Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 72

Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 72
■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Strætókórinn heldur vortón- leika sína í kirkju Óháða safnaðarins að Háteigsvegi 56. Kórinn er skipað- ur núverandi og fyrrverandi starfs- mönnum Strætisvagna Reykjavikur. Stjórnandi er Guðmundur Ómar Óskarsson.  20.00 Árlegir vortónleikar Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í Salnum. Frumflutt verða raf- skotin tónverk eftir nemendur Tón- versins. Aðgangur er ókeypis.  21.00 Benni Hemm Hemm leikur í Gyllta salnum á Hótel Borg. Með honum leikur tíu manna hljómsveit hans.  22.00 Kvartett Maríu Magnús- dóttur spilar djass og gospel á Pravda. María syngur, Jóhann Ás- mundsson spilar á bassa, Ragnar Emilsson á gítar og Erik Qvick á trommur.  22.00 Hljómsveitirnar Bacon, Dýrðin, California Cheeseburger og The Foghorns leika á Grand Rokk.  Hljómsveitin Hraun heldur tónleika á Café Rósenberg. Leikin verða lög af tveimur plötum sem hljómsveitin er að gefa út. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Rambó 7, nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson, verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar.  21.00 Áhugaleikhús Atvinnumanna sýnir Ódauðlegt verk um Stjórn og Stjórnleysi í Klink og bank við Braut- arholt. Leikarar eru Árni Pétur Guð- jónsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ólafur Steinn Ingunnarson og Ólöf Ingólfsdóttir, en Steinunn Knútsdóttir leikstýrir. ■ ■ OPNANIR  14.00 Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, opnar sýningu í Menningarsalnum í Hrafnistu í Hafnarfirði.  17.00 Jóhann Tryggvason opnar sýningu á olíumálverkum í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Garðatorgi 1 í Garða- bæ. Viðfangsefni sýningarinnar er Elliðaárdalur og fleira. ■ ■ SKEMMTANIR  Dúndurbandið Bermuda skemmtir í Þjóðleikhúskjallaranum. ■ ■ FUNDIR  08.30 Fögur orð og framkvæmd nefnist málþing útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Ís- lands, sem haldið verður í Skriðu, fyrirlestrasal skólans við Stakkahlíð. Fjallað verður meðal annars um barna- og fjölskyldumál, þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttöku fatlaðra á almennum vinnumarkaði. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Nýja leikritið hans Jóns Atla Jónas- sonar hefst á því að ung stjarna vaknar upp hjá fimmtugum höstler og röltir niður í eldhús. Þar situr við símann Johnny, sonur höstlers- ins. Hann er að reyna að fá fregnir af bróður sínum, Júlla sækó, sem er týndur í Bosníu. „Þetta verður viðburðaríkur dag- ur í lífi þessa unga manns,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn leikenda í leikritinu. „Fjölskyldan hans er nett rugluð, mamman farin og pabb- inn svona helvíti hress. Síðan kemur dópsmyglarinn Pési í heimsókn.“ Leikritið heitir Rambó 7 og verður að teljast „spennandi verk eftir nýjan höfund um ungu kyn- slóðina í dag,“ eins og Þjóðleikhús- ið lýsir verkinu. Eftir Jón Atla hafa áður verið sýnd leikrit á borð við Draugalest- ina og Brim, sem bæði vöktu mikla athygli. Draugalestin var sýnd í Borgarleikhúsinu, en Vesturport setti upp Brim. Gísli Örn leikur týnda bróður- inn, sem þvælist um í huga Johnn- ys, en aðrir leikarar í Rambó 7 eru Nína Dögg Filipusdóttir, sem leikur stjörnuna, Ólafur Egill Ólafsson, sem leikur Johnny, og Ólafur Darri Ólafsson, sem leikur dópsmyglar- ann. „Það er mjög gaman að vinna með höfundi eins og Jóni Atla,“ seg- ir Gísli. „Hann er svo óeigingjarn á textan sinn. Þegar við gerðum Brim kom hann bara með grunn að leik- riti og það varð síðan til hjá okkur.“ Þau Gísli Örn og Nína Dögg eru í fyrsta sinn að koma fram í Þjóð- leikhúsinu, en þau eru helstu sprautur leikhópsins Vesturport, sem gerði garðinn frægan með Rómeó og Júlíu í London og er á leiðinni þangað aftur í haust með Voyzek. Svo eru þau að taka upp bíómyndina Kvikyndi þessa dag- ana, milli þess sem þau leika í Þjóð- leikhúsinu. Leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson, sem einnig er að vinna sitt fyrsta verk með Þjóðleikhúsinu í þetta skiptið. Hann hefur vakið at- hygli fyrir frumlegar og kraftmikl- ar uppsetningar leikrita á Norður- löndunum, meðal annars við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn og Borgarleikhúsið í Stokk- hólmi. „Egill er mjög uppfinningasam- ur og virðist vera búinn að marka sér sína stefnu og ákveðinn stíl í námi sínu úti. