Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 88

Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Ferðafrelsi Og Vodafone Komdu í Og Vodafone verslun, smelltu þér á www.ogvodafone.is eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. Nú getur þú notað Frelsið þitt í útlöndum. Skráðu þig í Ferðafrelsi Og Vodafone um leið og þú gengur frá vegabréfinu. Skráning í Ferðafrelsi er án aukagjalds. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 81 34 05 /2 00 5 GÁFUR Ég er orðinn svo þreyttur á gáfna-dýrkun. Ef einhver er gáfaður þá er honum hampað og fólk lítur upp til viðkomandi og fyllist ein- hverri lotningu þótt hann hafi ekki gert neitt sérstakt fyrir neinn. Í við- tölum segir fólk gáfulega hluti. Um- ræður eru gáfulegar þar sem menn keppast meira um að vera gáfaðir en að segja eitthvað sem skiptir ein- hverju raunverulegu máli. Og oft er lygin ekki langt undan. Hvað er svona svakalega merkilegt við gáfað fólk? Af hverju er það merkilegra en annað fólk? MÉR FINNST það álíka fánýtt að dásama gáfur eins og að dásama lík- amsburði eða útlit. Greindarvísitala segir álíka mikið um mann og typpa- stærð. Fallegt andlit er ekki það sama og góð manneskja. Sá sem byggir líf sitt á gáfum fattar einn daginn að hann býr í grafhýsi. Mað- ur skilur ekki börnin sín, maka sinn, vini og fjölskyldu með gáfunum ein- um. Maður verður að nota hjartað. MÉR FINNST þeir sem eru upp- teknir af því að vera gáfaðir oft eins og þeir séu að hluta til dánir. Þeir brosa sjaldan og hlæja aldrei. Ég vorkenni þeim. Ég held að þeir séu hræddir því þeir þekkja ekki visku hjartans og kunna ekki neitt í sam- skiptum. Mér finnst þeir vera að missa af inntaki lífsins, sem er ekki að skilja heldur að njóta. Til hvers að skilja eitthvað ef maður hefur ekki gaman af því? GÁFUR eru verkfæri, ekkert meira. Þær eru eins og byssa, hvorki betri né verri en sá sem not- ar þær. Og gáfur eru líka oft kulda- legar og hafa verið notaðar til hræðilegra hluta. Aldrei verða eins miklar tækniframfarir og í stríðum. KÆRLEIKURINN er gáfaður í eðli sínu. Gáfur eru ekki kærleiks- ríkar í sínu eðli, heldur eigingjarnar og oft hræddar. Heilinn er tilfinn- ingalaus. Kærleikurinn hefur skiln- ing á hinum duldu leyndardómum lífsins. Gáfur geta aldrei skilið hann. Þess vegna vinna gáfurnar best ef þeim er stjórnað af kærleikanum. GÁFUR ERU EKKI LYKILLINN að hamingjunni. Það er enginn sann- leikur í gáfum, heldur í fólki með gott hjartalag. Ég held að okkur myndi líða miklu betur ef við hætt- um þessum gáfurembingi og reynd- um frekar að vera almennileg við náunga okkar og ekki gáfaðari en hann. jongnarr@frettabladid.is JÓNS GNARR BAKÞANKAR 88 (56) BAK 18.5.2005 20.47 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.