Fréttablaðið - 25.05.2005, Síða 58

Fréttablaðið - 25.05.2005, Síða 58
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Miðvikudagur MAÍ ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn.  07.30 Olíssport á Sýn.  08.00 Olíssport á Sýn.  08.30 Olíssport á Sýn.  14.10 Úrslitakeppni NBA á Sýn. Endursýndur leikur.  18.00 Liverpool – AC Milan á Sýn. Bein útsending frá úrslitaleik meistaradeildarinnar.  21.00 Tiger Woods á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Formúlukvöld á RÚV.  23.15 Liverpool – AC Milan á Sýn. Útsending frá úrslitaleiknum í meistaradeildinni. Reynsla á móti hungri 22 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR > Það verður gaman að sjá ... ... hvernig KSÍ tekur á ærumeiðandi ummælum Ólafs Þórðarsonar í garð dómarans Garðars Arnar Hinrikssonar. Ólafur réðst harkalega að Garðari í gær án þess að hafa nokkuð til að styðja sitt mál og verður það að teljast ansi vafasöm hegðun sem KSÍ hlýtur að líta alvarlegum augum. sport@frettabladid.is > Við fögnum ... ... því að dómarar í Landsbankadeildinni taki virkan þátt í umræðunni. Þeir eru stór hluti leiksins og eiga að útskýra sitt mál þegar svo ber við. Þeir koma oftast vel út úr slíkri umræðu enda þora þeir flestir að viðurkenna mistök sín. Það er líka nauðsynlegt að fá þeirra sýn á mörg stórmál. Vonandi verður framhald á þessu. Heyrst hefur... ... að körfuboltalið KR kynni til leiks tvo nýja leikmenn í dag. Fastlega er búist við því að annar þessara leikmanna sé landsliðsmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson sem lék með Snæfelli á síðustu leiktíð. Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna í Landsbankadeildinni, segir knatt- spyrnudómarann Garðar Örn Hin- riksson mæta hlutdrægan til leikja með ÍA og sakar hann um að hata ákveðna menn liðsins. „Garðar hefur sagt að hann hati ákveðna leikmenn ÍA. Það eru nánar heimildir sem ég hef fyrir þessu og þetta er saga sem er búin að ganga á Akranesi í heilt ár,“ segir Ólafur, án þess að vilja nokkuð fara út í hvaðan hann hefur þessar heimildir eða hvaða leikmenn það eru sem Garðar Örn á að hata. Garðar Örn var dómari í leik Vals og ÍA á mánudagskvöldið og dæmdi þar meðal annars vítaspyrnu á Skagamenn – dómur sem Ólafur var allt annað en ánægður með. „Garðar er ágætur dómari en honum urðu á mistök í leiknum gegn Val sem ég var mjög ósáttur við.“ „Fásinna,“ var orðið sem Garðar Örn notaði þegar Fréttablaðið innti hann eftir svörum við ásökunum Ólafs. Garðar Örn kom algjörlega af fjöllum og kvaðst hafa orðið reiður þegar honum bárust ummælin til eyrna. „En reiðin rann nú fljótlega af mér og nú er ég aðallega sár yfir því að Ólafur skuli halda þessu fram, án þess að fara nánar út í það. Hann segir ekkert hvaðan hann hefur þetta og mér finnst það kjána- legt og barnalegt að Ólafur skuli láta hafa þetta eftir sér. Ég vísa þessu algjörlega á bug,“ segir Garðar Örn. Þrátt fyrir að dómarinn sjálfur neiti þessum ummælum staðfastlega hagg- ast Ólafur hvergi og segist hann standa við hvert orð. „Það sem ég vill benda á er að þegar dómarinn gengur til vallar þá eiga allir leikmenn að vera jafnir fyrir honum. Ég stend ennþá í þeirri mein- ingu að það sé rétt sem ég er að segja. Það er alveg á hreinu.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í Istanbúl í kvöld en flá mætast tvö af sigursælustu li›um Evrópu fyrr og sí›ar, AC Milan og Liverpool. