Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 76

Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 76
Drengirnir hressu í hiphop-hljómsveitinni Loop Troop munu skemmta íslenskum tón- leikagestum í þriðja sinn á morgun. Borghildur Gunnarsdóttir spjallaði við Promoe hinn loðna um nýju plötuna og fleira forvitnilegt. Nýjasta plata Loop Troop-með- lima, Fort Europa, kom nýlega út í Svíþjóð og er gefin út af útgáfu- fyrirtæki þeirra drengja, David vs. Goliath. Hún er ekki enn kom- in út hérlendis en varla er langt í það og að sjálfsögðu munu strák- arnir selja plötuna á tónleikunum. Loop Troop skipa þeir Dj Embee, Cosmic, Supreme og Promoe. Sá síðastnefndi er mest áberandi og líklega frægasti meðlimurinn. Hann hefur gefið út fjölda sólóplatna og er einna eftirminni- legastur fyrir sérkennilegt útlit sitt sem einkennist af miklu skeggi og þykkum og löngum dreddum. Hann er geysilega hressilegur á sviði og býst blaðamaður því við því sama þegar hann bjallar í hinn mikla Promoe. „Hallóó?“ svarar hann rámri og þreytulegri röddu sem veldur örlitlum vonbrigðum. Hann er þó kurteis, viðkunnanleg- ur og hinn fínasti viðmælandi þrátt fyrir syfju. Pólitískir textahöfundar „Ég er mjög sáttur við nýju plöt- una,“ segir Promoe aðspurður. „Hún er örlítið ólík fyrri plötunum aðallega vegna þess að við unnum hana hraðar en hinar fyrri. Ég held að það komist líka til skila í tónlist- inni, það er meira af spontant-hlut- um og meiri húmor í henni,“ Promoe talar hægt og örlítið letilega sem er reyndar ágætt því það auðveldar blaðamanni að pikka svörin hans inn á lyklaborð- ið. Hann segir plötuna hafa fengið ágætis viðbrögð í Svíþjóð þó svo að ekki séu allir dómar um plöt- una jákvæðir. „Margir eru góðir en ekki allir. Gagnrýnandi Aftenposten var til dæmis ekki svo sáttur við plötuna. Ég held að margir textarnir okkar hugnist ekki öllum,“ segir Promoe en þeir í Loop Troop eru þekktir fyrir hápólitíska texta þar sem oft er deilt harkalega á stjórnmála- menn. „Sumum finnst við vera að setja okkur á háan hest með því að reyna að segja öðrum hvernig þeir eigi að lifa lífinu. Ég er ekki sam- mála því, við erum bara að ræða málefni sem okkur þykja mikil- væg.“ Hressir á sviði Promoe er ánægður með að starfa í tónlistariðnaðinum og er að sögn í fullri vinnu í Loop Troop. „Við vinnum ekkert fyrir utan hljóm- sveitina og erum því mjög heppn- ir. Einnig höfum við fengið að ferðast út um allan heim á tón- leikaferðalögum og höfum meira að segja komið til Japans og Suð- ur-Afríku. Við áttum þó augljós- lega ekki eins marga aðdáendur þar eins og í Evrópu og til dæmis í Ástralíu.“ Þeir sem hafa séð hljómsveit- ina á tónleikum vita að strákarnir eru með þeim hressari á sviði. Blaðamaður minnist þess við Promoe að á síðustu tónleikum hérlendis hafi þeir meðal annars tekið „The Shoplifters Dance“ eða „Búðarþjófa-dansinn“ við mikinn fögnuð tónleikagesta. Þetta er eins konar látbragðsdans þar sem þeir teygja hendurnar út í loftið og þykjast setja eitthvað í vasann á milli þess sem þeir dilla sér við tónlistina. „Já, hann vekur alltaf mikla gleði í áhorfendahópnum,“ segir Promoe og hlær. „Það var nú plötusnúðurinn okkar sem fann þennan dans upp og kenndi okkur hann. Okkur finnst gaman að sprella smávegis á sviði.“ Stoppa stutt við Þrátt fyrir að vera hiphop-lista- maður segist Promoe aðallega hlusta sjálfur á reggítónlist. Blaðamaður grípur þá að sjálf- sögðu tækifærið og segir honum frá íslensk-sænsku hljómsveitinni Hjálmum og er Promoe afar áhugasamur og langar að tékka á þeim þegar hann kemur. Á tón- leikunum á morgun munu Loop Troop spila lög af nýju plötunni í bland við gamalt og þekktara efni og eflaust megum við búast við skemmtilegum tónleikum eins og Loop Troop eru snillingar í að galdra fram úr erminni. Þeir fé- lagar stoppa þó stutt við og fara heim til Svíþjóðar strax á laugar- daginn. „Ég ætla að slappa af í húsinu mínu í sveitinni þangað til við förum til Helsinki og höldum tón- leika þar.