Fréttablaðið - 19.05.2005, Síða 72

Fréttablaðið - 19.05.2005, Síða 72
■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Strætókórinn heldur vortón- leika sína í kirkju Óháða safnaðarins að Háteigsvegi 56. Kórinn er skipað- ur núverandi og fyrrverandi starfs- mönnum Strætisvagna Reykjavikur. Stjórnandi er Guðmundur Ómar Óskarsson.  20.00 Árlegir vortónleikar Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í Salnum. Frumflutt verða raf- skotin tónverk eftir nemendur Tón- versins. Aðgangur er ókeypis.  21.00 Benni Hemm Hemm leikur í Gyllta salnum á Hótel Borg. Með honum leikur tíu manna hljómsveit hans.  22.00 Kvartett Maríu Magnús- dóttur spilar djass og gospel á Pravda. María syngur, Jóhann Ás- mundsson spilar á bassa, Ragnar Emilsson á gítar og Erik Qvick á trommur.  22.00 Hljómsveitirnar Bacon, Dýrðin, California Cheeseburger og The Foghorns leika á Grand Rokk.  Hljómsveitin Hraun heldur tónleika á Café Rósenberg. Leikin verða lög af tveimur plötum sem hljómsveitin er að gefa út. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Rambó 7, nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson, verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar.  21.00 Áhugaleikhús Atvinnumanna sýnir Ódauðlegt verk um Stjórn og Stjórnleysi í Klink og bank við Braut- arholt. Leikarar eru Árni Pétur Guð- jónsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ólafur Steinn Ingunnarson og Ólöf Ingólfsdóttir, en Steinunn Knútsdóttir leikstýrir. ■ ■ OPNANIR  14.00 Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, opnar sýningu í Menningarsalnum í Hrafnistu í Hafnarfirði.  17.00 Jóhann Tryggvason opnar sýningu á olíumálverkum í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Garðatorgi 1 í Garða- bæ. Viðfangsefni sýningarinnar er Elliðaárdalur og fleira. ■ ■ SKEMMTANIR  Dúndurbandið Bermuda skemmtir í Þjóðleikhúskjallaranum. ■ ■ FUNDIR  08.30 Fögur orð og framkvæmd nefnist málþing útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Ís- lands, sem haldið verður í Skriðu, fyrirlestrasal skólans við Stakkahlíð. Fjallað verður meðal annars um barna- og fjölskyldumál, þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttöku fatlaðra á almennum vinnumarkaði. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Nýja leikritið hans Jóns Atla Jónas- sonar hefst á því að ung stjarna vaknar upp hjá fimmtugum höstler og röltir niður í eldhús. Þar situr við símann Johnny, sonur höstlers- ins. Hann er að reyna að fá fregnir af bróður sínum, Júlla sækó, sem er týndur í Bosníu. „Þetta verður viðburðaríkur dag- ur í lífi þessa unga manns,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn leikenda í leikritinu. „Fjölskyldan hans er nett rugluð, mamman farin og pabb- inn svona helvíti hress. Síðan kemur dópsmyglarinn Pési í heimsókn.“ Leikritið heitir Rambó 7 og verður að teljast „spennandi verk eftir nýjan höfund um ungu kyn- slóðina í dag,“ eins og Þjóðleikhús- ið lýsir verkinu. Eftir Jón Atla hafa áður verið sýnd leikrit á borð við Draugalest- ina og Brim, sem bæði vöktu mikla athygli. Draugalestin var sýnd í Borgarleikhúsinu, en Vesturport setti upp Brim. Gísli Örn leikur týnda bróður- inn, sem þvælist um í huga Johnn- ys, en aðrir leikarar í Rambó 7 eru Nína Dögg Filipusdóttir, sem leikur stjörnuna, Ólafur Egill Ólafsson, sem leikur Johnny, og Ólafur Darri Ólafsson, sem leikur dópsmyglar- ann. „Það er mjög gaman að vinna með höfundi eins og Jóni Atla,“ seg- ir Gísli. „Hann er svo óeigingjarn á textan sinn. Þegar við gerðum Brim kom hann bara með grunn að leik- riti og það varð síðan til hjá okkur.“ Þau Gísli Örn og Nína Dögg eru í fyrsta sinn að koma fram í Þjóð- leikhúsinu, en þau eru helstu sprautur leikhópsins Vesturport, sem gerði garðinn frægan með Rómeó og Júlíu í London og er á leiðinni þangað aftur í haust með Voyzek. Svo eru þau að taka upp bíómyndina Kvikyndi þessa dag- ana, milli þess sem þau leika í Þjóð- leikhúsinu. Leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson, sem einnig er að vinna sitt fyrsta verk með Þjóðleikhúsinu í þetta skiptið. Hann hefur vakið at- hygli fyrir frumlegar og kraftmikl- ar uppsetningar leikrita á Norður- löndunum, meðal annars við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn og Borgarleikhúsið í Stokk- hólmi. „Egill er mjög uppfinningasam- ur og virðist vera búinn að marka sér sína stefnu og ákveðinn stíl í námi sínu úti. