Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,33 64,63 117,85 118,43 80,97 81,43 10,87 10,93 9,99 10,05 8,82 8,87 0,60 0,60 95,75 96,33 GENGI GJALDMIÐLA 24.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 112,41-0,65% 4 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL Efnahags- og fram- farastofnunin, OECD, segir í ný- útkominni skýrslu að hætta sé á ofhitnun í íslenska hagkerfinu. Grípa þurfi til frekari aðgerða í peningamálum til þess að stýra verðbólgunni í rétt horf. Hækka þurfi stýrivexti svo að koma megi í veg fyrir víxl- hækkun launa og verðlags og draga þurfi úr opinberum út- gjöldum og stefna eigi á meiri tekjuafgang á fjárlögum en gert sé ráð fyrir. Í skýrslunni er því spáð að 6,2 prósenta hagvöxtur verði á ár- inu en 5,3 prósenta hagvöxtur á næsta ári. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur hjá Seðlabanka Ís- lands, segir að fátt nýtt hafi komið fram í skýrslu OECD og hún sé í samræmi við þær spár sem komið hafa fram frá Seðla- bankanum. „Þeir tala um að hætta sé á þenslu á árunum 2007 til 2008 þegar stóriðjuframkvæmdum mun ljúka. Það er ekkert nýtt því það er alltaf hætta á niður- sveiflu eftir ofþensluskeið þeg- ar mikill viðskiptahalli myndast og vöxtur innlendrar eftirspurn- ar er meiri en stenst til lengd- ar,“ segir Arnór. - sda ÁLVER „Við teljum að það sé komið nóg af álversupp- byggingu hér á landi og við mun- um leggjast gegn þessari fram- kvæmd innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur,“ seg- ir Tryggvi Frið- jónsson, fulltrúi Vinstri-grænna í stjórn Orkuveitunnar. Fulltrúar Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja hafa undir- ritað samkomulag um könnun á möguleikum á rekstri álvers í Helguvík sem áætlað er að gæti tekið til starfa á árunum 2010 til 2015. Hitaveita Suðurnesja hefur átt samstarf við Orkuveituna um stækkun álversins á Grundar- tanga og hefur litið hýru auga til frekara samstarfs við OR vegna ál- vers í Helguvík. Tryggvi segir skýran mun á þeirri ákvörðun Vinstri-grænna að samþykkja stækk- un álversins á Grundartanga og þeirri ákvörðun að leggjast gegn framkvæmdum í Helguvík. „Það er stigsmunur á því að stækka álver sem fyrir er og að leggja af stað í nýjan leið- angur auk þess sem aðrar for- sendur voru til staðar við stækk- unina á Grundartanga sem tengj- ast meðal annars öðrum virkjana- framkvæmdum í landinu.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, full- trúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitunnar, telur málið anga af vandræðagangi R-listans. „Þetta mál hefur verið lítið rætt í stjórninni en þetta er mikið vand- ræðamál fyrir meirihlutann og Vinstri-grænir bera jafn mikla ábyrgð og við sjálfstæðismenn á uppbyggingunni á Grundartanga. Nýkjörinn formaður Samfylking- arinnar, sem staðið hefur fyrir stóriðjustefnu í Reykjavík, er allt í einu farinn að tala gegn henni og menn spyrja sig hvort hún sé búin að taka u-beygju í þessu máli eins og mörgum öðrum,“ segir Guð- laugur. Ekki náðist í fulltrúa Samfylk- ingarinnar í stjórn Orkuveitunn- ar, Sigrúnu Elsu Smáradóttur, í gær. Næsti stjórnarfundur Orku- veitunnar er 1. júní. hjalmar@frettabladid.is Útvarpsráð skipar nefnd: Kannar launajafnrétti JAFNRÉTTISMÁL Útvarpsráð sam- þykkti í gær tillögu Svanfríðar Jónasdóttur, fulltrúa í útvarps- ráði, um að skipuð verði þriggja manna nefnd til að kanna stöðu jafnréttismála innan Ríkis- útvarpsins. Meðal annars mun nefndin kanna kjaramál, yfirfara jafn- réttisáætlun RÚV og setja inn mælanleg markmið með ábyrgð- araðila gagnvart einstökum þáttum. Tillaga Svanfríðar var samþykkt einróma og á nefndin