“ Blaðamaður spyr hann þá meira í gríni en alvöru hvort hann ætli semsagt að drífa sig heim til þess að missa ekki af Evróvisjón segir hann svo nú ekki vera: „Nei, ég er orðinn hundleiður á Evróvisjón. Einu sinni var þetta bara eitt kvöld en núna er þetta rætt sundur og saman í margar vikur áður en keppnin er haldin. Mér finnst tónlistin sjálf líka leiðinleg þó svo að það sé auðvitað bara smekksatriði.“ Tónleikarnir eru á Gauk á Stöng á morgun og opn- ar húsið klukkan ellefu, aldurs- takmark er átján ár og aðgangs- eyrir 1500 krónur. Upphitun er í höndum NBC, Dj Paranoya og Dj Deluxe. ■ > Plata vikunnar ... NINE INCH NAILS: With Teeth „ Skotheld plata sem ætti að festa hann í sessi sem einn merkasta tónlistarmann okkar tíma.“ BÖS 44 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR Hildur Vala: Hildur Vala „Það á greinilega vel við Hildi Völu að syngja róleg lög þar sem gullfalleg rödd hennar nýtur sín svo vel. FB Hot Hot Heat: Elevator „Önnur eiginleg breiðskífa Hot Hot Heat inniheld- ur svipað magn af glaðlegum tónum, en ekki sama magn af ferskleika og frumraun þeirra. BÖS Fischerspooner: Odyssey „Týndu prinsarnir í bandarísku raftónlistarsenunni snúa aftur eftir þriggja ára útgáfuþögn. Biðin var þess virði, og platan það besta sem þeir hafa gert.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Hljómsveitirnar Pearl Jam, Black Eyed Peas, Maroon 5 og The John Mayer Trio verða á meðal þeirra sem munu hita upp fyrir rokk- hundana í Rolling Stones á tón- leikaferð þeirra um Bandaríkin í haust. Pearl Jam mun hita upp á tón- leikum í Pittsburgh 28. september en þetta verður í fyrsta sinn síðan 1997 sem hljómsveitin stígur á stokk með Stones. Miðasala fyrir tónleikaferðina hefur gengið vel og er uppselt á flestum stöðum. ■ LOOP TROOP Svíarnir halda nú tónleika hérlendis í þriðja sinn vegna þriðju breiðskífu þeirra, Fort Europa. Promoe er hér þriðji frá vinstri, síðhærður, skeggjaður og stór- skemmtilegur karakter. tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Lokbrá: Army of Soundwaves, Khonor: Handwriting, Stephen Malkmus: Face the Truth, Jane: Berserker, Smog: A River Ain’t Too Much to Love, Ariel Pink’s Haunted Graffiti 2: The Doldrums og að sjálfsögðu Selma: If I Had Your Love. > Lo kb rá > Selm a Tónlistarmaðurinn Mugison heldur tónleika á Nasa annað kvöld en í gærkvöldi lék hann á Græna hattinum á Akureyri. Hann er nýkominn úr tónleikaferð um Evrópu sem var að hans sögn alveg frábær. „Þetta var magnaður túr. Það er svolítið fyndið að við þurftum að ferðast létt og vorum bara í jakkafötum því það sést minna ef þau eru skítug. Við vorum orðnir ógeðslega illa lykt- andi þegar við komum heim,“ segir Mugison. „Við reyndum að selja skítuga boli af okkur og þeir seldust eins og heitar lummur, aðallega í Þýska- landi.“ Nýjasta plata Mugison, Mugimama is this Mon- keymusic?, fékk undantekningalítið góða dóma á meðan á tónleikaferðinni stóð og er hann að sjálfsögðu hæstánægður með viðbrögðin. „Það er gaman að fá svona margar skoðanir á því sem maður er að gera. Það var einn slæmur dómur og það var bara svolítið hressandi. Það er gaman að fá svona löðrung í andlitið. Þá langar mann að standa upp og sanna sig betur.“ Tónleikarnir á Nasa hefjast stundvíslega klukkan 21.30 og lýkur klukkan 23.00. „Það verður engin seinkun. Ég vil að venjulegt fólk geti komið á tón- leikana, vaknað síðan snemma og farið í garðinn á laugardeginum,“ segir Mugison, sem heldur jafnframt tvenna tónleika í Bretlandi um helgina. Aðgangseyrir á Nasa er 500 krónur. Tónleikar fyrir venjulegt fólk > Popptextinn ... „They’re out to get you, better leave while you can don’t wanna be a boy, you wanna be a man. You wanna stay alive, better do what you can so beat it, just beat it.“ Michael Jackson stappar í sig stál- inu í laginu Beat It af metsölu- plötu sinni Thriller frá árinu 1982. Pearl Jam hitar upp PEARL JAM Það er ekki á hverjum degi sem gruggrokkararnir vinsælu hita upp fyrir aðrar hljómsveitir. Búðarþjófadansinn vinsæll 76-77 (44-45) Tonlist 18.5.2005 19.47 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.