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ferli og allir ein- hvern veginn til í að dansa með,“ segir Gísli Örn. Tónlistin er eftir þá Gísla Gald- ur Þorgeirsson og Viðar Hákon Gíslason, og flytja þeir hana jafn- framt á sýningum. ■ 40 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... sýningu Báru Magn- úsdóttur ljósmyndara, Heit- ir reitir, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, sem er til húsa á 6. hæð í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýningunni lýkur á sunnudaginn. ... vortónleikum Gradu- alekórs Langholtskirkju, sem verða haldnir í Lang- holtskirkju á laugardaginn. ... djasstónleikum á Pravda í kvöld þar sem Kvartett Maríu Magnús- dóttur spilar. „Það er draumur að spila með Dinka,“ segir Ein- ar Jóhannesson klarínettuleikari. Dinka er Dmitri Ashkenazy, sem einnig er klarínettuleikari, kom- inn hingað til lands að spila með Einari með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Þeir ætla að flytja konsert fyrir tvær klarínettur eftir austurríska tónskáldið Franz Krommer. „Þetta er skemmtilegt samtal á milli hljóðfær- anna. Tónhendingarnar fljúga á milli okkar. Klar- ínettan er sópranhljóðfæri, þannig að við erum tvær sópranprímadonnur að glenna okkur en verðum síðan að kyngja því að lenda saman og allt fellur loks í ljúfa löð.“ Á tónleikunum verður einnig flutt Moldá eftir Bedrich Smetana og Sinfónía nr. 9 eftir Antonín Dvorák, „Frá nýja heiminum“. Bæði þessi verk eru töluvert frægari en klarínettukonsert Krommers. „Þetta eru allt saman Tékkar. Dvorák er þetta mikla sinfóníutónskáld og Smetana var upphafs- maður þjóðlega tékkneska skólans, en Krommer er þeirra elstur og eiginlega beint úr Vínarskól- anum. Yfir þessum konsert hans er klassísk heiðríkja, svo þetta er ágæt blanda.“ Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Gintaras Rinkevicius. Kl. 20.00 Tónver Tónlistarskóla Kópavogs hef- ur á undanförnum árum verið ein helsta uppeldisstöð íslenskra tölvu- tónlistarmanna. Í kvöld verða frum- flutt rafskotin tónverk eftir nemendur Tónversins á árlegum vortónleikum þess í Salnum í Kópavogi. menning@frettabladid.is Tvær klarínettur takast á Með hugann við Bosníu ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Fimmtudagur MAÍ STJARNAN OG DÓPSMYGLARINN Leikrit Jóns Atla Jónassonar, Rambó 7, verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 - Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 22/5 kl 14 - UPPS., Lau 4/6 kl 14 UPPS. Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN AUTOBAHN Á LISTAHÁTÍÐ Leiklestur nýrra þýskra verka Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund Í dag kl 17 Umræður við höfunda á eftir Ókeypis aðgangur. TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fö 20/5 kl 20 Síðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20, Fö 20/5 kl 20 UPPS., Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPS., Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20 THE SUBFRAU ACTS - GESTALEIKSÝNING The paper Mache og Stay with me Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar RAMBÓ 7 FRUMSÝNING Í KVÖLD - UPPSELT! Í kvöld fim. 19/5 örfá sæti laus, sun. 29/5 Allra síðasta sýning - Sigurður Pálsson Fös. 20/5 örfá sæti laus, sun. 22/5 uppselt. Síðustu sýningar í vor. Í kvöld fim. 19/5 örfá sæti laus, sun. 29/5 Allra síðasta sýning7. sýn. lau. 21/5, 8. sýn. fim. 26/5 nokkur sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6. - H.C. Andersen Sun. 22/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00. Síðustu sýningar í vor. - Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 27/5, lau. 28/5, lau. 4/6 nokkur sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6. Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. - Jón Atli Jónasson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson og Viðar Hákon Gíslason Lýsing: Hörður Ágústsson Leikmynd: Ólafur Jónsson Búningar: Þórunn E Sveinsdóttir Myndvinnsla: Árni Sveinsson Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson Leikarar: Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson Frumsýning í kvöld fim. 19/5 uppselt, sun. 22/5 örfá sæti laus, fös. 27/5, lau. 28/5 - Söngdagskrá úr samnefndum söngleik Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Miðasalan hefst í dag mið. 18/5 á Bókasafni Héraðsbúa. Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546 - Bigir Sigurðsson - Marina Carr FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 72-73 (40-41) Menning/slanga 18.5.2005 19.44 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.