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, ÞJÁLFARI ÍA: EKKI SÁTTUR MEÐ DÓMARANN GARÐAR ÖRN HINRIKSSON FÓTBOLTI. Í kvöld er einn af há- punktum knattspyrnuvertíðarinn- ar þegar Liverpool og AC Milan mætast í úrslitaleik Meistara- deildar Evrópu. Milan varð síðast Evrópumeistari fyrir tveimur árum og hefur á að skipa gríðar- lega reyndu liði, á meðan enska liðið hefur ekki sigrað í keppninni í 21 ár. Carlo Ancelotti, þjálfari ítalska liðsins, segir að reynt lið sitt geti náð að brjóta skipulagða vörn Liverpool á bak aftur og hefur ekki áhyggjur af að slakt gengi sinna manna í deildinni á Ítalíu í síðustu leikjum sitji í liðinu þegar í úrslitaleikinn er komið. „Leikur Liverpool gengur út á að hindra það að mótherjar þeirra geti athafnað sig á þeim svæðum sem þeir kjósa helst og þeir hafa gert það vel alla keppnina. Ef við hins vegar skorum snemma mun- um við neyða þá til að falla frá þeirri leikaðferð og sækja á okk- ur. Það myndi opna leikinn og það hentar okkur mun betur,“ sagði Ancelotti. Rafael Benitez, stjóri Liver- pool, segir að sínir menn séu hvergi smeykir við Milan. „Þeir eru með mjög sterkt lið og mikla reynslu, en við höfum hungrið umfram þá og það mun tryggja okkur sigurinn. Við þurfum bara að passa að njóta dagsins, því við höfum engu að tapa og allt að vinna í þessum leik,“ sagði sá spænski. baldur@frettabladid.is MIG LANGAR Í ÞIG Þetta gæti Sami Hyypia, fyrirliði Liverpool, verið að hugsa er hann horfir girndaraugum á bikarinn eftirsótta. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Hann hatar ákve›na leikmenn ÍA GÓÐAR Anna Úrsúla Guðmundsdótttir og Berglind Íris Hansdóttir í markinu voru lykilmenn í vörninni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MEÐ Á NÝ Kvennalandsliðið hefur endur- heimt fyrirliðann sinn, Ásthildi Helgadóttur. Landsliðsþjálfari Hollands: Hældi Íslandi FÓTBOLTI. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði þriðja vináttu- landsleiknum gegn Hollandi með 3 mörkum, 23–26, í Garðabæ í gær. Íslenska liðið stríddi gestinum þó í leiknum, komst í 6–1 og náði að jafna leikinn í 19–19 eftir að hafa unnið 8 mínútna kafla 6–2. Hollenska liðið hafði þó betur á endanum og vann sinn þriðja leik á þremur dögum en naumt þó. „Þetta voru mjög góðir leikir fyrir okkur því að íslenska liðið lagði sig mikið fram, gafst aldrei upp og sá til þess að þetta voru þrír erfiðir og nytsamir leikir fyrir mínar stelpur. Íslenska liðið er ungt, það býr margt í þessu liði og það getur orðið sterkara á næstu árum,“ sagði Sjors Röttger, þjálf- ari hollenska landsliðsins, og var mjög sáttur með ferðina. „Við höfum fengið lof erlendis og við erum komin nálægt bestu liðinum en við viljum komast nær. Í kvöld spiluðum við góðan varnarleik og Berglind var frábær í markinu en það vantaði bara meiri skynsemi í sóknina,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari íslenska liðsins. Berglind Íris Hansdóttir átti stórleik og varði 22 skot en Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst með 5 mörk og Hrafnhildur Skúladóttir bætti við fjórum mörkum. -óój Ásthildur Helgadóttir: Byrjar frammi FÓTBOLTI. Íslenska kvennalands- liðið í knattspyrnu mætir því skoska í vináttuleik í Skotlandi í dag klukkan 18.30 en þetta verður fyrsti landsleikur fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur síðan hún sleit krossbönd. Jörundur Áki Sveinsson stjórnar liðinu í fyrsta sinn síðan 2003 og ætlar að setja Ásthildi í framlínuna við hlið Margrétar Láru Viðarsdóttur en Ásthildur hefur jafnan spilað á miðjunni með landsliðinu. -óój

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.