að gera grein fyrir verkum sín- um í október. -hbg KLÁMEFNI Mikill fjöldi geisladiska og tölvubúnaðar var gerður upptækur í ítölsku rassíunni. Ítalska lögreglan: Rá›ist gegn barnaklámi RÓM, AP Ítalska lögreglan handtók í gær 186 menn sem grunaðir eru um að tilheyra barnaklámhring. Í hópnum eru þrír kaþólskir prestar. Hópurinn hafði komið sér upp lokaðri heimasíðu á netinu sem hýsti fjölda mynda af misnotkun á börnum. Síðan hafði aðeins verið á netinu í níu daga þegar yfirvöld komust á snoðir um hana í júlí á síðasta ári og lokuðu henni. Í gær réðst svo lögreglan til at- lögu víða um land gegn 159 níðing- um en hinir 27 höfðu verið gripnir mánuðina þar á undan. Auk prest- anna voru bæjarstjóri, lögreglufor- ingi og félagsráðgjafi í hópnum. ■ BANKARÁN ÚR BÖNDUNUM Öryggisverðir bönuðu tveimur ræningjum sem reyndu að ræna banka í Moskvu í gærkvöld. Lög- reglan fékk tilkynningu um að skotbardagi stæði yfir í bankan- um. Tveir öryggisverðir særðust í átökunum. Alvarlegar kirkjudeilur: Orflódoxar ræ›a málin AÞENU, AP Leiðtogar rétttrúnaðar- kirkjunnar settust í gær á rök- stóla í Istanbúl, hinni fornu höf- uðborg aust-rómverska keisara- dæmisins, og reyndu að leysa þann djúpstæða ágreining sem ríkir í orþódoxu kirkjunni í Ísra- el. Slíkir fundir eru frekar sjald- gæfir og sýnir hann því hversu alvarleg deilan er. Forsaga málsins er sú að Íreneus I, patríarki í Jerúsalem, lánaði kirkjumuni til gyðinga í Austur-Jerúsalem. Samstarfs- menn hans brugðust ókvæða við þar sem vitað var að Palestínu- mönnum myndi gremjast lánið og kröfðust afsagnar Íreneusar. Hann neitaði hins vegar að láta af embætti og því er allt í hnút. ■ RÚSSLAND VEÐRIÐ Í DAG GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐAR- SON „Vand- ræðagangur hjá R-listanum.“ ARNÓR SIGHVATSSON AÐALHAGFRÆÐING- UR HJÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS Segir að fátt nýtt hafi komið fram í skýrslu OECD og hún sé í samræmi við þær spár sem kom- ið hafa fram frá Seðlabankanum. Skýrsla OECD um efnahagsþróun á Íslandi: Hagkerfi› gæti ofhitna› Tímaferðalög: Ormagöngin ekki hentug FURÐUFERÐIR Breskir og bandarísk- ir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að svonefnd ormagöng séu ekki hentug til tímaferðalaga. Sumar kenningar heimsfræð- innar gera ráð fyrir að ormagöng í geimnum geri manni kleift að komast á milli fjarlægra staða í geimnum á örskotsstundu, jafnvel í framtíð eða fortíð. Gert er ráð fyrir að hægt sé að opna göngin með einhvers konar framandi efni sem er fráhverft þyngdarafli. Á vef BBC kemur hins vegar fram að vísindamenn telji nú að göngin séu ýmist of þröng til að koma frumeindum þar inn – hvað þá mönnum – eða of óútreiknanleg til að treystandi sé á að maður komi út á þeim tíma sem maður óskaði sér. Þeir sem töldu að tímaferðalög væru handan við hornið verða því að bíða enn um sinn. -shg M YN D /A P TRYGGVI FRIÐ- JÓNSSON „Nóg af álversupp- byggingu hér á landi.“ HELGUVÍK Í GÆR. Fyrirhugað álver mun rísa á þessu landi. Vinstri-grænir vilja ekki álver í Helguvík Vinstri-grænir í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ætla ekki a› fallast á a› fyrir- tæki› selji raforku til fyrirhuga›s álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Fulltrúi sjálfstæ›ismanna segir máli› dæmi um vandræ›agang R-listans. SEKTAÐ VEGNA NAGLADEKKJA Lögreglan í Reykjavík stöðvaði marga ökumenn í gær sem enn óku um götur borgarinnar á nagladekkjum. Sektin fyrir að aka á negldum hjólbörðum eftir 15. maí er 5.000 krónur. Umfelg- un á viðurkenndu hjólbarðaverk- stæði kostar ívið minna. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.