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ferli og allir ein- hvern veginn til í að dansa með,“ segir Gísli Örn. Tónlistin er eftir þá Gísla Gald- ur Þorgeirsson og Viðar Hákon Gíslason, og flytja þeir hana jafn- framt á sýningum. ■ 40 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... sýningu Báru Magn- úsdóttur ljósmyndara, Heit- ir reitir, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, sem er til húsa á 6. hæð í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýningunni lýkur á sunnudaginn. ... vortónleikum Gradu- alekórs Langholtskirkju, sem verða haldnir í Lang- holtskirkju á laugardaginn. ... djasstónleikum á Pravda í kvöld þar sem Kvartett Maríu Magnús- dóttur spilar. „Það er draumur að spila með Dinka,“ segir Ein- ar Jóhannesson klarínettuleikari. Dinka er Dmitri Ashkenazy, sem einnig er klarínettuleikari, kom- inn hingað til lands að spila með Einari með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Þeir ætla að flytja konsert fyrir tvær klarínettur eftir austurríska tónskáldið Franz Krommer. „Þetta er skemmtilegt samtal á milli hljóðfær- anna. Tónhendingarnar fljúga á milli okkar. Klar- ínettan er sópranhljóðfæri, þannig að við erum tvær sópranprímadonnur að glenna okkur en verðum síðan að kyngja því að lenda saman og allt fellur loks í ljúfa löð.“ Á tónleikunum verður einnig flutt Moldá eftir Bedrich Smetana og Sinfónía nr. 9 eftir Antonín Dvorák, „Frá nýja heiminum“. Bæði þessi verk eru töluvert frægari en klarínettukonsert Krommers. „Þetta eru allt saman Tékkar. Dvorák er þetta mikla sinfóníutónskáld og Smetana var upphafs- maður þjóðlega tékkneska skólans, en Krommer er þeirra elstur og eiginlega beint úr Vínarskól- anum. Yfir þessum konsert hans er klassísk heiðríkja, svo þetta er ágæt blanda.“ Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Gintaras Rinkevicius. Kl. 20.00 Tónver Tónlistarskóla Kópavogs hef- ur á undanförnum árum verið ein helsta uppeldisstöð íslenskra tölvu- tónlistarmanna. Í kvöld verða frum- flutt rafskotin tónverk eftir nemendur Tónversins á árlegum vortónleikum þess í Salnum í Kópavogi. menning@frettabladid.is Tvær klarínettur takast á Með hugann við Bosníu ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Fimmtudagur MAÍ STJARNAN OG DÓPSMYGLARINN Leikrit Jóns Atla Jónassonar, Rambó 7, verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 - Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 22/5 kl 14 - UPPS., Lau 4/6 kl 14 UPPS. Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN AUTOBAHN Á LISTAHÁTÍÐ Leiklestur nýrra þýskra verka Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund Í dag kl 17 Umræður við höfunda á eftir Ókeypis aðgangur. TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fö 20/5 kl 20 Síðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20, Fö 20/5 kl 20 UPPS., Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPS., Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20 THE SUBFRAU ACTS - GESTALEIKSÝNING The paper Mache og Stay with me Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar RAMBÓ 7 FRUMSÝNING Í KVÖLD - UPPSELT! Í kvöld fim. 19/5 örfá sæti laus, sun. 29/5 Allra síðasta sýning - Sigurður Pálsson Fös. 20/5 örfá sæti laus, sun. 22/5 uppselt. Síðustu sýningar í vor. Í kvöld fim. 19/5 örfá sæti laus, sun. 29/5 Allra síðasta sýning7. sýn. lau. 21/5, 8. sýn. fim. 26/5 nokkur sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6. - H.C. Andersen Sun. 22/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00. Síðustu sýningar í vor. - Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 27/5, lau. 28/5, lau. 4/6 nokkur sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6. Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. - Jón Atli Jónasson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson og Viðar Hákon Gíslason Lýsing: Hörður Ágústsson Leikmynd: Ólafur Jónsson Búningar: Þórunn E Sveinsdóttir Myndvinnsla: Árni Sveinsson Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson Leikarar: Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson Frumsýning í kvöld fim. 19/5 uppselt, sun. 22/5 örfá sæti laus, fös. 27/5, lau. 28/5 - Söngdagskrá úr samnefndum söngleik Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Miðasalan hefst í dag mið. 18/5 á Bókasafni Héraðsbúa. Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546 - Bigir Sigurðsson - Marina Carr FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 72-73 (40-41) Menning/slanga 18.5.2005 19.44 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.