngs öls. Við miðstöðina eru tveir heitir pottar til afnota fyrir hótelgesti. Frá Selfossi er stutt til allra helstu ferðamannastaða Íslands Hæstu hitatölur landsins eru oft á Klaustri Fyrir um 25 árum var hafist handa við að byggja fyrstu álmurnar sem tilheyrðu Hótel Kirkjubæjarklaustri. Frá þeim tíma virðist sem fólk fari að átta sig á hversu veðursælt er á þessu svæði. Erla Ívarsdóttir hefur verið með ferðaþjónustu í Geirlandi á Kirkjubæjarklaustri í 17 ár. Sumarhús að Geirlandi á Kirkjubæjarklaustri. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N Áformað er að grafa nokkur hús í Vestmannaeyjum undan vikrinum. „Í júní ætla ég að byrja á verkefni sem menn hefur lengi langað til að framkvæma í Vestmannaeyjum, grafa hér upp tvö eða þrjú hús sem eru hul- in undir vikri. Ástæða er til að ætla að hægt sé að ná þeim í þannig ástandi að hægt sé að vernda þau til sýnis fyrir ferðamenn,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og mark- aðsfulltrúi Vestmannaeyja. „Við ætlum að bjóða ferðamönnum að taka þátt í uppgreftrinum með okkur og köllum verkefnið að gamni okkar Pompei norðursins“. Nú þegar hefur þetta verkefni að vonum vakið geysilega eftirtekt. Ferðamálaráð hef- ur styrkt okkur myndarlega til þessa verkefnis, sem kostar óneitanlega töluverðar fjárupphæðir. Við áætlum að Pompei norðursins sé verkefni til nokkurra ára og við ættum að sjá í einhver hús á þessu ári undan vikri en gætum endað í allt að tíu húsum þegar allt verður komið.“ Pompeii norðursins Hið metnaðarfulla verkefni að grafa hús undan vikri í Vestmannaeyjum hefur vakið mikla athygli og ferðamönn- um verður gefinn kostur á að taka þátt í uppgreftrinum. 14-15 suðurland lesið 18.5.2005 17.01 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.